Njála, 103: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 14: Line 14:
==Kafli 103==
==Kafli 103==


Guðleifur leitar nú Galdra-Héðins og finnur hann á heiðinni og eltir hann ofan Kerlingardal og komst í skotfæri við hann og skýtur spjótinu til hans og í gegnum hann.  
Gestur Oddleifsson bjó í Haga á Barðaströnd. Hann var manna vitrastur svo að hann sá fyrir örlög manna. Hann gerði veislu í móti þeim Þangbrandi. Þeir fóru í Haga við sex tigu manna. Þá var sagt þar væru fyrir tvö hundruð heiðinna manna og þangað væri von berserks þess er Ótryggur hét og voru allir við hann hræddir. Frá honum sagði svo mikið að hann hræddist hvorki egg né eld og voru heiðnir menn hræddir mjög. Þá spurði Þangbrandur ef menn vildu taka við trú en allir heiðnir menn mæltu í móti.  


Þaðan fóru þeir til Dyrhólma og áttu þar fund og buðu þar trú og kristnaðist þar Ingjaldur son Þorkels Háeyrartyrðils.  
„Kosti mun eg yður gera,“ segir Þangbrandur, „að þér skuluð reyna hvor betri er trúan. Vér skulum hér vígja elda. Skuluð þér vígja einn heiðnir menn en eg annan en hinn þriðji skal óvígður vera. En ef berserkurinn hræðist þann er eg vígði en vaði yðvarn eld þá skuluð þér taka við trú.


Þaðan fóru þeir til Fljótshlíðar og buðu þar trú. Þar mælti mest í móti Veturliði skáld og Ari son hans og fyrir það vógu þeir Veturliða. Og er þar um kveðin vísa þessi:
„Þetta er vel mælt,“ segir Gestur, „og mun eg þessu játa fyrir mig og heimamenn mína.


Og er Gestur hafði þetta mælt þá játuðu miklu fleiri.


Þá var sagt að berserkurinn færi að bænum og voru þá gervir eldarnir og brunnir. Tóku menn þá vopn sín og hljópu upp í bekkina og biðu svo. Berserkurinn hljóp inn með vopnum. Hann kemur í stofuna og veður þegar þann eldinn er hinir heiðnu menn vígðu og kemur að eldinum þeim er Þangbrandur hafði vígt og þorir eigi að vaða og kvaðst brenna allur. Hann höggur sverðinu upp á bekkinn og kemur í þvertréið er hann reiddi hátt. Þangbrandur laust með róðukrossi á höndina og varð jartegn svo mikil að sverðið féll úr hendi berserkinum. Þá leggur Þangbrandur sverði fyrir brjóst honum en Guðleifur hjó á höndina svo af tók. Gengu þá margir að og drápu berserkinn. Eftir það spurði Þangbrandur ef þeir vildu við trú taka. Gestur kvaðst það eitt um hafa mælt er hann ætlaði að halda. Þangbrandur skírði þá Gest og hjú hans öll og marga aðra.


31. Ryðfjónar gekk reynir
Réðst þá Þangbrandur um við Gest hvort hann skyldi nokkuð fara í fjörðu vestur. En hann latti þess og kvað þar vera menn harða og illa viðureignar „en ef það er ætlað fyrir að trúa þessi skuli við gangast þá mun á alþingi við gangast og munu þar þá vera allir höfðingjar úr héruðum.“


randa suður á landi
„Flutti eg á þingi,“ segir Þangbrandur, „og varð mér þar erfiðlegast um.“


beðs í bóna smiðju
„Þú hefir þó mest að gert,“ segir Gestur, „þótt öðrum verði auðið í lög að leiða. En það er sem mælt er að eigi fellur tré við hið fyrsta högg.“


Baldurs sigtólum halda.  
Síðan gaf Gestur Þangbrandi góðar gjafir og fór hann suður aftur.  


Siðreynir lét síðan
Þangbrandur fór í Sunnlendingafjórðung og svo til Austfjarða. Hann gisti Bergþórshvoli og gaf Njáll honum góðar gjafir. Þá reið hann austur í Álftafjörð til móts við Síðu-Hall. Hann lét bæta skip sitt og kölluðu heiðnir menn það Járnmeis. Á því skipi fór Þangbrandur utan og Guðleifur með honum.  
 
snjallur moldhamar gjalla
 
hauðurs í hattar steðja
 
hjaldur, Veturliða skaldi.
 
