Njála, 138: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 138== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 138s== '''TITILL''' ÍSLENSKA ==Tilvísanir== <references /> ==Links== [[Cate...")
 
No edit summary
Line 12: Line 12:
<references />
<references />


==Kafli 138s==
==Kafli 138==


'''TITILL'''
Eyjólfur hét maður. Hann var Bölverksson, Eyjólfssonar hins grá úr Otradal, Þórðarsonar gellis, Óleifssonar feilans. Móðir Eyjólfs hins grá var Hróðný dóttir Miðfjarðar-Skeggja. Eyjólfur var virðingamaður mikill og allra manna lögkænastur svo að hann var hinn þriðji mestur lögmaður á Íslandi. Hann var allra manna fríðastur sýnum, mikill og sterkur og hið mesta höfðingjaefni. Hann var fégjarn sem aðrir frændur hans.
 
Flosi gekk einn dag til búðar Bjarna Brodd-Helgasonar. Bjarni tók við honum báðum höndum og settist Flosi niður hjá honum. Þeir töluðust margt við.
 
Flosi mælti þá til Bjarna: „Hvað skulum vér nú til ráða taka?“
 
Bjarni svaraði: „Eg ætla nú úr vöndu að ráða en það sýnist mér þó ráðlegast að biðja sér liðs því að þeir draga afla að yður. Eg vil og spyrja þig, Flosi, hvort nokkur er allmikill lögmaður í liði yðru því að yður eru tveir kostir til. Annar hvor að biðja sætta og er sá allgóður, en hinn annar að verja mál með lögum ef varnir verða til þótt það þyki með kappi að gengið. Þykir mér því þann verða upp að taka að þér hafið áður með ofstopa farið og samir nú eigi að þér minnkið yður.“
 
Flosi mælti: „Þar er þú spurðir eftir um lögmenn þá mun eg þér því skjótt svara að sá er engi í vorum flokki og engis veit eg von nema Þorkels Geitissonar frænda þíns.“
 
Bjarni mælti: „Ekki munum við hann telja. Þótt hann sé lögvitur þá er hann þó forsjáll mjög. Þarf það og engi maður sér að ætla að hafa hann að skotspæni en fylgja mun hann þér sem sá annar er best fylgir því að hann er ofurhugi. En eg mun segja þér að það verður þess manns bani er vörn færir fram fyrir brennumálið en eg ann eigi þess Þorkatli frænda mínum. Munuð þér því verða annars staðar á leita.“
 
Flosi kvaðst eigi vita skyn á hverjir lögmenn væru mestir.
 
Bjarni mælti: „Eyjólfur heitir maður og er Bölverksson. Hann er mestur lagamaður í Vestfirðingafjórðungi og mun honum þurfa að gefa til fé mikið ef honum skal verða komið í málið en þó munum vér ekki að því fara. Vér skulum og ganga með vopnum til allra lögskila og vera sem varastir um oss en ráða eigi á þá fyrr nema vér eigum hendur vorar að verja. Mun eg nú ganga með þér og fara í liðsbónina því að mér þykir sem nú muni eigi mega kyrru fyrir halda.“
 
Síðan gengu þeir út úr búðinni og til þeirra Öxfirðinga. Talar Bjarni þá við Lýting og Blæng og Hróa Arnsteinsson og fékk hann skjótt af þeim slíkt er hann beiddi.
 
Þeir fóru þá til fundar við Kol son Víga-Skútu og Eyvind Þorkelsson Áskelssonar goða og báðu þá liðveislu en þeir fóru lengi undan en þó kom svo að þeir tóku til þrjár merkur silfurs og gengu þá í málið með þeim.
 
Þeir gengu þá til Ljósvetningabúðar og dvöldust þar nokkura hríð. Flosi beiddi Ljósvetninga liðveislu en þeir voru erfiðir og torsóttir.
 
