Njála, 128: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 45: | Line 45: | ||
Flosi mælti: „Nú skulum vér ganga heim að bænum og ganga þröngt og fara seint og sjá hvað þeir taki til ráðs.“ | Flosi mælti: „Nú skulum vér ganga heim að bænum og ganga þröngt og fara seint og sjá hvað þeir taki til ráðs.“ | ||
Njáll stóð úti og synir hans og Kári og allir heimamenn og skipuðust fyrir á hlaðinu og voru þeir nær þrír tigir. | Njáll stóð úti og synir hans og Kári og allir heimamenn og skipuðust fyrir á hlaðinu<ref>'''skipuðust fyrir á hlaðinu''': “Njálsbrenna er mikil og lýsandi sviðsetning, sjónleikur sem allir taka þátt í, karlar og konur, börn og fullorðnir, hetjur og húskarlar, brennumenn og þeir sem inni brenna, alls hátt á annað hundrað manns. Þegar þeir Flosi læðast heim að bænum hundrað í hóp og þétt saman standa heimamenn úti um þrjátíu talsins „og skipuðust fyrir á hlaðinu“, eins og þeir séu að koma sér fyrir á sviði.” [[Helga Kress. Njálsbrenna, karnival í Landeyjum]] (s. 28).</ref> og voru þeir nær þrír tigir. | ||
Flosi nam stað og mælti: „Nú skulum vér að hyggja hvað þeir taka ráðs því að mér líst svo ef þeir standa úti fyrir sem vér munum þá aldrei sótta geta.“ | Flosi nam stað og mælti: „Nú skulum vér að hyggja hvað þeir taka ráðs því að mér líst svo ef þeir standa úti fyrir sem vér munum þá aldrei sótta geta.“ |
Revision as of 14:00, 8 November 2016
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 128
OF PORTENTS AT BERGTHORSKNOLL.
Now we must take up the story, and turn to Bergthorsknoll, and say that Grim and Helgi go to Holar. They had children out at foster there, and they told their mother that they should not come home that evening. They were in Holar all the day, and there came some poor women and said they had come from far. Those brothers asked them for tidings, and they said they had no tidings to tell, "But still we might tell you one bit of news."
They asked what that might be, and bade them not hide it. They said so it should be.
"We came down out of Fleetlithe, and we saw all the sons of Sigfus riding fully armed--they made for Threecorner ridge, and were fifteen in company. We saw too Grani Gunnar's son and Gunnar Lambi's son, and they were five in all. They took the same road, and one may say now that the whole country-side is faring and flitting about."
"Then," said Helgi Njal's son, "Flosi must have come from the east, and they must have all gone to meet him, and we two, Grim, should be where Skarphedinn is."
Grim said so it ought to be, and they fared home.
That same evening Bergthora spoke to her household, and said, "Now shall ye choose your meat to-night, so that each may have what he likes best; for this evening is the last that I shall set meat before my household."
"That shall not be," they said.
"It will be though," she says, "and I could tell you much more if I would, but this shall be a token, that Grim and Helgi will be home ere men have eaten their full to-night; and if this turns out so, then the rest that I say will happen too."
After that she set meat on the board, and Njal said "Wondrously now it seems to me. Methinks I see all round the room, and it seems as though the gable wall were thrown down, but the whole board and the meat on it is one gore of blood."
All thought this strange but Skarphedinn, he bade men not be downcast, nor to utter other unseemly sounds, so that men might make a story out of them.
"For it befits us surely more than other men to bear us well, and it is only what is looked for from us."
Grim and Helgi came home ere the board was cleared, and men were much struck at that. Njal asked why they had returned so quickly but they told what they had heard.
Njal bade no man go to sleep, but to be ware of themselves.
References
Kafli 128
Nú talar Flosi við sína menn: „Nú munum vér ríða til Bergþórshvols og koma þar fyrir matmál.“
Þeir gera nú svo. Dalur var í hvolnum og riðu þeir þangað og bundu þar hesta sína og dvöldust þar til þess er mjög leið á kveldið.
Flosi mælti: „Nú skulum vér ganga heim að bænum og ganga þröngt og fara seint og sjá hvað þeir taki til ráðs.“
Njáll stóð úti og synir hans og Kári og allir heimamenn og skipuðust fyrir á hlaðinu[1] og voru þeir nær þrír tigir.