 
 
Þaðan fór Þangbrandur til Bergþórshvols og tók Njáll við trú og öll hjú hans. En þeir Mörður og Valgarður gengu mjög í móti og fóru þeir þaðan út yfir ár. Þeir fóru í Haukadal og skírðu þar Hall og var hann þá þrevetur.
 
Þaðan fór hann til Grímsness. Þar efldi flokk í móti honum Þorvaldur veili og sendi orð Úlfi Uggasyni að hann skyldi fara að Þangbrandi og drepa hann og kvað til vísu þessa:
 
 
 
32. Yggs bjálfa mun eg Úlfi
 
Endils og boð senda,
 
mér er við stála stýri
 
stugglaust, syni Ugga,
 
gnýskúta Geitis
 
goðvarg fyrir argan,
 
þann er við rögn og rignir,
 
reki hann en eg mun annan.
 
 
 
Úlfur kvað aðra vísu í móti:
 
 
 
33. Getka eg, sunds þótt sendi
 
sann-élboði tanna
 
hvarfs við hleypiskarfi,
 
Hárbarðs véa fjarðar.
 
Þó að ráfáka rækim,
 
röng eru mál á gangi,
 
sé eg fyrir mínu meini,
 
mínlegt flugu að ginna.
 
 
 
„Og ætla eg ekki,“ sagði hann, „að vera ginningarfífl hans. En gæti hann að honum vefjist eigi tungan um höfuð.“
 
Og eftir það fór sendimaður aftur til Þorvalds hins veila og sagði honum orð Úlfs. Þorvaldur hafði margt manna um sig og hafði það við orð að sitja fyrir þeim á Bláskógaheiði.  
 
Þeir Þangbrandur og Guðleifur riðu úr Haukadal. Þeir mættu þar manni einum er reið í móti þeim.
 
Spurði sjá að Guðleifi og er hann fann hann mælti hann: „Njóta skaltu Þorgils bróður þíns á Reykjahólum að eg vil gera þér njósn að þeir hafa margar fyrirsátir og það með að Þorvaldur hinn veili er með flokk sinn við Hestlæk í Grímsnesi.“
 
„Ekki skulum vér ríða að síður,“ segir Guðleifur, „til fundar við hann.“
 
Og snúa þeir síðan ofan til Hestlækjar. Þorvaldur var kominn yfir lækinn.
 
Guðleifur mælti til Þangbrands: „Hér er nú Þorvaldur og hlaupum nú að honum.“
 
Þangbrandur skaut spjóti í gegnum Þorvald en Guðleifur hjó á öxlina og frá ofan höndina og varð það hans bani.
 
Eftir það ríða þeir á þing upp og hafði svo nær að frændur Þorvalds mundu ganga að honum. Veittu þeir Njáll og Austfirðingar Þangbrandi. Hjalti Skeggjason kvað kviðling þenna:
 
 
 
34. Spari eg eigi goð geyja.
 
Grey þykir mér Freyja.
 
Æ mun annað tveggja
 
Óðinn grey eða Freyja.
 
 
 
Hjalti fór utan um sumarið og Gissur hvíti. En skip Þangbrands braut austur við Búlandsnes og hét skipið Vísund.
 
Þeir Þangbrandur fóru allt vestur um sveitir.
 
Steinvör kom í móti honum, móðir Skáld-Refs. Hún boðaði Þangbrandi heiðni og taldi lengi fyrir honum. Þangbrandur þagði meðan hún talaði en talaði lengi eftir og sneri því í villu er hún hafði mælt.
 
„Hefir þú heyrt það,“ sagði hún, „er Þór bauð Kristi á hólm og þorði hann eigi að berjast við Þór?“
 
„Heyrt hefi eg,“ segir Þangbrandur, „að Þór var ekki nema mold og aska ef guð vildi eigi að hann lifði.“
 
„Veistu,“ segir hún, „hver brotið hefir skip þitt?“
 
„Hvað segir þú til?“ segir hann.
 
„Það mun eg segja þér,“ segir hún:
 
 
 
35. Braut fyrir bjöllu gæti,
 
bönd ráku val strandar,
 
mögfellandi mellu,
 
mástalls, Vísund allan.
 
