Njála, 090

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 90

That summer Kari and Njal's sons busked them for Iceland, and when they were "all-boun" they went to see the earl. The earl gave them good gifts, and they parted with great friendship.

Now they put to sea and have a short passage, and they got a fine fair breeze, and made the land at Eyrar. Then they got them horses and ride from the ship to Bergthorsknoll, but when they came home all men were glad to see them. They flitted home their goods and laid up the ship, and Kari was there that winter with Njal.

But the spring after, Kari asked for Njal's daughter, Helga, to wife, and Helgi and Grim backed his suit; and so the end of it was that she was betrothed to Kari and the day for the wedding- feast was fixed, and the feast was held half a month before mid-summer, and they were that winter with Njal.

Then Kari bought him land at Dyrholms, east away by Mydale, and set up a farm there; they put in there a grieve and housekeeper to see after the farm, but they themselves were ever with Njal.

References


Kafli 90

Það sumar bjuggust þeir Kári og Njálssynir til Íslands. Og þá er þeir voru albúnir gengu þeir á fund jarls. Jarl gaf þeim góðar gjafir og skildu þeir með mikilli vináttu.

Láta þeir nú í haf. Þeir hafa útivistir skammar og gaf þeim vel byri og komu við Eyrar. Þeir fengu sér hesta og ríða frá skipi og riðu til Bergþórshvols. En er þeir komu heim urðu allir menn þeim fegnir. Þeir fluttu heim fé sitt og réðu skipi til hlunns.

Þar var Kári þann vetur með Njáli.

En um vorið bað Kári Helgu dóttur Njáls og fluttu þeir Grímur og Helgi með honum og lauk svo að hún var föstnuð Kára og var ákveðin brúðlaupsstefna og var boðið hálfum mánuði fyrir mitt sumar og voru þau þann vetur með Njáli. Þá keypti Kári land að Dyrhólmum austur í Mýdal og gerði þar bú. Þau fengu þar fyrir ráðamann en þau voru með Njáli jafnan.


Tilvísanir

Links