Njála, 037

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 37

Now we must take up the story and say, that Atli asked Bergthora what work he should do that day?

"I have thought of some work for thee," she says; "thou shalt go and look for Kol until thou find him; for now shalt thou slay him this very day, if thou wilt do my will."

"This work is well fitted," says Atli, "for each of us two are bad fellows; but still I will so lay myself out for him that one or other of us shall die."

"Well mayst thou fare," she says, "and thou shalt not do this deed for nothing."

He took his weapons and his horse, and rode up to Fleetlithe, and there met men who were coming down from Lithend. They were at home east in the Mark. They asked Atli whither he meant to go? He said he was riding to look for an old jade. They said that was a small errand for such a workman, "but still 'twould be better to ask those who have been about last night."

"Who are they?" says he.

"Killing-Kol," say they, "Hallgerda's house-carle, fared from the fold just now, and has been awake all night."

"I do not know whether I dare to meet him," says Atli, "he is bad-tempered, and may be that I shall let another's wound be my warning."

"Thou bearest that look beneath the brows as though thou wert no coward," they said, and showed him where Kol was.

Then he spurred his horse and rides fast, and when he meets Ko1, Atli said to him, "Go the pack-saddle bands well," says Atli.

"That's no business of thine, worthless fellow, nor of any one else whence thou comest."

Atli said, "Thou hast something behind that is earnest work, but that is to die."

After that Atli thrust at him with his spear, and struck him about his middle. Kol swept at him with his axe, but missed him, and fell off his horse, and died at once.

Atli rode till he met some of Hallgerda's workmen, and said, "Go ye up to the horse yonder, and look to Kol, for he has fallen off, and is dead."

"Hast thou slain him? " say they.

"Well, 'twill seem to Hallgerda as though he has not fallen by his own hand."

After that Atli rode home and told Bergthora; she thanked him for this deed, and for the words which he had spoken about it.

"I do not know," says he, "what Njal will think of this."

"He will take it well upon his hands," she says, "and I will tell thee one thing as a token of it, that he has carried away with him to the Thing the price of that thrall which we took last spring, and that money will now serve for Kol; but though peace be made thou must still be ware of thyself, for Hallgerda will keep no peace."

"Wilt thou send at all a man to Njal to tell him of the slaying?"

"I will not," she says, "I should like it better that Kol were unatoned."

Then they stopped talking about it.

Hallgerda was told of Kol's slaying, and of the words that Atli had said. She said Atli should be paid off for them. She sent a man to the Thing to tell Gunnar of Kol's slaying; he answered little or nothing, and sent a man to tell Njal. He too made no answer, but Skarphedinn said, "Thralls are men of more mettle than of yore; they used to fly at each other and fight, and no one thought much harm of that; but now they will do naught but kill," and as he said this he smiled.

Njal pulled down the purse of money which hung up in the booth, and went out: his sons went with him to Gunnar's booth.

Skarphedinn said to a man who was in the doorway of the booth, "Say thou to Gunnar that my father wants to see him."

He did so, and Gunnar went out at once and gave Njal a hearty welcome. After that they began to talk.

"'Tis ill done," says Njal, "that my housewife should have broken the peace, and let thy house-carle be slain."

"She shall not have blame for that," says Gunnar.

"Settle the award thyself," says Njal.

"So I will do," says Gunnar, "and I value those two men at an even price, Swart and Kol. Thou shalt pay me twelve ounces [1] in silver."

Njal took the purse of money and handed it to Gunnar. Gunnar knew the money, and saw it was the same that he had paid Njal. Njal went away to his booth, and they were just as good friends as before. When Njal came home, he blamed Bergthora; but she said she would never give way to Hallgerda. Hallgerda was very cross with Gunnar, because he had made peace for Kol's slaying. Gunnar told her he would never break with Njal or his sons, and she flew into a great rage; but Gunnar took no heed of that, and so they sat for that year,[2] and nothing noteworthy happened.

References

  1. twelve ounces: "Ugyanennyit ért Gunnar cselédje, Kol is." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)
  2. So they sat for that year : "… actual Icelandic feuding and the model made it preferable for revenge to be served up cold; take your time and think. Only the stupid hit back right away, governed by anger; the wise avenger takes his time, as do Bergthora and Hallgerd, each cooly waiting a year." Miller, William Ian. Bergthora vs. Hallgerd, Part I. The Theory: Chapters 35–45 (p. 87).

Kafli 37

Nú er að taka til heima að Atli spurði Bergþóru hvað hann skyldi vinna um daginn.

„Hugað hefi eg þér verkið,“ segir hún. „Þú skalt fara að leita Kols þar til er þú finnur hann,“ segir hún, „því að nú skalt þú vega hann í dag ef þú vilt minn vilja gera.“

„Hér er vel á komið,“ segir Atli, „því að hvortveggi okkar er illmenni. En þó skal eg svo til hans ráða að annar hvor okkar skal deyja.“

„Vel mun þér fara,“ segir hún, „og skalt þú og eigi til engis vinna.“

Hann tók vopn sín og hest og reið upp til Fljótshlíðar og mætti þar mönnum er fóru frá Hlíðarenda. Þeir áttu heima austur í Mörk. Þeir spurðu hvert Atli ætlaði. Hann kveðst ríða skyldu að leita klárs eins.

