Njála, 059
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 59
HOW GUNNAR'S HORSE FOUGHT.
Just then Gunnar heard of the death of his father-in-law Hauskuld; a few nights after, Thorgerda, Thrain's wife, was delivered at Gritwater, and gave birth to a boy child. Then she sent a man to her mother, and bade her choose whether it should be called Glum or Hauskuld. She bade call it Hauskuld. So that name was given to the boy.
Gunnar and Hallgerda had two sons, the one's name was Hogni and the other's Grani. Hogni was a brave man of few words, distrustful and slow to believe, but truthful.
Now men ride to the horse-fight, and a very great crowd is gathered together there. Gunnar was there and his brothers, and the sons of Sigfus. Njal and all his sons. There too was come Starkad and his sons, and Egil and his sons, and they said to Gunnar that now they would lead the horses together.
Gunnar said, "That was well."
Skarphedinn said, "Wilt thou that I drive thy horse, kinsman Gunnar?"
"I will not have that," says Gunnar.
"It wouldn't be amiss though," says Skarphedinn; "we are hot- headed on both sides."
"Ye would say or do little," says Gunnar, "before a quarrel would spring up; but with me it will take longer, though it will be all the same in the end."
After that the horses were led together; Gunnar busked him to drive his horse, but Skarphedinn led him out. Gunnar was in a red kirtle, and had about his loins a broad belt, and a great riding-rod in his hand.
Then the horses ran at one another, and bit each other long, so that there was no need for any one to touch them, and that was the greatest sport.
Then Thorgeir and Kol made up their minds that they would push their horse forward just as the horses rushed together, and see if Gunnar would fall before him.
Now the horses ran at one another again, and both Thorgeir and Kol ran alongside their horses' flank.
Gunnar pushes his horse against them, and what happened in a trice was this, that Thorgeir and his brother fall down flat on their backs, and their horse a-top of them.
Then they spring up and rush at Gunnar. Gunnar swings himself free and seizes Kol, casts him down on the field, so that he lies senseless. Thorgeir Starkad's son smote Gunnar's horse such a blow that one of his eyes started out. Gunnar smote Thorgeir with his riding-rod, and down falls Thorgeir senseless; but Gunnar goes to his horse, and said to Kolskegg, "Cut off the horse's head; he shall not live a maimed and blemished beast."
So Kolskegg cut the head off the horse.
Then Thorgeir got on his feet and took his weapons, and wanted to fly at Gunnar, but that was stopped, and there was a great throng and crush.
Skarphedinn said, "This crowd wearies me, and it is far more manly that men should fight it out with weapons; and so he sang a song:
"At the Thing there is a throng; Past all bounds the crowding comes; Hard 'twill be to patch up peace 'Twixt the men. This wearies me; Worthier is it far for men Weapons red with gore to stain; I for one would sooner tame Hunger huge of cub of wolf."
Gunnar was still, so that one man held him, and spoke no ill words.
Njal tried to bring about a settlement, or to get pledges of peace; but Thorgeir said he would neither give nor take peace; far rather, he said, would he see Gunnar dead for the blow.
Kolskegg said, "Gunnar has before now stood too fast, than that he should have fallen for words alone, and so it will be again."
Now men ride away from the horse-field, every one to his home. They make no attack on Gunnar, and so that halfyear passed away. At the Thing, the summer after, Gunnar met Olaf the peacock, his cousin, and he asked him to come and see him, but yet bade him be ware of himself; "For," says he, "they will do us all the harm they can, and mind and fare always with many men at thy back."
He gave him much good counsel beside, and they agreed that there should be the greatest friendship between them.
References
Kafli 59
Þá spyr Gunnar andlát Höskuldar mágs síns. Fám nóttum síðar varð Þorgerður léttari að Grjótá, kona Þráins, og kom þar til sveinbarn. Sendi hún þá mann til móður sinnar og bað hana kjósa hvort heita skyldi Glúmur eða Höskuldur. Hún bað Höskuld heita.
