Njála, 072

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 72

That token happened as Gunnar and his brother rode up towards Rangriver, that much blood burst out on the bill.

Kolskegg asked what that might mean.

Gunnar says, "If such tokens took place in other lands, it was called 'wound-drops,' and Master Oliver told me also that this only happened before great fights."

So they rode on till they saw men sitting by the river on the other side, and they had tethered their horses.

Gunnar said, "Now we have an ambush."

Kolskegg answered, "Long have they been faithless; but what is best to be done now?"

"We will gallop up alongside them to the ford," says Gunnar, "and there make ready for them."

The others saw that and turned at once towards them.

Gunnar strings his bow, and takes his arrows and throws them on the ground before him, and shoots as soon as ever they come within shot; by that Gunnar wounded many men, but some he slew.

Then Thorgeir Otkell's son spoke and said, "This is no use; let us make for him as hard as we can."

They did so, and first went Aunund the Fair, Thorgeir's kinsman. Gunnar hurled the bill at him, and it fell on his shield and clove it in twain, but the bill rushed through Aunund. Augmund Shockhead rushed at Gunnar behind his back. Kolskegg saw that and cut off at once both Augmund's legs from under him, and hurled him out into Rangriver, and he was drowned there and then.

Then a hard battle arose; Gunnar cut with one hand and thrust with the other. Kolskegg slew some men and wounded many.

Thorgeir Starkad's son called out to his namesake, "It looks very little as though thou hadst a father to avenge."

"True it is," he answers, "that I do not make much way, but yet thou hast not followed in my footsteps; still I will not bear thy reproaches."

With that he rushes at Gunnar in great wrath, and thrust his spear through his shield, and so on through his arm.

Gunnar gave the shield such a sharp twist that the spearhead broke short off at the socket. Gunnar sees that another man was come within reach of his sword, and he smites at him and deals him his death-blow. After that, he clutches his bill with both hands; just then, Thorgeir Otkell's son had come near him with a drawn sword, and Gunnar turns on him in great wrath, and drives the bill through him, and lifts him up aloft, and casts him out into Rangriver, and he drifts down towards the ford, and stuck fast there on a stone; and the name of that ford has since been Thorgeir's ford.

Then Thorgeir Starkad's son said, "Let us fly now; no victory will be fated to us this time."

So they all turned and fled from the field.

"Let us follow them up now," says Kolskegg "and take thou thy bow and arrows, and thou wilt come within bowshot of Thorgeir Starkad's son."

Then Gunnar sang a song:

"Reaver of rich river-treasure, Plundered will our purses be, Though to-day we wound no other Warriors wight in play of spears Aye, if I for all these sailors Lowly lying, fines must pay-- This is why I hold my hand, Hearken, brother dear, to me."

"Our purses will be emptied," says Gunnar, "by the time that these are atoned for who now lie here dead."

"Thou wilt never lack money," says Kolskegg; "but Thorgeir will never leave off before he compasses thy death."

Gunnar sang another song:

"Lord of water-skates that skim Sea-king's fields, more good as he, Shedding wounds' red stream, must stand In my way ere I shall wince. I, the golden armlets' warder, Snakelike twined around my wrist, Ne'er shall shun a foeman's faulchion Flashing bright in din of fight."

"He, and a few more as good as he," says Gunnar, "must stand in my path ere I am afraid of them."

After that they ride home and tell the tidings. Hallgerda was well pleased to hear them, and praised the deed much.[1]

Rannveig said, "May be the deed is good; but somehow," she says, "I feel too downcast about it to think that good can come of it."

References

  1. praised the deed much: "she does not love or value him for himself, but for the unflinchingly heroic, vengeance-seeking side of his nature. Unfortunately for their marriage, there is more to Gunnarr than that." Cook, Robert. Gunnarr and Hallgerðr : A failed romance (p. 24)

Kafli 72

Sá atburður varð er þeir Gunnar riðu neðan að Rangá að blóð mikið kom á atgeirinn. Kolskeggur spurði hví það mundi sæta.

Gunnar svaraði ef slíkir atburðir yrðu að það kallaðist í öðrum löndum benrögn „og sagði svo Ölvir bóndi að það væri fyrir stórfundum.“

Síðan riðu þeir til þess er þeir sáu mennina við ána sitja og höfðu bundið hesta sína.