Flosi mælti þá með mikilli reiði: „Illa er yður farið. Þér eruð ágjarnir heima í héraði og ranglátir en viljið mönnum ekki að liði verða á þingum þótt menn þurfi þess við. Það mun og allmjög í brigslum haft við yður á þingum og yður til ámælis lagt ef þér munið eigi háðung þá og bityrði er Skarphéðinn hrakti yður Ljósvetninga.“
 
Í annan stað hafði hann við þá hljóðmæli og bauð þeim fé til liðveislu og gerðu sig þá svo örugga að þeir kváðust berjast skyldu með Flosa þótt þess þyrfti við.
 
Bjarni mælti þá til Flosa: „Vel er þér farið. Þú ert höfðingi mikill og röskur maður og einarður og skerð lítt af manni.“
 
Síðan fóru þeir í braut og vestur yfir ána og svo til Hlaðbúðar. Þeir sáu margt manna úti fyrir búðinni. Þar var einn maður sá er hafði skarlatsskikkju á herðum sér og gullhlað um höfuð og öxi silfurrekna í hendi.
 
Bjarni mælti: „Hér ber vel til. Hér er hann nú Eyjólfur Bölverksson ef þú vilt finna hann, Flosi.“
 
Síðan gengu þeir til móts við Eyjólf og kvöddu hann. Eyjólfur kenndi Bjarna þegar og tók honum vel. Bjarni tók í hönd Eyjólfi og leiddi hann upp í Almannagjá. Menn þeirra Bjarna og Flosa gengu eftir. Menn Eyjólfs gengu og með honum. Þeir báðu þá vera uppi á gjárbakkanum og sjást þaðan um.
 
Þeir Flosi gengu þar til er þeir koma þar er gatan liggur ofan af hinni efri gjánni. Flosi kvað þar gott að sitja og mega víða sjá. Þeir settust þá niður. Þeir voru þar fjórir menn saman og eigi fleiri.
 
Bjarni mælti þá til Eyjólfs: „Þig erum vér komnir að finna, vinur, því að vér þurfum mjög þinnar liðveislu í alla staði.“
 
Eyjólfur mælti: „Hér er nú gott mannval á þinginu og mun yður lítið fyrir að finna þá er yður er miklu meiri styrkur að en hér sem eg er.“
 
Bjarni mælti: „Það er ekki svo. Þú hefir marga þá hluti er engi er þér meiri maður hér á þinginu. Það fyrst að þú ert ættaður svo vel sem allir þeir menn er komnir eru frá Ragnari loðbrók. Hafa og foreldrar þínir jafnan í stórmælum staðið víða á þingum og heima í héraði og höfðu jafnan hinn meira hlut. Þykir oss því líklegt að þú munir sigursæll í málum sem frændur þínir.“
 
Eyjólfur mælti: „Vel mælir þú, Bjarni, en lítið ætla eg mig í þessu eiga.“
 
Flosi mælti þá: „Ekki þarf hér að munda til þess er oss er í hug. Liðveislu viljum vér þig biðja, Eyjólfur, að þú veitir oss að málum vorum og gangir að dómum með oss og takir varnir ef verða og færir fram fyrir vora hönd og veitir um alla hluti oss á þingi þessu þá er til kunnu falla.“
 
Eyjólfur spratt upp reiður og sagði svo að engi maður þurfi sér það að ætla að hafa hann að ginningarfífli eða forhleypi fyrir sér ef hann drægi ekki til.
 
„Eg sé nú og,“ segir hann, „hvað yður hefir gengið fagurmælis þess er þér höfðuð við mig.“
 
Hallbjörn hinn sterki þreif til hans og setti hann niður hjá sér í millum þeirra Bjarna og mælti: „Eigi fellur tré við hið fyrsta högg, vinur, og sit hér fyrst hjá oss.“
 
Flosi dró þá gullhring af hendi sér: „Þenna hring vil eg gefa þér, Eyjólfur, til vináttu og liðveislu og sýna þér svo að eg vil eigi ginna þig. Er þér fyrir því best að þiggja hringinn að engi er hér sá á þingi að eg hafi þvílíka gjöf gefið.“
 
Hringurinn var svo góður og vel ger að hann tók tólf hundruð mórend. Hallbjörn dró á hönd Eyjólfi hringinn.
 
