Njála, 116: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 116== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 116== '''TITILL''' ÍSLENSKA ==Tilvísanir== <references /> ==Links== [[Categ...")
 
No edit summary
Line 14: Line 14:
==Kafli 116==
==Kafli 116==


'''TITILL'''
Hildigunnur var úti og mælti: „Nú skulu allir heimamenn mínir vera úti er Flosi ríður í garð en konur skulu ræsta húsin og tjalda og búa Flosa öndvegi.“
 
Síðan reið Flosi í túnið. Hildigunnur sneri að honum og mælti: „Kom heill og sæll, frændi, og er fegið orðið hjarta mitt tilkomu þinni.“
 
„Hér skulum vér,“ segir Flosi, „eta dagverð og ríða síðan.“
 
Þá voru bundnir hestar þeirra.
 
Flosi gekk inn í stofuna og settist niður og kastaði í pallinn undan sér hásætinu og mælti: „Hvorki er eg konungur né jarl og þarf ekki að gera hásæti undir mér og þarf ekki að spotta mig.“
 
Hildigunnur var nær stödd og mælti: „Það er illa ef þér mislíkar því að þetta gerðum vér af heilum hug.“
 
Flosi mælti: „Ef þú hefir heilan hug við mig þá mun sjálft lofa sig ef vel er, enda mun sjálft lasta sig ef illa er.“
 
Hildigunnur hló kaldahlátur og mælti: „Ekki er enn mark að, nærri mun við ganga áður lýkur.“
 
Hún settist niður hjá Flosa og töluðu þau lengi hljótt.
 
Síðan voru borð tekin en Flosi tók laugar og lið hans. Flosi hugði að handklæðinu og var það raufar einar og numið til annars endans. Hann kastaði í bekkinn og vildi eigi þerra sér á og reist af borðdúkinum og þerrði sér þar á og kastaði til manna sinna. Síðan settist Flosi undir borð og bað menn eta.
 
Þá kom Hildigunnur í stofu og greiddi hárið frá augum sér og grét.
 
Flosi mælti: „Skapþungt er þér nú, frændkona, en þó er það vel er þú grætur góðan mann.“
 
„Hvert eftirmæli skal eg af þér hafa,“ segir hún, „eða liðveislu?“
 
Flosi mælti: „Sækja mun eg mál þitt til fullra laga eða veita til þeirra sætta er góðir menn sjá að vér séum vel sæmdir af í alla staði.“
 
Hún mælti: „Hefna mundi Höskuldur þín ef hann ætti eftir þig að mæla.“
 
Flosi svaraði: „Eigi skortir þig grimmleik og séð er hvað þú vilt.“
 
Hildigunnur mælti: „Minna hafði misgert Arnór Örnólfsson úr Fossárskógum við Þórð Freysgoða föður þinn og vógu bræður þínir hann á Skaftafellsþingi, Kolbeinn og Egill.“
 
Hildigunnur gekk þá fram í skálann og lauk upp kistu sinni. Tók hún þá upp skikkjuna er Flosi hafði gefið Höskuldi og í þeirri var hann veginn og hafði hún þar varðveitt í blóðið allt. Hún gekk þá innar í stofuna með skikkjuna. Hún gekk þegjandi að Flosa. Þá var Flosi mettur og af borið af borðinu. Hildigunnur lagði yfir Flosa skikkjuna. Dundi þá blóðið um hann allan.
 
Hún mælti þá: „Þessa skikkju gafst þú, Flosi, Höskuldi og vil eg nú gefa þér aftur. Var hann í þessi veginn. Skýt eg því til guðs og góðra manna að eg særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir þeirra allra sára sem hann hafði á sér dauðum eða heit hvers manns níðingur ella.“
 
Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak í fang henni og mælti: „Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð.“
 
Flosa brá svo við að hann var í andliti stundum sem blóð en stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel.
 
Þeir Flosi riðu í braut. Hann reið til Holtavaðs og bíður þar Sigfússona og annarra sinna manna.
 
Ingjaldur bjó að Keldum, bróðir Hróðnýjar móður Höskulds Njálssonar. Þau voru börn Höskulds hins hvíta Ingjaldssonar hins sterka Geirfinnssonar hins rauða Sölvasonar Þorsteinssonar berserkjabana. Ingjaldur átti Þraslaugu dóttur Egils Þórðarsonar Freysgoða. Móðir Egils var Þraslaug dóttir Þorsteins tittlings. Móðir Þraslaugar var Unnur dóttir Eyvindar karpa.
 
Flosi sendi orð Ingjaldi að hann kæmi til hans. Ingjaldur fór þegar við hinn fimmtánda mann. Ingjaldur var mikill maður og styrkur og fálátur og hinn hraustasti karlmaður og fédrengur góður við vini sína.
 
