Njála, 136

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 136

OF FLOSI AND THE BURNERS.


Flosi rode from the east and those hundred and twenty men who had been at the burning with him. They rode till they came to Fleetlithe. Then the sons of Sigfus looked after their homesteads and tarried there that day, but at even they rode west over Thurso-water, and slept there that night. But next morning early they saddled their horses and rode off on their way.

Then Flosi said to his men, "Now will we ride to Tongue to Asgrim to breakfast, and trample down his pride a little."

They said that were well done. They rode till they had a short way to Tongue. Asgrim stood out of doors, and some men with him. They see the band as soon as ever they could do so from the house. Then Asgrim's men said, "There must be Thorgeir Craggeir."

"Not he," said Asgrim. "I think so all the more because these men fare with laughter[1] and wantonness; but such kinsmen of Njal as Thorgeir is would not smile before some vengeance is taken for the burning, and I will make another guess, and maybe ye will think that unlikely. My meaning is that it must be Flosi and the burners with him, and they must mean to humble us with insults, and we will now go indoors all of us."

Now they do so, and Asgrim made them sweep the house and put up the hangings, and set the boards and put meat on them. He made them place stools along each bench, all down the room.

Flosi rode into the "town," and bade men alight from their horses and go in. They did so, and Flosi and his men went into the hall. Asgrim sate on the cross-bench on the dais. Flosi looked at the benches and saw that all was made ready that men needed to have. Asgrim gave them no greeting, but said to Flosi, "The boards are set, so that meat may be free to those that need it."

Flosi sat down to the board, and all his men; but they laid their arms up against the wainscot. They sat on the stools who found no room on the benches; but four men stood with weapons just before where Flosi sat while they ate.

Asgrim kept his peace during the meat, but was as red to look on as blood.

But when they were full, some women cleared away the boards, while others brought in water to wash their hands. Flosi was in no greater hurry than if he had been at home. There lay a pole-axe in the corner of the dais. Asgrim caught it up with both hands, and ran up to the rail at the edge of the dais, and made a blow at Flosi's head. Glum Hilldir's son happened to see what he was about to do, and sprang up at once, and got hold of the axe above Asgrim's hands, and turned the edge at once on Asgrim; for Glum was very strong. Then many more men ran up and seized Asgrim, but Flosi said that no man was to do Asgrim any harm, "For we put him to too hard a trial, and he only did what he ought, and showed in that that he had a big heart."

Then Flosi said to Asgrim, "Here, now, we shall part safe and sound, and meet at the Thing, and there begin our quarrel over again."

"So it will be," says Asgrim; "and I would wish that, ere this Thing be over, ye should have to take in some of your sails."

Flosi answered him never a word, and then they went out, and mounted their horses, and rode away. They rode till they came to Laugarwater, and were there that night; but next morning they rode on to Baitvale, and baited their horses there, and there many bands rode to meet them. There was Hall of the Side, and all the Eastfirthers. Flosi gretted them well, and told them of his journeys and dealings with Asgrim. Many praised him for that, and said such things were bravely done.

Then Hall said, "I look on this in another way than ye do, for methinks it was a foolish prank--they were sure to bear in mind their griefs, even though they were not reminded of them anew; but those men who try others so heavily must look for all evil."

It was seen from Hall's way that he thought this deed far too strong. They rode thence all together, till they came to the Upper Field, and there they set their men in array, and rode down on the Thing.

Flosi had made them fit out Byrgir's booth ere be rode to the Thing; but the Eastfirthers rode to their own booths.

References

  1. these men fare with laughter: "Not laughing when the vengeance obligation hangs over you is a saga trope, but probably mirrors a ritualized propriety, indicating that the unfulfilled obligation is still in the mind of the avenger, also serving as a kind of mourning 'dress'." Miller, William Ian. Preparation for the Next Althing: Chapters 132–7 (p. 257).

Kafli 136

Flosi reið austan og þeir tíu tigir manna er að brennunni höfðu verið með honum. Þeir riðu þar til er þeir komu til Fljótshlíðar. Skipuðu þá Sigfússynir til búa sinna og dvöldust þar um daginn en um kveldið riðu þeir vestur yfir Þjórsá og sváfu þar um nóttina. En um morguninn snemma tóku þeir hesta sína og riðu fram á leið.