Þeir kváðu það lítið erindi slíkum verkmanni „en þó er þá helst eftir að spyrja er á ferli hafa verið í nótt.“

„Hverjir eru þeir?“ segir hann.

„Víga-Kolur húskarl Hallgerðar,“ sögðu þeir, „fór frá seli áðan og hefir vakað í alla nótt.“

„Eigi veit eg hvort eg þori að finna hann,“ segir Atli. „Hann er skapillur og búið eg láti annars víti að varnaði.“

„Hinn veg værir þú undir brún að líta sem þú mundir eigi vera ragur“ og vísuðu honum til Kols.

Hann keyrði þá hest sinn og ríður mikið.

Og er hann mætir Kol mælti Atli til hans: „Gengur vel klyfjabandið?“ segir Atli.

„Það mun þig skipta öngu, mannfýlan,“ segir Kolur, „og engan þann er þaðan er.“

Atli mælti: „Það átt þú eftir er erfiðast er en það er að deyja.“

Síðan lagði Atli spjóti til hans og kom á hann miðjan. Kolur sveiflaði til hans öxi og missti hans og féll af baki og dó þegar.

Atli reið þar til er hann fann verkmenn Hallgerðar og mælti: „Farið upp til hestsins og gætið hans Kols því að hann er fallinn af baki og er hann dauður.“

„Hefir þú vegið hann?“ sögðu þeir.

„Svo mun Hallgerði sýnast sem hann hafi eigi sjálfdauður orðið.“

Reið síðan Atli heim og segir Bergþóru. Hún þakkar honum verk þetta og orð þau sem hann hafði um haft.

„Eigi veit eg,“ segir hann, „hversu Njáli mun þykja,“ segir Atli.

„Vel mun hann í höndum hafa,“ segir hún, „og mun eg segja þér eitt til marks um að hann hefir haft til þings þrælsgjöld þau er vér tókum við fyrra vor og munu þau nú koma fyrir Kol. En þótt sættir verði þá skalt þú þó vera var um þig því að Hallgerður mun engar sættir halda.“

„Vilt þú nokkuð senda mann til Njáls að segja honum vígið?“

„Eigi vil eg það,“ segir hún. „Mér þætti betur að Kolur væri ógildur.“

Hættu þau talinu.

Hallgerði var sagt víg Kols og ummæli Atla. Hún kvaðst launa skyldu Atla. Hún sendi mann til þings að segja Gunnari víg Kols. Hann svaraði fá og sendi mann að segja Njáli. Hann svaraði öngu.

Skarphéðinn mælti: „Miklu eru þrælar aðgerðarmeiri en fyrr hafa verið. Þeir flugust þá á og þótti það ekki saka en nú vilja þeir vegast“ og glotti við.

Njáll kippti ofan sjóðnum er uppi var í búðinni og gekk út. Synir hans gengu með honum til búðar Gunnars.

Skarphéðinn mælti við mann er var í búðardyrum: „Segðu Gunnari að faðir minn vill finna hann.“

Hann segir Gunnari. Gunnar gekk út þegar og fagnaði vel Njáli. Síðan gengu þeir á tal.

„Illa hefir nú orðið,“ segir Njáll, „er húsfreyja mín skal hafa rofið grið og látið drepa húskarl þinn.“

„Ekki skal hún ámæli af þessu hafa,“ segir Gunnar.

„Dæm þú nú málið,“ segir Njáll.

„Svo mun eg gera,“ segir Gunnar. „Læt eg þá menn vera jafndýra, Svart og Kol. Skaltu greiða mér tólf aura [1] silfurs.“

Njáll tók fésjóðinn og seldi Gunnari. Hann kenndi féið að það var hið sama sem hann hafði honum greitt. Fór Njáll til búðar sinnar og var jafnvel með þeim síðan sem áður.

Þá er Njáll kom heim taldi hann á Bergþóru en hún kvaðst aldrei vægja skyldu fyrir Hallgerði.

Hallgerður leitaði á Gunnar mjög er hann hafði sæst á vígið. Gunnar kveðst aldrei bregðast skyldu Njáli né sonum hans. Hún geisaði mjög. Gunnar gaf eigi gaum að því.

Svo gættu þeir til á þeim misserum[2] að ekki varð að.



Tilvísanir

  1. tólf aura: "Ugyanennyit ért Gunnar cselédje, Kol is." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)
  2. Svo gættu þeir til á þeim misserum: "… actual Icelandic feuding and the model made it preferable for revenge to be served up cold; take your time and think. Only the stupid hit back right away, governed by anger; the wise avenger takes his time, as do Bergthora and Hallgerd, each cooly waiting a year." Miller, William Ian. Bergthora vs. Hallgerd, Part I. The Theory: Chapters 35–45 (s. 87).

Links