Eyjólfur mælti: „Það er nú líkast að eg þiggi hringinn svo vel sem þér fer. Muntu til þess ætla mega að eg mun taka við vörn og gera að slíkt er þarf.“
 
Bjarni mælti: „Nú fer hvorumtveggja ykkrum vel. Eru menn hér nú vel til fallnir að vera vottarnir, þar sem við Hallbjörn erum, að þú takir við málinu.“
 
Stóð þá Eyjólfur upp og svo Flosi og tókust í hendur. Tók Eyjólfur þá öll varnargögn af Flosa og svo ef sakir nokkurar gerðust af vörninni því að það er oft annars máls vörn er annars er sókn. Þá tók hann þau öll sóknargögn er þessum sökum áttu að fylgja hvort sem sækja skyldi í fjórðungsdóm eða fimmtardóm. Flosi seldi að lögum en Eyjólfur tók að lögum.
 
Hann mælti þá til Flosa og Bjarna: „Nú hefi eg hér tekið við máli sem þér beidduð. Nú vil eg þó að þér leynið þessu fyrst. En ef málið kemur í fimmtardóm þá skuluð þér það mest varast að segja að þér hafið fé til gefið til liðveislunnar.“
 
Flosi gekk þá heim til búðar sinnar og Bjarni en Eyjólfur gekk til búðar Snorra goða og settist niður hjá honum. Þeir töluðust margt við. Snorri goði þreif til handarinnar Eyjólfi og fletti upp af erminni og sér að hann hafði gullhring mikinn á hendi.
 
Snorri goði mælti: „Hvort er þessi hringur keyptur eða gefinn?“
 
Eyjólfi fannst um fátt og varð orðfall.
 
Snorri mælti: „Eg skil gjörla að þú munt að gjöf þegið hafa og skyldi hringurinn eigi verða þér að höfuðsbana.“
 
Eyjólfur spratt upp og gekk í braut og vildi ekki um tala.
 
Snorri mælti er Eyjólfur stóð upp: „Það er líkara um það er þessu þingi er lokið að þú vitir hvað þú hefir þegið.“
 
Gekk Eyjólfur þá til búðar sinnar.


ÍSLENSKA





Revision as of 08:24, 25 June 2014


Chapter 138

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 138

Eyjólfur hét maður. Hann var Bölverksson, Eyjólfssonar hins grá úr Otradal, Þórðarsonar gellis, Óleifssonar feilans. Móðir Eyjólfs hins grá var Hróðný dóttir Miðfjarðar-Skeggja. Eyjólfur var virðingamaður mikill og allra manna lögkænastur svo að hann var hinn þriðji mestur lögmaður á Íslandi. Hann var allra manna fríðastur sýnum, mikill og sterkur og hið mesta höfðingjaefni. Hann var fégjarn sem aðrir frændur hans.

Flosi gekk einn dag til búðar Bjarna Brodd-Helgasonar. Bjarni tók við honum báðum höndum og settist Flosi niður hjá honum. Þeir töluðust margt við.

Flosi mælti þá til Bjarna: „Hvað skulum vér nú til ráða taka?“

Bjarni svaraði: „Eg ætla nú úr vöndu að ráða en það sýnist mér þó ráðlegast að biðja sér liðs því að þeir draga afla að yður. Eg vil og spyrja þig, Flosi, hvort nokkur er allmikill lögmaður í liði yðru því að yður eru tveir kostir til. Annar hvor að biðja sætta og er sá allgóður, en hinn annar að verja mál með lögum ef varnir verða til þótt það þyki með kappi að gengið. Þykir mér því þann verða upp að taka að þér hafið áður með ofstopa farið og samir nú eigi að þér minnkið yður.“

Flosi mælti: „Þar er þú spurðir eftir um lögmenn þá mun eg þér því skjótt svara að sá er engi í vorum flokki og engis veit eg von nema Þorkels Geitissonar frænda þíns.“

Bjarni mælti: „Ekki munum við hann telja. Þótt hann sé lögvitur þá er hann þó forsjáll mjög. Þarf það og engi maður sér að ætla að hafa hann að skotspæni en fylgja mun hann þér sem sá annar er best fylgir því að hann er ofurhugi. En eg mun segja þér að það verður þess manns bani er vörn færir fram fyrir brennumálið en eg ann eigi þess Þorkatli frænda mínum. Munuð þér því verða annars staðar á leita.“

Flosi kvaðst eigi vita skyn á hverjir lögmenn væru mestir.

