Njála, 126

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 126

Flosi busked him from the east when two months were still to winter, and summoned to him all his men who had promised him help and company. Each of them had two horses and good weapons, and they all came to Swinefell, and were there that night.

Flosi made them say prayers betimes on the Lord's day, and afterwards they sate down to meat. He spoke to his household, and told them what work each was to do while he was away. After that he went to his horses.

Flosi and his men rode first west on the Sand. Flosi bade them not to ride too hard at first; but said they would do well enough at that pace, and he bade all to wait for the others if any of them had need to stop. They rode west to Woodcombe, and came to Kirkby. Flosi there bade all men to come into the church, and pray to God, and men did so.

After that they mounted their horses, and rode on the fell, and so to Fishwaters, and rode a little to the west of the lakes, and so struck down west on to the Sand (2). Then they left Eyjafell Jokul on their left hand, and so came down into Godaland, and so on to Markfleet, and came about nones (3) on the second day of the week to Threecorner ridge, and waited till mid-even. Then all had came thither save Ingialld of the Springs.

The sons of Sigfus spoke much ill of him, but Flosi bade them not blame Ingialld when he was not by, "But we will pay him for this hereafter."


References


Kafli 126

Flosi bjó sig austan þá er tveir mánuðir voru til vetrar og stefndi til sín öllum sínum mönnum þeim sem honum höfðu liði og ferð heitið. Hver þeirra hafði tvo hesta og góð vopn. Þeir komu allir til Svínafells og voru þar um nóttina. Flosi lét snemma veita sér tíðir drottinsdaginn en síðan gekk hann til borðs. Hann sagði fyrir öllum heimamönnum sínum hvað hvergi skyldi starfa meðan hann væri í brautu. Síðan gekk hann til hesta sinna.

Þeir Flosi riðu fyrst vestur á sand. Flosi bað þá fyrst ekki allákaft ríða og kvað þó hinn veg lúka mundu. Hann bað alla bíða ef nokkur þyrfti að dveljast. Þeir riðu vestur til Skógahverfis og komu í Kirkjubæ. Flosi bað alla menn koma til kirkju og biðjast fyrir. Menn gerðu svo.

Síðan stigu þeir á hesta sína og riðu á fjall og svo til Fiskivatna og riðu nokkuru fyrir vestan vötnin og stefndu svo vestur á sandinn. Létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér og svo ofan í Goðaland og svo til Markarfljóts og komu um nónskeið annan dag vikunnar á Þríhyrningshálsa og biðu til miðs aftans.

Komu þar þá allir nema Ingjaldur frá Keldum. Sigfússynir töldu á hann mjög en Flosi bað þá ekki ámæla Ingjaldi meðan hann væri eigi hjá „en þó skulum vér gjalda honum síðar.“Tilvísanir

Links

Personal tools