Flosi fagnaði honum vel og mælti til hans: „Mikill vandi er kominn að hendi oss mágum og er nú vant úr að ráða. Bið eg þig að þú skiljist eigi við mitt mál fyrr en lýkur yfir vandræði þessi.“
 
Ingjaldur mælti: „Við vant er eg um kominn við tengda sakir við Njál og sonu hans og annarra stórra hluta er hér hvarfa í milli.“
 
Flosi mælti: „Það ætlaði eg þá er eg gifti þér bróðurdóttur mína að þú hést mér því að veita mér að hverju máli.“
 
„Það er og líkast,“ segir Ingjaldur, „að eg geri svo en þó vil eg nú heim ríða fyrst og þaðan til þings.“
 
 


ÍSLENSKA





Revision as of 08:18, 25 June 2014


Chapter 116

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 116

Hildigunnur var úti og mælti: „Nú skulu allir heimamenn mínir vera úti er Flosi ríður í garð en konur skulu ræsta húsin og tjalda og búa Flosa öndvegi.“

Síðan reið Flosi í túnið. Hildigunnur sneri að honum og mælti: „Kom heill og sæll, frændi, og er fegið orðið hjarta mitt tilkomu þinni.“

„Hér skulum vér,“ segir Flosi, „eta dagverð og ríða síðan.“

Þá voru bundnir hestar þeirra.

Flosi gekk inn í stofuna og settist niður og kastaði í pallinn undan sér hásætinu og mælti: „Hvorki er eg konungur né jarl og þarf ekki að gera hásæti undir mér og þarf ekki að spotta mig.“

Hildigunnur var nær stödd og mælti: „Það er illa ef þér mislíkar því að þetta gerðum vér af heilum hug.“

Flosi mælti: „Ef þú hefir heilan hug við mig þá mun sjálft lofa sig ef vel er, enda mun sjálft lasta sig ef illa er.“

Hildigunnur hló kaldahlátur og mælti: „Ekki er enn mark að, nærri mun við ganga áður lýkur.“

Hún settist niður hjá Flosa og töluðu þau lengi hljótt.

Síðan voru borð tekin en Flosi tók laugar og lið hans. Flosi hugði að handklæðinu og var það raufar einar og numið til annars endans. Hann kastaði í bekkinn og vildi eigi þerra sér á og reist af borðdúkinum og þerrði sér þar á og kastaði til manna sinna. Síðan settist Flosi undir borð og bað menn eta.

Þá kom Hildigunnur í stofu og greiddi hárið frá augum sér og grét.

Flosi mælti: „Skapþungt er þér nú, frændkona, en þó er það vel er þú grætur góðan mann.“

„Hvert eftirmæli skal eg af þér hafa,“ segir hún, „eða liðveislu?“

Flosi mælti: „Sækja mun eg mál þitt til fullra laga eða veita til þeirra sætta er góðir menn sjá að vér séum vel sæmdir af í alla staði.“

Hún mælti: „Hefna mundi Höskuldur þín ef hann ætti eftir þig að mæla.“

Flosi svaraði: „Eigi skortir þig grimmleik og séð er hvað þú vilt.“

Hildigunnur mælti: „Minna hafði misgert Arnór Örnólfsson úr Fossárskógum við Þórð Freysgoða föður þinn og vógu bræður þínir hann á Skaftafellsþingi, Kolbeinn og Egill.“

Hildigunnur gekk þá fram í skálann og lauk upp kistu sinni. Tók hún þá upp skikkjuna er Flosi hafði gefið Höskuldi og í þeirri var hann veginn og hafði hún þar varðveitt í blóðið allt. Hún gekk þá innar í stofuna með skikkjuna. Hún gekk þegjandi að Flosa. Þá var Flosi mettur og af borið af borðinu. Hildigunnur lagði yfir Flosa skikkjuna. Dundi þá blóðið um hann allan.

Hún mælti þá: „Þessa skikkju gafst þú, Flosi, Höskuldi og vil eg nú gefa þér aftur. Var hann í þessi veginn. Skýt eg því til guðs og góðra manna að eg særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karlmennsku þína að þú hefnir þeirra allra sára sem hann hafði á sér dauðum eða heit hvers manns níðingur ella.“

Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak í fang henni og mælti: „Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð.“

Flosa brá svo við að hann var í andliti stundum sem blóð en stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel.

Þeir Flosi riðu í braut. Hann reið til Holtavaðs og bíður þar Sigfússona og annarra sinna manna.

Ingjaldur bjó að Keldum, bróðir Hróðnýjar móður Höskulds Njálssonar. Þau voru börn Höskulds hins hvíta Ingjaldssonar hins sterka Geirfinnssonar hins rauða Sölvasonar Þorsteinssonar berserkjabana. Ingjaldur átti Þraslaugu dóttur Egils Þórðarsonar Freysgoða. Móðir Egils var Þraslaug dóttir Þorsteins tittlings. Móðir Þraslaugar var Unnur dóttir Eyvindar karpa.

Flosi sendi orð Ingjaldi að hann kæmi til hans. Ingjaldur fór þegar við hinn fimmtánda mann. Ingjaldur var mikill maður og styrkur og fálátur og hinn hraustasti karlmaður og fédrengur góður við vini sína.

Flosi fagnaði honum vel og mælti til hans: „Mikill vandi er kominn að hendi oss mágum og er nú vant úr að ráða. Bið eg þig að þú skiljist eigi við mitt mál fyrr en lýkur yfir vandræði þessi.“

Ingjaldur mælti: „Við vant er eg um kominn við tengda sakir við Njál og sonu hans og annarra stórra hluta er hér hvarfa í milli.“

Flosi mælti: „Það ætlaði eg þá er eg gifti þér bróðurdóttur mína að þú hést mér því að veita mér að hverju máli.“

„Það er og líkast,“ segir Ingjaldur, „að eg geri svo en þó vil eg nú heim ríða fyrst og þaðan til þings.“



Tilvísanir

Links