Gunnar mælti: „Fyrirsát er nú.“

Kolskeggur svaraði: „Lengi hafa þeir ótrúlegir verið eða hvað skal nú til ráða taka?“

„Hleypa skulum við upp hjá þeim,“ segir Gunnar, „til vaðsins og búast þar við.“

Hinir snúa þegar að þeim. Gunnar bendir upp bogann og tekur örvarnar og steypir niður fyrir sig og skýtur þegar er þeir komu í skotfæri, særði við það mjög marga menn en drap suma.

Þá mælti Þorgeir Otkelsson: „Þetta dugir oss ekki, göngum að sem harðast.“

Þeir gerðu svo. Fyrst gekk Önundur fagri, frændi Þorgeirs. Gunnar skaut atgeirinum til hans og kom á skjöldinn og klofnaði hann í þrjá hluta en atgeirinn hljóp í gegnum Önund. Ögmundur flóki hljóp að baki Gunnari. Kolskeggur sá það og hjó þegar undan Ögmundi báða fætur og hratt honum út á Rangá og drukknaði hann þegar. Gerðist þá bardagi harður. Hjó Gunnar annarri hendi en lagði annarri. Kolskeggur vó drjúgan menn en særði marga.

Þorgeir Starkaðarson mælti til nafna síns: „Alllítt sér það á að þú eigir föður þíns að hefna.“

Hann svarar: „Víst er eigi vel fram gengið en þó hefir þú eigi gengið mér í spor enda skal eg eigi þola þín frýjuorð,“ hleypur að Gunnari af mikilli reiði og lagði í gegnum skjöldinn og svo í gegnum höndina. Gunnar snaraði svo hart skjöldinn að spjótið brotnaði í falnum. Gunnar sér annan mann kominn í höggfæri við sig og höggur þann banahöggvi. Eftir það þrífur hann atgeirinn tveim höndum. Þá var Þorgeir Otkelsson kominn nær honum með reiddu sverði. Gunnar snýr að honum með mikilli reiði og rekur í gegnum hann atgeirinn og bregður honum á loft og keyrir hann út á Rangá. Og rekur hann ofan á vaðið og festi þar á steini einum og heitir þar síðan Þorgeirsvað.

Þorgeir Starkaðarson mælti: „Flýjum vér nú, ekki mun oss sigurs verða auðið að svo búnu.“

Sneru þeir þá allir í frá.

„Sækjum við nú eftir þeim,“ segir Kolskeggur, „og taktu bogann og örvarnar og muntu komast í skotfæri við Þorgeir Starkaðarson.“

Gunnar kvað vísu:


21. Munu, elds beiðir, eyðast,

ár, fésjóðar vorir,

geig þó að gervim eigi

geirleiks stöfum fleirum,

enn ef eg skal runna

unnviggs, þá er hér liggja,

mín nem þú mál og greinir

mætur, gjörvalla bæta.

Gunnar svaraði: „Eyðast munu fésjóðarnir um það er þessir eru bættir er hér liggja nú dauðir.“

„Ekki mun þér féfátt verða,“ sagði Kolskeggur, „en Þorgeir mun eigi fyrr af láta en hann ræður þér bana.“

Gunnar kvað vísu:


22. Ullur, mun, Ekkils vallar

andurs, nokkurir standa

jafnir unda stefni

á Rínar veg mínum

áður gnýjarðar girðis

græðendur munu hræðast

geisla, gljúfra fösla

gætir fagrasætis.


„Standa munu nokkurir hans makar á götu minni áður en eg hræðist þá,“ segir Gunnar.

Síðan ríða þeir heim og segja tíðindin. Hallgerður fagnaði þessum tíðindum og lofaði mjög verkið.[1]

Rannveig mælti: „Vera má að gott sé verkið en verra verður mér við,“ segir hún, „en eg ætli að gott muni af leiða.“

Tilvísanir

  1. lofaði mjög verkið: "she does not love or value him for himself, but for the unflinchingly heroic, vengeance-seeking side of his nature. Unfortunately for their marriage, there is more to Gunnarr than that." Cook, Robert. Gunnarr and Hallgerðr : A failed romance (s. 24)

Links