Njála, 083

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 83

Now it must be told how Njal's sons, Grim and Helgi, left Iceland the same summer that Thrain and his fellows went away; and in the ship with them were Olaf Kettle's son of Elda, and Bard the Black. They got so strong a wind from the north that they were driven south into the main; and so thick a mist came over them that they could not tell whither they were driving, and they were out a long while. At last they came to where was a great ground sea, and thought then they must be near land. So then Njal's sons asked Bard if he could tell at all to what land they were likely to be nearest.

"Many lands there are," said he, "which we might hit with the weather we have had--the Orkneys, or Scotland, or Ireland."

Two nights after, they saw land on both boards, and a great surf running up in the firth. They cast anchor outside the breakers, and the wind began to fall; and next morning it was calm. Then they see thirteen ships coming out to them.

Then Bard spoke and said, "What counsel shall we take now, for these men are going to make an onslaught on us?"

So they took counsel whether they should defend themselves or yield, but before they could make up their minds, the Vikings were upon them. Then each side asked the other their names, and what their leaders were called. So the leaders of the chapmen told their names, and asked back who led that host. One called himself Gritgard, and the other Snowcolf, sons of Moldan of Duncansby in Scotland, kinsmen of Malcolm the Scot king.

"And now," says Gritgard, "we have laid down two choices, one that ye go on shore, and we will take your goods; the other is, that we fall on you and slay every man that we can catch."

"The will of the chapmen," answers Helgi, "is to defend themselves."

But the chapmen called out, "Wretch that thou art to speak thus! What defence can we make? Lading is less than life."

But Grim, he fell upon a plan to shout out to the Vikings, and would not let them hear the bad choice of the chapmen.

Then Bard and Olaf said, "Think ye not that these Icelanders will make game of you sluggards; take rather your weapons and guard your goods."

So they all seized their weapons, and bound themselves, one with another, never to give up so long as they had strength to fight.

References


Kafli 83

Nú er þar til máls að taka að þeir Grímur og Helgi synir Njáls fóru af Íslandi það sumar sem þeir Þráinn fóru utan og voru á skipi með þeim Ólafi eldu Ketilssyni og Bárði. Þeir tóku norðanveður svo hörð að þá bar suður í haf og rak yfir myrkur svo mikið að þeir vissu eigi hvar þeir fóru og höfðu þeir útivist langa. Þá komu þeir þar er grunnsævi var mikið og þóttust þeir vita að það mundi vera nær löndum. Þeir Njálssynir spurðu ef Bárður vissi nokkuð til hverjum löndum þeir mundu næst vera.

„Mörg eru til,“ segir hann, „að því sem vér höfum veðurföll haft, Eyjar eða Skotland eða Írland.“

Tveim nóttum síðar sáu þeir lönd á bæði borð en boða mikinn inn á fjörðinn. Þeir köstuðu akkerum fyrir utan boðann. Þá tók að lægja veðrið en um morguninn var logn. Sjá þeir þá fara þrettán skip út að sér.

Þá mælti Bárður. „Hvað skal nú til ráða taka því að menn þessir munu veita oss aðsókn?“

Síðan ræddu þeir hvort þeir skyldu verja sig eða gefast upp en áður þeir höfðu ráðið komu að víkingar. Spurðu þá hvorir aðra að nöfnum, hvað fyrirmenn hétu. Þá nefndust fyrirmenn kaupmanna og spurðu í móti hverjir fyrir liði þeirra væru. Annar nefndist Grjótgarður en annar Snækólfur, synir Moldans úr Dungalsbæ í Skotlandi, frændur Melkólfs Skotakonungs „og eru kostir tveir af oss gervir,“ segir Grjótgarður, „að þér gangið á land en vér munum taka fé yðvart. Hinn er annar að vér munum sækja að yður og drepa hvern mann er vér fáum.“

Helgi svarar: „Það vilja kaupmenn að verja sig.“

Þá mæltu kaupmenn: „Mæl þú alls vesall. Hverja vörn munum vér veita? Og er fé fjörvi firra.“

Grímur tók það ráð að hann æpti á víkinga og lét þá eigi heyra illan kurr kaupmanna.

Bárður og Ólafur ræddu: „Hyggið þér eigi að Íslendingar muni gera spott að látum yðrum? Takið heldur vopn yður og verjið yður.“ Tóku þeir þá allir til vopna og festu það með sér að þeir skyldu aldrei upp gefast meðan þeir mættu verja sig.



Tilvísanir

Links