Njála, 156

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 156

OF SIGNS AND WONDERS.


It so happened one night that a great din passed over Brodir and his men, so that they all woke, and sprang up and put on their clothes.

Along with that came a shower of boiling blood.

Then they covered themselves with their shields, but for all that many were scalded.

This wonder lasted all till day, and a man had died on board every ship.

Then they slept during the day, but the second night there was again a din, and again they all sprang up. Then swords leapt out of their sheaths, and axes and spears flew about in the air and fought.

The weapons pressed them so hard that they had to shield themselves, but still many were wounded, and again a man died out of every ship.

This wonder lasted all till day.

Then they slept again the day after.

But the third night there was a din of the same kind, and then ravens flew at them, and it seemed to them as though their beaks and claws were of iron.

The ravens pressed them so hard that they had to keep them off with their swords, and covered themselves with their shields, and so this went on again till day, and then another man had died in every ship.

Then they went to sleep first of all, but when Brodir woke up, he drew his breath painfully, and bade them put off the boat. "For," he said, "I will go to see Ospak."

Then he got into the boat and some men with him, but when he found Ospak he told him of the wonders which had befallen them, and bade him say what he thought they bodcd.

Ospak would not tell him before he pledged him peace, and Brodir promised him peace, but Ospak still shrank from telling him till night fell.

Then Ospak spoke and said, "When blood rained on you, therefore shall ye shed many men's blood, both of your own and others. But when ye heard a great din, then ye must have been shown the crack of doom, and ye shall all die speedily. But when weapons fought against you, that must forebode a battle; but when ravens pressed you, that marks the devils which ye put faith in, and who will drag you all down to the pains of hell."

Then Brodir was so wroth that he could answer never a word, but he went at once to his men, and made them lay his ships in a line across the sound, and moor them by bearing their cables on shore at either end of the line, and meant to slay them all next morning.

Ospak saw all their plan, and then he vowed to take the true faith, and to go to King Brian, and follow him till his death- day.

Then he took that counsel to lay his ships in a line, and punt them along the shore with poles, and cut the cables of Brodir's ships. Then the ships of Brodir's men began to fall aboard of one another when they were all fast asleep; and so Ospak and his men got out of the firth, and so west to Ireland, and came to Connaught.

Then Ospak told King Brian all that he had learnt, and took baptism, and gave himself over into the king's hand.

After that King Brian made them gather force over all his realm, and the whole host was to come to Dublin in the week before Palm Sunday.

References


Kafli 156

Það bar við eina nótt að gnýr mikill kom yfir þá Bróður svo að þeir vöknuðu allir og spruttu upp og fóru í klæði sín. Þar með rigndi á þá blóði vellanda. Hlífðu þeir sér þá með skjöldum og brunnu þó margir. Undur þetta hélst allt til dags. Maður hafði látist af hverju skipi. Sváfu þeir þá um daginn.

Aðra nótt varð enn gnýr og spruttu þá enn allir upp. Þá renndu sverð úr slíðrum en öxar og spjót flugu í loft upp og börðust. Sóttu þá vopnin svo fast að þeim að þeir urðu að hlífa sér og urðu þó margir sárir en dó maður af hverju skipi. Hélst undur þetta allt til dags. Sváfu þeir þá enn um daginn eftir.

Þriðju nótt varð gnýr með sama hætti. Þá flugu að þeim hrafnar og sýndist þeim úr járni nefin og klærnar. Hrafnarnir sóttu þá svo fast að þeir urðu að verja sig með sverðum en hlífðu sér með skjöldum. Gekk þessu enn til dags. Þá hafði enn látist maður af hverju skipi. Þeir sváfu þá enn fyrst.

En er Bróðir vaknaði varp hann mæðilega öndunni og bað skjóta utan báti „því að eg vil finna Óspak.“ Steig hann þá í bátinn og nokkurir menn með honum. En er hann fann Óspak sagði hann honum undur þau er fyrir þá hafði borið og bað hann segja sér fyrir hverju vera mundi. Óspakur vildi eigi segja honum fyrr en hann seldi honum grið. Bróðir hét honum griðum en Óspakur dró þó undan allt til nætur.

Óspakur mælti þá: „Þar sem blóði rigndi á yður þar munuð þér hella út margs manns blóði, bæði yðru og annarra. En þar sem þér heyrðuð gný mikinn þar mun yður sýndur heimsbrestur og munuð þér deyja allir brátt. En þar er vopnin sóttu að yður, það mun vera fyrir orustu. En þar sem hrafnar sóttu að yður, það merkir djöfla þá er þér trúið á og yður munu draga til helvítis kvala.“

Bróðir var þá svo reiður að hann mátti engu svara og fór þegar til manna sinna og lét þekja sundið allt með skipum og bera strengi á land og ætlaði að drepa þá alla eftir um morguninn. Óspakur sá ráðagerð þeirra alla. Þá hét hann að taka trú og fara til Bríans konungs og fylgja honum til dauðadags. Hann lét þá það ráðs taka að þekja öll skipin og forka með landinu og höggva strengi þeirra Bróður. Tók þá að reiða saman skipin en þeir voru sofnaðir.

Þeir Óspakur fóru þá út úr firðinum og svo vestur til Írlands og komu til Kantaraborgar. Sagði Óspakur þá Bríani konungi allt það er hann var vís orðinn og tók skírn og fal sig konungi á hendi.

Síðan lét Brían konungur safna liði um allt ríki sitt og skyldi kominn herinn allur til Dyflinnar í vikunni pálmdrottinsdag.


Tilvísanir

Links

Personal tools