Njála, 105: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 14: Line 14:
==Kafli 105==
==Kafli 105==


Þetta sama sumar varð Hjalti Skeggjason sekur á þingi um goðgá.  
Þorgeir hét maður er bjó að Ljósavatni. Hann var Tjörvason Þorkelssonar langs. Móðir hans hét Þórunn og var Þorsteinsdóttir, Sigmundarsonar, Gnúpa-Bárðarsonar. Guðríður hét kona hans. Hún var dóttir Þorkels hins svarta úr Hleiðrargarði. Hans bróðir var Ormur töskubak, faðir Hlenna hins gamla úr Saurbæ. Þeir Ketill og Þorkell voru synir Þóris snepils, Ketilssonar brimils, Örnólfssonar, Björnólfssonar, Grímssonar loðinkinna, Ketilssonar hængs, Hallbjarnarsonar hálftrölls úr Hrafnistu.


Þangbrandur sagði Ólafi konungi frá meingerðum manna við sig, sagði þá vera svo fjölkunnga að jörðin spryngi í sundur undir hesti hans og tæki hestinn. Þá varð Ólafur konungur svo reiður að hann lét taka alla íslenska menn og setja í myrkvastofu og ætlaði þá til dráps.  
Kristnir menn tjölduðu búðir sínar og voru þeir Gissur og Hjalti í Mosfellingabúð.  


Þá gengu þeir Gissur hvíti að og Hjalti og buðu að leggja sig í veð fyrir þessa menn og fara út til Íslands og boða trú. Konungur tók þessu vel og þágu þeir þá alla undan.  
Um daginn eftir gengu hvorirtveggju til Lögbergs og nefndu hvorir votta, kristnir menn og heiðnir menn, og sögðust hvorir úr lögum annarra og varð þá svo mikið óhljóð að Lögbergi að engi nam mál annars. Síðan gengu menn í braut og þótti öllum horfa til hinna mestu vafninga.  


Þá bjuggu þeir Gissur og Hjalti skip sitt til Íslands og urðu snemmbúnir. Þeir tóku land á Eyrum er tíu vikur voru af sumri. Þeir fengu sér þegar hesta en fengu menn til ryðja skip. Ríða þeir þá þrír tigir manna til þings og gerðu þá orð kristnum mönnum við búnir skyldu vera. Hjalti var eftir að Reyðarmúla því að hann hafði spurt að hann var sekur orðinn um goðgá. En þá er þeir komu til Vellandkötlu ofan frá Gjábakka þá kom Hjalti eftir þeim og kvaðst ekki vilja sýna það heiðnum mönnum að hann hræddist þá. Riðu þá margir kristnir menn í móti þeim og riðu þeir með fylktu liði á þing. Heiðnir menn höfðu og fylkt fyrir og var þá svo nær að allur þingheimur mundi berjast en þó varð það eigi.  
Kristnir menn tóku sér til lögsögumanns Hall af Síðu. En Hallur fór finna Þorgeir goða frá Ljósavatni og gaf honum til þrjár merkur silfurs hann segði upp lögin. En það var þó ábyrgðarráð er hann var heiðinn.
 
Þorgeir lá dag allan og breiddi feld á höfuð sér svo engi maður mælti við hann.
 
En annan dag gengu menn til Lögbergs.
 
Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs og mælti: „Svo líst mér sem málum vorum sé komið í ónýt efni ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur skipt er lögunum þá mun sundur skipt friðinum og mun eigi við það mega búa. Nú vil eg þess spyrja kristna menn og heiðna hvort þeir vilja hafa lög þau er eg segi upp.“
 
Því játuðu allir. Hann kvaðst vilja hafa svardaga af þeim og festu halda. Þeir játuðu því allir og tók hann af þeim festu.  
 
„Það er upphaf laga vorra,“ sagði hann, „að menn skulu allir vera kristnir hér á landi og trúa á einn guð, föður og son og anda helgan, en láta af allri skurðgoðavillu, bera eigi út börn og eta eigi hrossakjöt. Skal fjörbaugssök á vera ef víst verður en ef leynilega er með farið þá skal vera vítislaust.“
 
En þessi heiðni var afnumin á fárra vetra fresti að eigi skyldi þetta heldur gera á laun heldur en opinberlega. Hann sagði þá um drottinsdagahald og föstudaga, jóladaga og páskadaga og allra hinna stærstu hátíða.
 
Þóttust heiðnir menn mjög sviknir vera en þá var þá í lög leidd trúan og allir menn gervir kristnir hér á landi.
 
Fara menn við það heim af þingi.  





Revision as of 08:15, 25 June 2014


Chapter 105

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 105

Þorgeir hét maður er bjó að Ljósavatni. Hann var Tjörvason Þorkelssonar langs. Móðir hans hét Þórunn og var Þorsteinsdóttir, Sigmundarsonar, Gnúpa-Bárðarsonar. Guðríður hét kona hans. Hún var dóttir Þorkels hins svarta úr Hleiðrargarði. Hans bróðir var Ormur töskubak, faðir Hlenna hins gamla úr Saurbæ. Þeir Ketill og Þorkell voru synir Þóris snepils, Ketilssonar brimils, Örnólfssonar, Björnólfssonar, Grímssonar loðinkinna, Ketilssonar hængs, Hallbjarnarsonar hálftrölls úr Hrafnistu.

Kristnir menn tjölduðu búðir sínar og voru þeir Gissur og Hjalti í Mosfellingabúð.

Um daginn eftir gengu hvorirtveggju til Lögbergs og nefndu hvorir votta, kristnir menn og heiðnir menn, og sögðust hvorir úr lögum annarra og varð þá svo mikið óhljóð að Lögbergi að engi nam mál annars. Síðan gengu menn í braut og þótti öllum horfa til hinna mestu vafninga.

Kristnir menn tóku sér til lögsögumanns Hall af Síðu. En Hallur fór að finna Þorgeir goða frá Ljósavatni og gaf honum til þrjár merkur silfurs að hann segði upp lögin. En það var þó ábyrgðarráð er hann var heiðinn.

Þorgeir lá dag allan og breiddi feld á höfuð sér svo að engi maður mælti við hann.

En annan dag gengu menn til Lögbergs.

Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs og mælti: „Svo líst mér sem málum vorum sé komið í ónýt efni ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur skipt er lögunum þá mun sundur skipt friðinum og mun eigi við það mega búa. Nú vil eg þess spyrja kristna menn og heiðna hvort þeir vilja hafa lög þau er eg segi upp.“

Því játuðu allir. Hann kvaðst vilja hafa svardaga af þeim og festu að halda. Þeir játuðu því allir og tók hann af þeim festu.

„Það er upphaf laga vorra,“ sagði hann, „að menn skulu allir vera kristnir hér á landi og trúa á einn guð, föður og son og anda helgan, en láta af allri skurðgoðavillu, bera eigi út börn og eta eigi hrossakjöt. Skal fjörbaugssök á vera ef víst verður en ef leynilega er með farið þá skal vera vítislaust.“

En þessi heiðni var afnumin á fárra vetra fresti að eigi skyldi þetta heldur gera á laun heldur en opinberlega. Hann sagði þá um drottinsdagahald og föstudaga, jóladaga og páskadaga og allra hinna stærstu hátíða.

Þóttust heiðnir menn mjög sviknir vera en þá var þá í lög leidd trúan og allir menn gervir kristnir hér á landi.

Fara menn við það heim af þingi.


Tilvísanir

Links