Gunnar og Hallgerður áttu tvo sonu. Hét annar Högni en annar Grani. Högni var maður gervilegur og hljóðlyndur, tortryggur og sannorður.
Nú ríða menn til hestavígs og er þar komið fjölmenni mikið. Var þar Gunnar og bræður hans og Sigfússynir, Njáll og synir hans allir. Þar var kominn Starkaður og synir hans, og Egill og synir hans og ræddu til Gunnars að þeir mundu saman leiða hrossin. Gunnar sagði að það væri vel.
Skarphéðinn mælti: „Vilt þú að eg keyri hest þinn, Gunnar frændi?“
„Eigi vil eg það,“ segir Gunnar.
„Hér er þó betur á komið,“ segir Skarphéðinn. „Vér erum hvorirtveggju hávaðamenn.“
„Þér munuð fátt mæla,“ segir Gunnar, „eða gera áður munu vandræði af standa en hér mun verða um seinna þótt allt komi fyrir eitt.“
Síðan voru hrossin saman leidd. Gunnar bjó sig að keyra en Skarphéðinn leiddi fram hestinn. Gunnar var í rauðum kyrtli og hafði hestastaf mikinn í hendi. Síðan rennast að hestarnir og bítast lengi svo að enginn þurfti á að taka og var það hið mesta gaman.
Þá báru þeir saman ráð sitt, Þorgeir og Kolur, að þeir mundu hrinda hesti sínum þá er á rynnu hestarnir og vita ef Gunnar félli fyrir. Nú rennur á hesturinn og hlaupa þeir Þorgeir og Kolur á lend hestinum. Gunnar hrindir sínum hesti í móti og verður þar skjótur atburður, að þeir Þorgeir falla á bak aftur og hesturinn á þá ofan. Þá spretta þeir upp og hlaupa að Gunnari. Gunnar varpar sér undan og þrífur Kol og kastar honum á völlinn svo að hann liggur í óviti. Þorgeir Starkaðarson laust hest Gunnars svo að út hljóp augað. Gunnar laust Þorgeir með stafnum. Fellur Þorgeir í óvit.
En Gunnar gengur til hests síns og mælti við Kolskegg: „Högg þú hestinn. Ekki skal hann við örkuml lifa.“
Kolskeggur hjó höfuð af hestinum. Þá komst á fætur Þorgeir og tók vopn sín og vildi að Gunnari en það var stöðvað og varð þröng mikil.
Skarphéðinn mælti: „Leiðist mér þóf þetta og er miklu drengilegra að menn vegist með vopnum.“
Skarphéðinn kvað vísu þessa:
18. Hér verður þröng á þingi,
þóf gengur langt úr hófi.
Síð mun sætt með þjóðum
sett, leiðist mér þetta.
Rösklegra er rekkum
rjóða vopn í blóði,
víst tem eg gráð hinn geysta
gjarna ylgjar barni.
Gunnar var kyrr svo að honum hélt einn maður og mælti ekki orð illt. Njáll leitaði um sætt eða um grið. Þorgeir kvaðst hvorki vildu selja grið né taka, kvaðst heldur vilja Gunnar dauðan fyrir höggið.
Kolskeggur mælti: „Fastara hefir Gunnar staðið en hann hafi fallið fyrir orðum einum saman og mun enn svo,“ sagði hann.
Nú ríða menn af hestaþingi hver til síns heima. Veita þeir Gunnari engar aðfarar. Liðu svo þau misseri.
Á þingi um sumarið fann Gunnar Ólaf pá mág sinn og bauð Ólafur honum heim en bað hann þó vera varan um sig „því að þeir munu oss gera það illt sem þeir mega og farðu fjölmennur jafnan.“
Hann réð honum mörg heilræði og mæltu þeir til hinnar mestu vináttu með sér.