Flosi mælti til sinna manna: „Nú munum vér ríða í Tungu til Ásgríms og troða við hann illsakar.“

Þeir kváðu það vel gert. Þeir riðu þar til er þeir áttu skammt til Tungu.

Ásgrímur stóð úti og nokkurir menn með honum. Þeir sjá þegar flokkinn er mátti heiman.

Menn Ásgríms mæltu: „Þar mun vera Þorgeir skorargeir.“

Ásgrímur mælti: „Ekki in heldur ætla eg það því að þessir menn fara með hlátri[1] og gamni en frændur Njáls, slíkir sem Þorgeir er, munu eigi hlæja fyrr en nokkuð er hefnt brennunnar. Og mun eg geta annars til og má vera að yður þyki það ólíklegt. Það er ætlun mín að vera muni Flosi og brennumenn með honum og munu þeir ætla að troða illsakar við oss og skulum vér nú inn ganga allir.“

Þeir gera nú svo. Ásgrímur lét sópa húsin og tjalda og setja borð og bera á mat. Hann lét setja forsæti með endilöngum bekkjunum um alla stofuna.

Flosi reið í tún og bað menn stíga af hestum og ganga inn. Þeir gerðu svo. Þeir Flosi komu í stofuna. Ásgrímur sat á palli. Flosi leit á bekkina og sá að allt var reiðubúið það er menn þurftu að hafa.

Ásgrímur kvaddi þá ekki en mælti til Flosa: „Því eru borð sett að heimull er matur þeim er hafa þurfa.“

Flosi gengur undir borðið og allir menn hans en lögðu vopn sín upp að þili. Þeir sátu á forsætum er eigi máttu uppi sitja á bekkjunum en fjórir menn stóðu með vopnum fyrir framan þar sem Flosi sat meðan þeir mötuðust. Ásgrímur þagði um matmálið og var svo rauður á að sjá sem blóð. En er þeir voru mettir báru konur af borðunum en sumar báru innar handlaugar. Flosi fór að engu óðara en heima. Bolöx lá í pallshorninu. Ásgrímur tók hana tveim höndum og hljóp upp á pallsstokkinn og hjó til höfuðs Flosa. Glúmur Hildisson gat séð tilræðið og hljóp upp þegar og gat tekið öxina fyrir framan hendur Ásgrími og sneri þegar egginni að Ásgrími því að Glúmur var rammur að afli. Þá hljópu upp miklu fleiri menn og tóku Ásgrím en Flosi kvað engan mann Ásgrími mein gera „því að vér gerðum honum ofraun en hann gerði það eina að er hann átti og sýndi hann það að hann var ofurhugi.“

Flosi mælti til Ásgríms: „Hér munum vér nú skiljast og finnast á þingi og taka þar til óspilltra málanna.“

„Svo mun vera,“ segir Ásgrímur, „og mundi eg það vilja, um það er þessu þingi er lokið, að þér færuð lægra.“

Flosi svaraði engu. Gengu þeir þá út og stigu á hesta sína og riðu í braut.

Þeir riðu þar til er þeir komu til Laugarvatns og voru þar um nóttina. En um morguninn riðu þeir fram á Beitivöllum og áðu þar. Þar riðu að þeim flokkar margir. Var þar Hallur af Síðu og allir Austfirðingar. Flosi fagnaði þeim vel og sagði þeim frá ferðum sínum og viðskiptum þeirra Ásgríms. Margir lofuðu þetta og sögðu slíkt rösklega gert vera.

Þá mælti Hallur: „Þetta líst mér annan veg en yður því að þetta þykir mér óviturlegt bragð. Mundu þeir þó muna harmsakir sínar þótt væri eigi af nýju á minntir en þeim mönnum er allvant um er svo þunglega leita annarra.“

Fannst það á Halli að honum þótti þetta ofgert.

Þeir riðu þaðan allir saman þar til er þeir komu á Völlu hina efri og fylktu þar liði sínu og riðu á þing ofan. Flosi hafði látið tjalda Byrgisbúð áður hann riði til þings en Austfirðingar riðu til sinna búða.


Tilvísanir

  1. þessir menn fara með hlátri: "Not laughing when the vengeance obligation hangs over you is a saga trope, but probably mirrors a ritualized propriety, indicating that the unfulfilled obligation is still in the mind of the avenger, also serving as a kind of mourning 'dress'." Miller, William Ian. Preparation for the Next Althing: Chapters 132–7 (s. 257).

Links

Personal tools