Njála, 023

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 23

Gunnar rode from home two nights afterwards, and two men with him; they rode along until they got on Bluewoodheath and then men on horseback met them and asked who that tall man might be of whom so little was seen. But his companions said it was Huckster Hedinn.[1] Then the others said a worse was not to be looked for behind, when such a man as he went before. Hedinn at once made as though he would have set upon them, but yet each went their way. So Gunnar went on doing everything as Njal had laid it down for him, and when he came to Hauskuldstede he stayed there the night, and thence he went down the dale till he came to the next farm to Hrutstede. There he offered his wares for sale, and Hedinn fell at once upon the farmer. This was told to Hrut, and he sent for Hedinn, and Hedinn went at once to see Hrut, and had a good welcome. Hrut seated him over against himself, and their talk went pretty much as Njal had guessed; but when they came to talk of Rangrivervale, and Hrut asked about the men there, Gunnar sung this stave--

"Men in sooth are slow to find-- So the people speak by stealth, Often this hath reached my ears-- All through Rangar's rolling vales. Still I trow that Fiddle Mord, Tried his hand in fight of yore; Sure was never gold-bestower, Such a man for might and wit."

Then Hrut said, "Thou art a skald, Hedinn. But hast thou never heard how things went between me and Mord?" Then Hedinn sung another stave--

"Once I ween I heard the rumour, How the Lord of rings bereft thee; From thine arms earth's offspring tearing, Trickfull he and trustful thou. Then the men, the buckler-bearers, Begged the mighty gold-begetter, Sharp sword oft of old he reddened, Not to stand in strife with thee."

So they went on, till Hrut, in answer told him how the suit must be taken up, and recited the summons. Hedinn repeated it all wrong, and Hrut burst out laughing, and had no mistrust. Then he said, Hrut must summon once more, and Hrut did so. Then Hedinn repeated the summons a second time, and this time right, and called his companions to witness how he summoned Hrut in a suit which Unna, Mord's daughter, had made over to him with her plighted hand. At night he went to sleep like other men, but as soon as ever Hrut was sound asleep, they took their clothes and arms, and went out and came to their horses, and rode off across the river, and so up along the bank by Hiardarholt till the dale broke off among the hills, and so there they are upon the fells between Laxriverdale and Hawkdale, having got to a spot where no one could find them unless he had fallen on them by chance.

Hauskuld wakes up that night at Hauskuldstede, and roused all his household. "I will tell you my dream," he said. "I thought I saw a great bear go out of this house, and I knew at once this beast's match was not to be found; two cubs followed him, wishing well to the bear, and they all made for Hrutstede and went into the house there. After that I woke. Now I wish to ask if any of you saw aught about yon tall man."

Then one man answered him, "I saw how a golden fringe and a bit of scarlet cloth peeped out at his arm, and on his right arm he had a ring of gold."

Hauskuld said, "This beast is no man's fetch, but Gunnar's of Lithend, and now methinks I see all about it. Up! let us ride to Hrutstede," And they did so. Hrut lay in his locked bed, and asks who have come there? Hauskuld tells who he is, and asked what guests might be there in the house?

"Only Huckster Hedinn is here," says Hrut.

"A broader man across the back, it will be, I fear," says Hauskuld, "I guess here must have been Gunnar of Lithend."

"Then there has been a pretty trial of cunning," says Hrut.

"What has happened?" says Hauskuld.

"I told him how to take up Unna's suit, and I summoned myself and he summoned after, and now he can use this first step in the suit, and it is right in law."

"There has, indeed, been a great falling off of wit on one side," said Hauskuld, "and Gunnar cannot have planned it all by himself; Njal must be at the bottom of this plot, for there is not his match for wit in all the land."

Now they look for Hedinn, but he is already off and away; after that they gathered folk, and looked for them three days, but could not find them. Gunnar rode south from the fell to Hawkdale and so east of Skard, and north to Holtbeaconheath, and so on until he got home.


References

  1. said it was Huckster Hedinn : " the conventions of saga narrative seem to dictate that no distinction should be made between a named character in a saga and any disguise that he or she might adopt: thus, in accounts involving disguise, a character becomes the role that he or she plays, and is named accordingly for the duration of the disguise. Typical examples of this are found in Njáls Saga, where Gunnar Hámundarson ‘becomes’ ‘Kaupa-Héðinn’ " Gunnell, Terry. The rights of the player. (p. 2)

Kafli 23

Gunnar reið heiman tveim nóttum síðar og tveir menn með honum. Þeir riðu þar til er þeir komu á Bláskógaheiði. Þá riðu menn í móti þeim og spurðu hver sá væri hinn mikli maður er svo lítt var sýndur. En förunautar hans sögðu að þar var Kaupa-Héðinn.[1]

Þeir sögðu að þá var eigi hins verra eftir von er slíkur fór fyrir.

Héðinn lét þegar sem hann mundi á þá ráða en þó fóru hvorir leið sína.

