Njála, 131

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 131

OF KARI SOLMUND'S SON.


Now it is to be told of Kari Solmund's son that he fared away from that hollow in which he had rested himself until he met Bard, and those words passed between them which Geirmund had told.

Thence Kari rode to Mord, and told him the tidings, and he was greatly grieved.

Kari said there were other things more befitting a man than to weep for them dead, and bade him rather gather folk and come to Holtford.

After that he rode into Thurso-dale to Hjallti Skeggi's son, and as he went along Thurso water, he sees a man riding fast behind him. Kari waited for the man, and knows that he was Ingialld of the Springs. He sees that he is very bloody about the thigh; and Kari asked Ingialld who had wounded him, and he told him.

"Where met ye two?" says Kari.

"By Rangwater side," says Ingialld, "and he threw a spear over at me."

"Didst thou aught for it?" asks Kari.

"I threw the spear back," says Ingialld, "and they said that it met a man, and he was dead at once."

"Knowest thou not," said Kari, "who the man was?"

"Methought he was like Thorstein Flosi's brother's son," says Ingialld.

"Good luck go with thy hand," says Kari.

After that they rode both together to see Hjallti Skeggi's son, and told him the tidings. He took these deeds ill, and said there was the greatest need to ride after them and slay them all.

After that he gathered men and roused the whole country; now he and Kari and Ingialld ride with this band to meet Mord Valgard's son, and they found him at Holtford, and Mord was there waiting for them with a very great company. Then they parted the hue and cry; some fared the straight road by the east coast to Selialandsmull, but some went up to Fleetlithe, and other-some the higher road thence to Threecorner Ridge, and so down into Godaland. Thence they rode north to Sand. Some too rode as far as Fishwaters, and there turned back. Some the coast road east to Holt, and told Thorgeir the tidings, and asked whether they had not ridden by there.

"This is how it is," said Thorgeir, "though I am not a mighty chief, yet Flosi would take other counsel than to ride under my eyes, when he has slain Njal, my father's brother, and my cousins; and there is nothing left for any of you but e'en to turn back again, for ye should have hunted longer nearer home; but tell this to Kari, that he must ride hither to me and be here with me if he will; but though he will not come hither east, still I will look after his farm at Dyrholms if he will, but tell him too that I will stand by him and ride with him to the Althing. And he shall also know this, that we brothers are the next of kin to follow up the feud, and we mean so to take up the suit, that outlawry shall follow and after that revenge, man for man, if we can bring it about; but I do not go with you now, because I know naught will come of it, and they will now be as wary as they can of themselves."

Now they ride back, and all met at Hof and talked there among themselves, and said that they had gotten disgrace since they had not found them. Alord said that was not so. Then many men were eager that they should fare to Fleetlithe, and pull down the homesteads of all those who had been at those deeds, but still they listened for Mord's utterance.

"That," he said, "would be the greatest folly." They asked why he said that.

"Because," he said, "if their houses stand, they will be sure to visit them to see their wives; and then, as time rolls on, we may hunt them down there; and now ye shall none of you doubt that I will be true to thee Kari, and to all of you, and in all counsel, for I have to answer for myself."

Hjallti bade him do as he said. Then Hjallti bade Kari to come and stay with him, he said he would ride thither first. They told him what Thorgeir had offered him, and he said he would make use of that offer afterwards, but said his heart told him it would be well if there were many such.

After that the whole band broke up.

Flosi and his men saw all these tidings from where they were on the fell; and Flosi said, "Now we will take our horses and ride away, for now it will be some good."

The sons of Sigfus asked whether it would be worth while to get to their homes and tell the news.

"It must be Mord's meaning," says Flosi, "that ye will visit your wives; and my guess is, that his plan is to let your houses stand unsacked; but my plan is that not a man shall part from the other, but all ride east with me."

So every man took that counsel, and then they all rode east and north of the Jokul, and so on till they came to Swinefell.

Flosi sent at once men out to get in stores, so that nothing might fall short.

Folsi never spoke about the deed, but no fear was found in him,[1] and he was at home the whole winter till Yule was over.

References

  1. no fear was found in him: "He has both the fearlessness of a true warrior and a modest nature. It is unfortunate that this peaceful and honorable man was forced by circumstances into a disastrous choice." Cook, Robert. Heroism and heroes in Njáls saga (p. 84)

Kafli 131

Nú er að segja frá Kára að hann fór úr gróf þeirri er hann hafði hvílt sig þar til er hann mætti Bárði og fóru svo orð með þeim sem Geirmundur hafði sagt. Reið Kári þaðan til Marðar og sagði honum tíðindin. Hann harmaði mjög. Kári kvað þá annað karlmannlegra en gráta þá dauða og bað hann heldur safna liði og koma til Holtsvaðs.