Bjarni mælti: „Eyjólfur heitir maður og er Bölverksson. Hann er mestur lagamaður í Vestfirðingafjórðungi og mun honum þurfa að gefa til fé mikið ef honum skal verða komið í málið en þó munum vér ekki að því fara. Vér skulum og ganga með vopnum til allra lögskila og vera sem varastir um oss en ráða eigi á þá fyrr nema vér eigum hendur vorar að verja. Mun eg nú ganga með þér og fara í liðsbónina því að mér þykir sem nú muni eigi mega kyrru fyrir halda.“

Síðan gengu þeir út úr búðinni og til þeirra Öxfirðinga. Talar Bjarni þá við Lýting og Blæng og Hróa Arnsteinsson og fékk hann skjótt af þeim slíkt er hann beiddi.

Þeir fóru þá til fundar við Kol son Víga-Skútu og Eyvind Þorkelsson Áskelssonar goða og báðu þá liðveislu en þeir fóru lengi undan en þó kom svo að þeir tóku til þrjár merkur silfurs og gengu þá í málið með þeim.

Þeir gengu þá til Ljósvetningabúðar og dvöldust þar nokkura hríð. Flosi beiddi Ljósvetninga liðveislu en þeir voru erfiðir og torsóttir.

Flosi mælti þá með mikilli reiði: „Illa er yður farið. Þér eruð ágjarnir heima í héraði og ranglátir en viljið mönnum ekki að liði verða á þingum þótt menn þurfi þess við. Það mun og allmjög í brigslum haft við yður á þingum og yður til ámælis lagt ef þér munið eigi háðung þá og bityrði er Skarphéðinn hrakti yður Ljósvetninga.“

Í annan stað hafði hann við þá hljóðmæli og bauð þeim fé til liðveislu og gerðu sig þá svo örugga að þeir kváðust berjast skyldu með Flosa þótt þess þyrfti við.

Bjarni mælti þá til Flosa: „Vel er þér farið. Þú ert höfðingi mikill og röskur maður og einarður og skerð lítt af manni.“

Síðan fóru þeir í braut og vestur yfir ána og svo til Hlaðbúðar. Þeir sáu margt manna úti fyrir búðinni. Þar var einn maður sá er hafði skarlatsskikkju á herðum sér og gullhlað um höfuð og öxi silfurrekna í hendi.

Bjarni mælti: „Hér ber vel til. Hér er hann nú Eyjólfur Bölverksson ef þú vilt finna hann, Flosi.“

Síðan gengu þeir til móts við Eyjólf og kvöddu hann. Eyjólfur kenndi Bjarna þegar og tók honum vel. Bjarni tók í hönd Eyjólfi og leiddi hann upp í Almannagjá. Menn þeirra Bjarna og Flosa gengu eftir. Menn Eyjólfs gengu og með honum. Þeir báðu þá vera uppi á gjárbakkanum og sjást þaðan um.

Þeir Flosi gengu þar til er þeir koma þar er gatan liggur ofan af hinni efri gjánni. Flosi kvað þar gott að sitja og mega víða sjá. Þeir settust þá niður. Þeir voru þar fjórir menn saman og eigi fleiri.