Hlífðit Kristur, þá er kneyfði
 
knörr, málfeta varra.
 
Lítt get eg að guð gætti
 
Gylfa hreins að einu.
 
 
 
Og enn kvað hún aðra vísu:
 
 
 
36. Þór brá þunnís dýri
 
Þangbrands úr stað löngu,
 
hristi búss og beysti
 
barð og laust við jörðu.
 
Muna skíð um sjá síðan
 
sundfært Atals grundar,
 
hregg því að hvað tók leggja,
 
honum kennt, í spónum.
 
 
 
Eftir það skildu þau Þangbrandur og Steinvör og fóru þeir vestur til Barðastrandar.  





Revision as of 08:14, 25 June 2014


Chapter 103

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 103

Gestur Oddleifsson bjó í Haga á Barðaströnd. Hann var manna vitrastur svo að hann sá fyrir örlög manna. Hann gerði veislu í móti þeim Þangbrandi. Þeir fóru í Haga við sex tigu manna. Þá var sagt að þar væru fyrir tvö hundruð heiðinna manna og þangað væri von berserks þess er Ótryggur hét og voru allir við hann hræddir. Frá honum sagði svo mikið að hann hræddist hvorki egg né eld og voru heiðnir menn hræddir mjög. Þá spurði Þangbrandur ef menn vildu taka við trú en allir heiðnir menn mæltu í móti.

„Kosti mun eg yður gera,“ segir Þangbrandur, „að þér skuluð reyna hvor betri er trúan. Vér skulum hér vígja elda. Skuluð þér vígja einn heiðnir menn en eg annan en hinn þriðji skal óvígður vera. En ef berserkurinn hræðist þann er eg vígði en vaði yðvarn eld þá skuluð þér taka við trú.“

„Þetta er vel mælt,“ segir Gestur, „og mun eg þessu játa fyrir mig og heimamenn mína.“

Og er Gestur hafði þetta mælt þá játuðu miklu fleiri.

Þá var sagt að berserkurinn færi að bænum og voru þá gervir eldarnir og brunnir. Tóku menn þá vopn sín og hljópu upp í bekkina og biðu svo. Berserkurinn hljóp inn með vopnum. Hann kemur í stofuna og veður þegar þann eldinn er hinir heiðnu menn vígðu og kemur að eldinum þeim er Þangbrandur hafði vígt og þorir eigi að vaða og kvaðst brenna allur. Hann höggur sverðinu upp á bekkinn og kemur í þvertréið er hann reiddi hátt. Þangbrandur laust með róðukrossi á höndina og varð jartegn svo mikil að sverðið féll úr hendi berserkinum. Þá leggur Þangbrandur sverði fyrir brjóst honum en Guðleifur hjó á höndina svo af tók. Gengu þá margir að og drápu berserkinn. Eftir það spurði Þangbrandur ef þeir vildu við trú taka. Gestur kvaðst það eitt um hafa mælt er hann ætlaði að halda. Þangbrandur skírði þá Gest og hjú hans öll og marga aðra.

Réðst þá Þangbrandur um við Gest hvort hann skyldi nokkuð fara í fjörðu vestur. En hann latti þess og kvað þar vera menn harða og illa viðureignar „en ef það er ætlað fyrir að trúa þessi skuli við gangast þá mun á alþingi við gangast og munu þar þá vera allir höfðingjar úr héruðum.“

„Flutti eg á þingi,“ segir Þangbrandur, „og varð mér þar erfiðlegast um.“

„Þú hefir þó mest að gert,“ segir Gestur, „þótt öðrum verði auðið í lög að leiða. En það er sem mælt er að eigi fellur tré við hið fyrsta högg.“

Síðan gaf Gestur Þangbrandi góðar gjafir og fór hann suður aftur.

Þangbrandur fór í Sunnlendingafjórðung og svo til Austfjarða. Hann gisti að Bergþórshvoli og gaf Njáll honum góðar gjafir. Þá reið hann austur í Álftafjörð til móts við Síðu-Hall. Hann lét bæta skip sitt og kölluðu heiðnir menn það Járnmeis. Á því skipi fór Þangbrandur utan og Guðleifur með honum.


Tilvísanir

Links