Njála, 093

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 93

Kettle of the Mark had to wife Thorgerda Njal's daughter, but he was Thrain's brother, and he thought he was come into a strait, so he rode to Njal's house, and asked whether he were willing to atone in any way for Thrain's slaying?

"I will atone for it handsomely," answered Njal; "and my wish is that thou shouldst look after the matter with thy brothers who have to take the price of the atonement, that they may be ready to join in it."

Kettle said he would do so with all his heart, and Kettle rode home first; a little after, he summoned all his brothers to Lithend, and then he had a talk with them; and Hogni was on his side all through the talk; and so it came about that men were chosen to utter the award; and a meeting was agreed on, and the fair price of a man was awarded for Thrain's slaying, and they all had a share in the blood-money who had a lawful right to it. After that pledges of peace and good faith were agreed to, and they were settled in the most sure and binding way.

Njal paid down all the money out of hand well and bravely; and so things were quiet for a while.

One day Njal rode up into the Mark, and he and Kettle talked together the whole day; Njal rode home at even, and no man knew of what they had taken counsel.

A little after Kettle fares to Gritwater, and he said to Thorgerda, "Long have I loved my brother Thrain much, and now I will shew it, for I will ask Hauskuld Thrain's son to be my foster-child."

"Thou shalt have thy choice of this," she says; "and thou shalt give this lad all the help in thy power when he is grown up, and avenge him if he is slain with weapons, and bestow money on him for his wife's dower; and besides, thou shalt swear to do all this."

Now Hauskuld fares home with Kettle, and is with him some time.

References


Kafli 93

Ketill úr Mörk átti Þorgerði dóttur Njáls en var bróðir Þráins og þóttist hann vant við kominn og reið til Njáls og spurði hvort hann vildi nokkuð bæta víg Þráins.

Njáll svaraði: „Bæta vil eg svo að vel sé. Og vil eg að þú leitir þessa við bræður þína þá er bætur eiga að taka að þeir taki sættum.“

Ketill kvaðst það vilja gera gjarna.

Ketill reið heim fyrst. Litlu síðar stefndi hann öllum bræðrum sínum til Hlíðarenda. Tekur hann þar umræðu við þá og var Högni með honum í allri umræðu og kom svo að menn voru til gerðar teknir og lagður til fundur og voru ger manngjöld fyrir víg Þráins og tóku þeir allir við bótum sem lög stóðu til. Síðan var mælt fyrir tryggðum og búið um sem trúlegast. Greiddi Njáll fé allt af hendi vel og skörulega. Var þá kyrrt um stund.

Einhverju sinni reið Njáll upp í Mörk og töluðu þeir Ketill allan dag. Reið Njáll heim um kveldið og vissi engi maður hvað í ráðagerð hafði verið.

Ketill fer til Grjótár. Hann mælti til Þorgerðar: „Lengi hefi eg mikið unnt Þráni bróður mínum. Mun eg það nú sýna því að eg vil bjóða Höskuldi til fósturs syni Þráins.“

„Gera skal þér kost á þessu,“ segir hún. „Þú skalt veita þessum sveini allt það er þú mátt þá er hann er roskinn og hefna hans ef hann er með vopnum veginn og leggja fé til kvonarmundar honum og skaltu þó sverja það.“

Hann játtaði þessu öllu. Fer Höskuldur nú heim með Katli og er með honum nokkura hríð.


Tilvísanir

Links