Bjarni mælti þá til Eyjólfs: „Þig erum vér komnir að finna, vinur, því að vér þurfum mjög þinnar liðveislu í alla staði.“

Eyjólfur mælti: „Hér er nú gott mannval á þinginu og mun yður lítið fyrir að finna þá er yður er miklu meiri styrkur að en hér sem eg er.“

Bjarni mælti: „Það er ekki svo. Þú hefir marga þá hluti er engi er þér meiri maður hér á þinginu. Það fyrst að þú ert ættaður svo vel sem allir þeir menn er komnir eru frá Ragnari loðbrók. Hafa og foreldrar þínir jafnan í stórmælum staðið víða á þingum og heima í héraði og höfðu jafnan hinn meira hlut. Þykir oss því líklegt að þú munir sigursæll í málum sem frændur þínir.“

Eyjólfur mælti: „Vel mælir þú, Bjarni, en lítið ætla eg mig í þessu eiga.“

Flosi mælti þá: „Ekki þarf hér að munda til þess er oss er í hug. Liðveislu viljum vér þig biðja, Eyjólfur, að þú veitir oss að málum vorum og gangir að dómum með oss og takir varnir ef verða og færir fram fyrir vora hönd og veitir um alla hluti oss á þingi þessu þá er til kunnu falla.“

Eyjólfur spratt upp reiður og sagði svo að engi maður þurfi sér það að ætla að hafa hann að ginningarfífli eða forhleypi fyrir sér ef hann drægi ekki til.

„Eg sé nú og,“ segir hann, „hvað yður hefir gengið fagurmælis þess er þér höfðuð við mig.“

Hallbjörn hinn sterki þreif til hans og setti hann niður hjá sér í millum þeirra Bjarna og mælti: „Eigi fellur tré við hið fyrsta högg, vinur, og sit hér fyrst hjá oss.“

Flosi dró þá gullhring af hendi sér: „Þenna hring vil eg gefa þér, Eyjólfur, til vináttu og liðveislu og sýna þér svo að eg vil eigi ginna þig. Er þér fyrir því best að þiggja hringinn að engi er hér sá á þingi að eg hafi þvílíka gjöf gefið.“

Hringurinn var svo góður og vel ger að hann tók tólf hundruð mórend. Hallbjörn dró á hönd Eyjólfi hringinn.

Eyjólfur mælti: „Það er nú líkast að eg þiggi hringinn svo vel sem þér fer. Muntu til þess ætla mega að eg mun taka við vörn og gera að slíkt er þarf.“

Bjarni mælti: „Nú fer hvorumtveggja ykkrum vel. Eru menn hér nú vel til fallnir að vera vottarnir, þar sem við Hallbjörn erum, að þú takir við málinu.“

Stóð þá Eyjólfur upp og svo Flosi og tókust í hendur. Tók Eyjólfur þá öll varnargögn af Flosa og svo ef sakir nokkurar gerðust af vörninni því að það er oft annars máls vörn er annars er sókn. Þá tók hann þau öll sóknargögn er þessum sökum áttu að fylgja hvort sem sækja skyldi í fjórðungsdóm eða fimmtardóm. Flosi seldi að lögum en Eyjólfur tók að lögum.

Hann mælti þá til Flosa og Bjarna: „Nú hefi eg hér tekið við máli sem þér beidduð. Nú vil eg þó að þér leynið þessu fyrst. En ef málið kemur í fimmtardóm þá skuluð þér það mest varast að segja að þér hafið fé til gefið til liðveislunnar.“

Flosi gekk þá heim til búðar sinnar og Bjarni en Eyjólfur gekk til búðar Snorra goða og settist niður hjá honum. Þeir töluðust margt við. Snorri goði þreif til handarinnar Eyjólfi og fletti upp af erminni og sér að hann hafði gullhring mikinn á hendi.

Snorri goði mælti: „Hvort er þessi hringur keyptur eða gefinn?“

Eyjólfi fannst um fátt og varð orðfall.

Snorri mælti: „Eg skil gjörla að þú munt að gjöf þegið hafa og skyldi hringurinn eigi verða þér að höfuðsbana.“

Eyjólfur spratt upp og gekk í braut og vildi ekki um tala.

Snorri mælti er Eyjólfur stóð upp: „Það er líkara um það er þessu þingi er lokið að þú vitir hvað þú hefir þegið.“

Gekk Eyjólfur þá til búðar sinnar.


Tilvísanir

Links