Síðan reið hann í Þjórsárdal til Hjalta Skeggjasonar. Og þá er hann kom upp með Þjórsá sér hann mann ríða eftir sér hvatlega. Kári beið mannsins og kennir að þar var Ingjaldur frá Keldum. Hann sér að hann var alblóðugur um lærið. Kári spurði Ingjald hver hann hefði særðan en hann sagði.

„Hvar fundust þið?“ segir Kári.

„Við Rangá,“ segir Ingjaldur, „og skaut hann yfir ána til mín.“

„Gerðir þú nokkuð í móti?“ segir Kári.

„Aftur skaut eg spjótinu,“ segir Ingjaldur, „og sögðu þeir er maður yrði fyrir og var sá þegar dauður.“

„Vissir þú eigi,“ segir Kári, „hver fyrir varð?“

„Líkt þótti mér vera Þorsteini bróðursyni Flosa,“ segir Ingjaldur.

„Njóttu heill handa,“ segir Kári.

Síðan riðu báðir saman til móts við Hjalta Skeggjason og sögðu honum tíðindin.

Hann tók illa á verkum þessum og kvað hina mestu nauðsyn að ríða eftir þeim og drepa þá alla. Síðan safnaði hann liði og kveður upp almenning. Ríða þeir Kári nú við þetta lið til móts við Mörð Valgarðsson og fundust þeir við Holtsvað. Var Mörður þar fyrir allmiklu liði. Þá skiptu þeir leitinni. Fóru sumir hið fremra austur til Seljalandsmúla en sumir upp til Fljótshlíðar en sumir hið efra til Þríhyrningshálsa og svo ofan í Goðaland. Þaðan riðu þeir norður til sands en sumir til Fiskivatna og hurfu þar aftur, sumir hið fremra austur í Holt og sögðu Þorgeiri tíðindin og spurðu hvort þeir hefðu ekki þar um riðið.

Þorgeir mælti: „Þann veg er þótt eg sé ekki mikill höfðingi þá mun Flosi annað ráð taka en ríða fyrir augu mér þar sem hann hefir drepið Njál föðurbróður minn og bræðrunga mína. Og er yður engi annar á ger en snúa aftur því að þér munuð hafa leitað langt um skammt fram. En segið það Kára að hann ríði hingað til mín og veri hér með mér ef hann vill það. Segið honum og það að eg mun veita honum og ríða til alþingis. Mun hann og vita það að vér bræður erum aðilar um eftirmálið. Ætlum vér og svo að að ganga málinu að sektir skuli verða ef vér megum ráða og síðan mannhefndir. En eg fer af því hvergi nú með yður að eg veit að ekki mun gera og munu þeir vera sem varastir um sig.“

Ríða þeir nú aftur og fundust allir að Hofi og töluðu þar um með sér að þeir hefðu svívirðing af fengið er þeir höfðu eigi fundið þá. Mörður kvað það ekki vera. Þá eggjuðu margir að fara skyldi til Fljótshlíðar og taka upp bú þeirra allra er að þessum verkum höfðu verið en þó var því vikið til atkvæða Marðar. Hann kvað það vera hið mesta óráð. Þeir spurðu hví hann mælti það.

„Því,“ segir hann, „ef bú þeirra standa þá munu þeir vitja þeirra og kvenna sinna og mun þá þar mega veiða á, er stundir líða. Skuluð þér nú ekki efa yður að eg skal trúr Kára í öllum ráðum því að eg á fyrir sjálfan mig að svara.“

Hjalti bað hann svo gera sem hann hét. Þá bauð Hjalti Kára til sín. Hann kvaðst þangað mundu fyrst ríða. Þeir sögðu hvað Þorgeir hafði boðið honum en hann lét þess boðs síðar neyta skyldu en kvað sér vel hug um segja ef slíkir væru margir. Dreifðu þeir þá öllu liðinu.

Þeir Flosi sáu öll tíðindi þar sem þeir voru í fjallinu.

Flosi mælti: „Nú skulum vér taka hesta vora og ríða í braut því að nú mun oss það duga.“

Þeir Sigfússynir spurðu hvort þeim mundi duga að koma til búa sinna og segja fyrir.

„Það mun Mörður ætla,“ segir Flosi, „að þér munuð vitja kvenna yðvarra og er það geta mín að það sé ráð hans að standa skuli bú yður órænt. Og er þá það mitt ráð að engi skiljist við annan og ríði allir austur með mér.“

Tóku þeir það til ráðs allir. Riðu þeir þá allir austur og fyrir norðan jökul og svo uns þeir komu til Svínafells. Flosi sendi þegar menn að draga að föng svo að engan hlut skyldi skorta.

Flosi hældist aldrei um verk þetta enda fann engi hræðslu á honum.[1] Og var hann heima allan veturinn fram um jól.

Tilvísanir

  1. fann engi hræðslu á honum: "He has both the fearlessness of a true warrior and a modest nature. It is unfortunate that this peaceful and honorable man was forced by circumstances into a disastrous choice." Cook, Robert. Heroism and heroes in Njáls saga (s. 84)

Links