Flosi nam stað og mælti: „Nú skulum vér að hyggja hvað þeir taka ráðs því að mér líst svo ef þeir standa úti fyrir sem vér munum þá aldrei sótta geta.“
„Þá er vor för ill,“ segir Grani Gunnarsson, „ef skulum eigi þora að að sækja.“
„Það skal og eigi vera,“ segir Flosi, „og munum vér að sækja þó að þeir standi úti. En það afhroð munum vér gjalda að margir munu eigi kunna frá að segja hvorir sigrast.“
Njáll mælti til sinna manna: „Hvað sjáið þér til hversu mikið lið þeir hafa?“
„Þeir hafa bæði mikið lið og harðsnúið,“ segir Skarphéðinn, „en því nema þeir þó nú stað að þeir ætla að þeim muni illa sækjast að vinna oss.“
„Það mun ekki vera,“ segir Njáll, „og vil eg að menn gangi inn því að illa sóttist þeim Gunnar að Hlíðarenda og var hann einn fyrir. En hér eru hús rammleg sem þar voru og munu þeir eigi skjótt sækja.“
„Þetta er ekki þann veg að skilja,“ segir Skarphéðinn, „því að Gunnar sóttu heim þeir höfðingjar er svo voru vel að sér að heldur vildu frá hverfa en brenna hann inni. En þessir munu þegar sækja oss með eldi er þeir mega eigi annan veg því að þeir munu allt til vinna að yfir taki við oss. Munu þeir það ætla sem eigi er ólíklegt að það sé þeirra bani ef oss dregur undan. Eg er og þess ófús að láta svæla mig inni sem melrakka í greni.“
Njáll mælti: „Nú mun sem oftar að þér munuð bera mig ráðum, synir mínir, og virða mig engis. En þá er þér voruð yngri gerðuð þér það eigi og fór yðvart ráð þá betur fram.“
Helgi mælti: „Gerum vér sem faðir vor vill. Það mun oss best gegna.“
„Eigi veit eg það víst,“ segir Skarphéðinn, „því að hann er nú feigur. En vel má eg gera það til skaps föður míns að brenna inni með honum því að eg hræðist ekki dauða minn.“
Hann mælti þá við Kára: „Fylgjumst vel, mágur, svo að engi skiljist við annan.“
„Það hefi eg ætlað,“ segir Kári, „en ef annars verður auðið þá mun það verða fram að koma og mun eg ekki mega við því gera.“
„Hefndu vor en vér þín,“ segir Skarphéðinn, „ef vér lifum eftir.“
Kári kvað svo vera skyldu. Gengu þeir þá inn allir og skipuðust í dyrin.
Flosi mælti: „Nú eru þeir feigir er þeir hafa inn gengið og skulum vér heim ganga sem skjótast og skipast sem þykkvast fyrir dyrin og geyma þess að engi komist í braut hvorki Kári né Njálssynir því að það er vor bani.“
Þeir Flosi komu nú heim og skipuðust umhverfis húsin ef nokkurar væru laundyr á. Flosi gekk framan að húsunum og hans menn. Hróaldur Össurarson hljóp þar að sem Skarphéðinn var fyrir og lagði til hans. Skarphéðinn hjó spjótið af skafti fyrir honum og hjó til hans og kom öxin ofan í skjöldinn og bar að Hróaldi þegar allan skjöldinn en hyrnan sú hin fremri tók andlitið og féll hann á bak aftur og þegar dauður.
Kári mælti: „Lítt dró enn undan við þig, Skarphéðinn, og ertu vor fræknastur.“
„Eigi veit eg það víst,“ segir Skarphéðinn og brá við grönum og glotti að.
Kári og Grímur og Helgi lögðu út mörgum spjótum og særðu marga menn en Flosi og hans menn fengu ekki að gert.
Flosi mælti: „Vér höfum fengið mikinn mannskaða á mönnum vorum. Eru margir sárir en sá veginn er vér mundum síst til kjósa. Er nú það séð að vér getum þá eigi með vopnum sótta. Er nú sá margur er eigi gengur jafnskörulega að sem létu. En þó munum vér nú verða að gera annað ráð fyrir oss. Eru nú tveir kostir til og er hvorgi góður. Sá annar að hverfa frá og er það vor bani, hinn annar að bera að eld og brenna þá inni og er það stór ábyrgðarhlutur fyrir guði er vér erum menn kristnir sjálfir. En þó munum vér það bragðs taka.“
Tilvísanir
- ↑ skipuðust fyrir á hlaðinu: “Njálsbrenna er mikil og lýsandi sviðsetning, sjónleikur sem allir taka þátt í, karlar og konur, börn og fullorðnir, hetjur og húskarlar, brennumenn og þeir sem inni brenna, alls hátt á annað hundrað manns. Þegar þeir Flosi læðast heim að bænum hundrað í hóp og þétt saman standa heimamenn úti um þrjátíu talsins „og skipuðust fyrir á hlaðinu“, eins og þeir séu að koma sér fyrir á sviði.” Helga Kress. Njálsbrenna, karnival í Landeyjum (s. 28).