Gunnar fór með öllu sem fyrir hann var lagt og var á Höskuldsstöðum um nótt og fór þaðan ofan eftir dalnum og kom á næsta bæ á Hrútsstöðum. Þar lét hann falt smíðið og seldi þrjá smíðisgripi. Bóndi fann að á var smíðinu og kallaði fals í. Héðinn réð þegar á búanda. Það var sagt Hrúti. Hann sendi eftir Héðni. Fór hann þegar á fund Hrúts og hafði góðar viðtökur. Skipaði Hrútur honum gagnvart sér. Fóru orð þeirra mjög sem Njáll ætlaði. En er talið kom á Rangárvöllu og Hrútur frétti þar að mönnum þá kvað hann vísu þessa:


5.Menn eru síst að sönnu,

slíkt talar þjóð í hljóði,

oft heyrt er það, eftir

öll á Rangárvöllum.

Mörð frá eg gígju gerðu

gunnhríðar markunnar,

ungur var seima slöngvir

slíkur að spekt og ríki.


Hrútur mælti þá: „Skáld ert þú, Héðinn, en hefir þú heyrt hversu fór með okkur Merði?“

Héðinn kvað þá enn vísu:


6.Heyrt hafa eg hrings að bjartrar

husti þráðs með ráðum,

jarðar undirgjörðar

álmur vænti eg þig rænti.

Réðu hodda hlæði

haldendur við þig skjaldar

áður rauð seima sneiðir

sverð að hann eigi berðist.


Þá svaraði Hrútur honum hversu upp skyldi taka málið og stefndi fyrir málinu en hann mælti eftir og stefndi rangt. Þá brosti Hrútur og grunaði ekki. Þá mælti hann að Hrútur skyldi stefna í annað sinn. Svo gerði Hrútur. Héðinn stefndi þá í annað sinn og stefndi þá rétt og vitnaði undir förunauta sína að hann stefndi handseldri sök Unnar Marðardóttur. Hann fór til svefns sem aðrir menn um kveldið.

En þegar er Hrútur var sofnaður tóku þeir klæði sín og vopn og gengu út og fóru til hesta sinna og riðu yfir ána og svo fram Hjarðarholts megin þar til er þraut dalinn og eru þar í fjöllunum millum Haukadals og komu sér þar er eigi mátti finna þá fyrr en riðið væri að þeim.

Höskuldur vaknar þessa nótt á Höskuldsstöðum öndverða og vakti upp alla heimamenn sína.

„Eg vil segja yður draum minn,“ segir hann. „Eg þóttist sjá bjarndýri mikið ganga út úr húsunum og vissi eg að eigi fannst þessa dýrs maki og fylgdu því húnar tveir og vildu þeir vel dýrinu. Það stefndi til Hrútsstaða og gekk þar inn í húsin. Síðan vaknaði eg. Nú vil eg spyrja yður hvað þér sáuð til hins mikla manns.“

Einn maður svaraði honum: „Það sá eg að fram undan erminni kom eitt gullhlað og rautt klæði. Á hægri hendi hafði hann gullhring.“

Höskuldur mælti: „Þetta er engis manns fylgja nema Gunnars frá Hlíðarenda enda þykist eg nú sjá allt eftir. Skulum vér nú ríða á Hrútsstaði.“

Þeir gerðu svo. Hrútur lá í lokrekkju og spyr hverjir komnir eru. Höskuldur sagði til sín og spurði hvað þar væri gesta.

Hann sagði: „Hér er Kaupa-Héðinn.“

Höskuldur sagði: „Breiðari mun um bakið. Eg get verið mun hafa Gunnar frá Hlíðarenda.“

„Þá mun hér slægleiksmunur orðið hafa,“ segir Hrútur.

„Hvað er að orðið?“ segir Höskuldur.

„Eg sagði honum hversu upp skyldi taka málið Unnar og stefndi eg mér sjálfur en hann stefndi eftir. Og mun hann þann hafa málatilbúnaðinn og er sá réttur.“

„Mikill er viskumunur orðinn,“ segir Höskuldur, „og mun eigi Gunnar einn hafa um ráðið. Njáll mun þessi ráð hafa til lagt því að engi er hans maki að viti.“

Þeir leita nú Héðins og er hann allur í brottu. Síðan söfnuðu þeir liði og leituðu þeirra þrjá daga og fundu þá eigi.

Gunnar reið suður af fjallinu til Haukadals og fyrir austan skarð og norður til Holtavörðuheiðar og til þess er hann kom heim.


Tilvísanir

  1. sögðu að þar var Kaupa-Héðinn : " the conventions of saga narrative seem to dictate that no distinction should be made between a named character in a saga and any disguise that he or she might adopt: thus, in accounts involving disguise, a character becomes the role that he or she plays, and is named accordingly for the duration of the disguise. Typical examples of this are found in Njáls Saga, where Gunnar Hámundarson ‘becomes’ ‘Kaupa-Héðinn’ " Gunnell, Terry. The rights of the player. (s. 2)

Links