Njála, 118

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 118

NJAL AND SKARPHEDINN TALK TOGETHER.


Now, we must say how Njal said to Skarphedinn.

"What plan have ye laid down for yourselves, thou and thy brothers and Kari?"

"Little reck we of dreams in most matters," said Skarphedinn; "but if thou must know, we shall ride to Tongue to Asgrim Ellidagrim's son, and thence to the Thing; but, what meanest thou to do about thine own journey, father?"

"I shall ride to the Thing," says Njal, "for it belongs to my honour not to be severed from your suit so long as I live. I ween that many men will have good words to say of me, and so I shall stand you in good stead, and do you no harm."

There, too, was Thorhall Asgrim's son, and Njal's fosterson. The sons of Njal laughed at him because he was clad in a coat of russet, and asked how long he meant to wear that?

"I shall have thrown it off," he said, "when I have to follow up the blood-feud for my foster-father."

"There will ever be most good in thee," said Njal, "when there is most need of it."

So they all busked them to ride away from home, and were nigh thirty men in all, and rode till they came to Thursowater. Then came after them Njal's kinsmen, Thorleif Crow, and Thorgrim the Big; they were Holt-Thorir's sons, and offered their help and following to Njal's sons, and they took that gladly.

So they rode altogether across Thursowater, until they came on Laxwater bank, and took a rest and baited their horses there, and there Hjallti Skeggi's son came to meet them, and Njal's sons fell to talking with him, and they talked long and low.

"Now, I will show," said Hjallti, "that I am not blackhearted; Njal has asked me for help, and I have agreed to it, and given my word to aid him; he has often given me and many others the worth of it in cunning counsel."

Hjallti tells Njal all about Flosi's doings. They sent Thorhall on to Tongue to tell Asgrim that they would be there that evening; and Asgrim made ready at once, and was out of doors to meet them when Njal rode into the town."

Njal was clad in a blue cape, and had a felt hat on his head, and a small axe in his hand. Asgrim helped Njal off his horse, and led him and sate him down in his own seat. After that they all went in, Njal's sons and Kari. Then Asgrim went out.

Hjallti wished to turn away, and thought there were too many there; but Asgrim caught hold of his reins, and said he should never have his way in riding off, and made men unsaddle their horses, and led Hjallti in and sate him down by Njal's side; but Thorleif and his brother sat on the other bench and their men with them.

Asgrim sate him down on a stool before Njal, and asked, "What says thy heart about our matter?"

"It speaks rather heavily," says Njal, "for I am afraid that we shall have no lucky men with us in the suit; but I would, friend, that thou shouldest send after all the men who belong to thy Thing, and ride to the Althing with me."

"I have always meant to do that," says Asgrim; "and this I will promise thee at the same time, that I will never leave thy cause while I can get any men to follow me."

But all those who were in the house thanked him, and said that was bravely spoken. They were there that night, but the day after all Asgrim's band came thither.

And after that they all rode together till they come up on the Thing-field, and fit up their booths.

References


Kafli 118

Njáll mælti við Skarphéðin: „Hverja ráðagerð hafið þér nú fyrir yður bræður og Kári?“

Skarphéðinn mælti: „Lítt rekjum vér drauma til flestra hluta. En þér til að segja þá munum vér ríða í Tungu til Ásgríms Elliða-Grímssonar og þaðan til þings. En hvað ætlar þú um ferð þína, faðir?“

Njáll svaraði: „Ríða mun eg til þings því að það er sómi minn að skiljast eigi við yðvart mál meðan eg lifi. Væntir mig þess að margir verpi þar góðum orðum á mig og njótið þér mín en gjaldið hvergi.“

Þar var Þórhallur Ásgrímsson fóstri Njáls. Þeir Njálssynir hlógu að honum er hann var í kasti mórendu og spurðu hve lengi hann ætlaði að hafa það.

Hann svaraði: „Kastað skal eg því hafa þá er eg á að mæla eftir fóstra minn.“

Njáll mælti: „Þá muntu best gefast er mest liggur við.“

Þeir bjuggust allir heiman þaðan og voru nær þrír tigir manna og riðu þar til er þeir komu til Þjórsár. Þá komu þeir eftir frændur Njáls, Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli. Þeir voru synir Holta-Þóris og buðu lið sitt Njálssonum og atgöngu og þeir þágu það. Ríða þá allir saman yfir Þjórsá og þar til er þeir komu á Laxárbakka og kom þar til móts við þá Hjalti Skeggjason og tóku þeir Njáll tal með sér og töluðu lengi hljótt.

Hjalti mælti: „Það mun eg sýna jafnan að eg er ekki myrkur í skapi. Njáll hefir beðið mig liðveislu. Hefi eg og í gengið og heitið honum og mínu liðsinni. Hefir hann áður selt mér laun og mörgum öðrum í heilræðum sínum.“

Hjalti segir Njáli allt um ferðir Flosa.

Þeir sendu Þórhall í Tungu fyrir að segja Ásgrími að þeir mundu þangað um kveldið. Ásgrímur bjóst þegar við og var úti er Njáll reið inn tún. Njáll var í blárri kápu og hafði þófahött á höfði og taparöxi í hendi.

Ásgrímur tók Njál af hesti og bar hann inn og setti í hásæti. Síðan gengu þeir inn allir Njálssynir og Kári. Ásgrímur gekk þá út. Hjalti vildi snúa í braut og þótti þar of margt vera. Ásgrímur tók í taumana og kvað hann eigi skyldu ná í braut að ríða og lét taka af hestum þeirra og fylgdi Hjalta inn og setti hann hjá Njáli en þeir Þorleifur sátu á annan bekk og menn þeirra.

Ásgrímur settist á stól fyrir Njál og spurði: „Hversu segir þér hugur um mál vor?“

Njáll svarar: „Heldur þunglega því að mig uggir að hér muni eigi gæfumenn í hlut eiga.“ Njáll mælti: „Sendu eftir öllum þingmönnum þínum og ríðið til þings með mér.“

„Það hefi eg ætlað,“ segir Ásgrímur, „og því mun eg heita þér með að úr yðrum málum mun eg aldrei ganga meðan eg fæ nokkura menn með mér.“

En allir þökkuðu honum þeir er inni voru og kváðu slíkt drengilega mælt.

Þar voru þeir um nóttina en um daginn eftir kom þar allt lið Ásgríms. Síðan ríða þeir allir saman þar til er þeir koma á þing upp og tjalda búðir sínar.


Tilvísanir

Links

Personal tools