Njála, 152
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 152
OF KARI AND BJORN AND THORGEIR.
Now we must tell of Bjorn and Kari that they ride down on the Sand, and lead their horses under the banks where the wild oats grew, and cut the oats for them, that they might not die of hunger. Kari made such a near guess, that he rode away thence at the very time that they gave over seeking for him. He rode by night up through the Hundred, and after that he took to the fell; and so on all the same way as they had followed when they rode east, and did not stop till they came at Midmark.
Then Bjorn said to Kari, "Now shalt thou be my great friend before my mistress, for she will never believe one word of what I say; but everything lies on what you do, so now repay me for the good following which I have yielded to thee."
"So it shall be; never fear," says Kari.
After that they ride up to the homestead, and then the mistress asked them what tidings, and greeted them well.
"Our troubles have rather grown greater, old lass!"
She answered little, and laughed; and then the mistress went on to ask, "How did Bjorn behave to thee, Kari?"
"Bare is back," he answers, "without brother behind it, and Bjorn behaved well to me. He wounded three men, and, besides, he is wounded himself, and he stuck as close to me as he could in everything."
They were three nights there, and after that they rode to Holt to Thorgeir, and told him alone these tidings, for those tidings had not yet been heard there.
Thorgeir thanked him, and it was quite plain that he was glad at what he heard. He asked Kari what now was undone which he meant to do.
"I mean," answers Kari, "to kill Gunnar Lambi's son and Kol Thorstein's son, if I can get a chance. Then we have slain fifteen men, reckoning those five whom we two slew together.[1] But one boon I will now ask of thee."
Thorgeir said he would grant him whatever he asked.
"I wish, then, that thou wilt take under thy safeguard this man whose name is Bjorn, and who has been in these slayings with me, and that thou wilt change farms with him, and give him a farm ready stocked here close by thee, and so hold thy hand over him that no-vengeance may befall him; but all this will be an easy matter for thee who art such a chief."
"So it shall be," says Thorgeir.
Then he gave Bjorn a ready-stocked farm at Asolfskal, but he took the farm in the Mark into his own hands. Thorgeir flitted all Bjorn's household stuff and goods to Asolfskal, and all his live stock; and Thorgeir settled all Bjorn's quarrels for him, and he was reconciled to them with a full atonement. So Bjorn was thought to be much more of a man than he had been before.
Then Kari rode away, and did not draw rein till he came west to Tongue to Asgrim Ellidagrim's son. He gave Kari a most hearty welcome, and Kari told him of all the tidings that had happened in these slayings.
Asgrim was well pleased at them, and asked what Kari meant to do next.
"I mean," said Kari, "to fare abroad after them, and so dog their footsteps and slay them, if I can get at them."
Asgrim said there was no man like him for bravery and hardihood.
He was there some nights, and after that he rode to Gizur the White, and he took him by both hands. Kari stayed there somme while, and then he told Gizur that he wished to ride down to Eyrar.
Gizur gave Kari a good sword at parting.
Now he rode down to Eyrar, and took him a passage with Kolbein the Black; he was an Orkneyman and an old friend of Kari, and he was the most forward and brisk of men.
He took Kari by both hands, and said that one fate should befall both of them.
References
- ↑ whom we two slew together: "Kari’s vengeance is steady, systematic and purposeful, and when he has committed the last of his planned slayings, against Kol Thorsteinsson in the second-to-last chapter, the events of the saga come to a peaceful end. This is vengeance as it should be." Cook, Robert. Heroism and heroes in Njáls saga (p. 87)
Kafli 152
Nú er að segja frá þeim Birni og Kára að þeir ríða á sand og leiða hesta sína undir melbakka og skáru fyrir þá melinn að þeir dæju eigi af sulti. Kári varð svo nærgætur að hann reið þegar í braut er þeir hættu leitinni. Hann reið um nóttina upp eftir héraðinu en síðan á fjall og svo alla hina sömu leið sem þeir riðu austur og léttu eigi fyrr en þeir komu í Mið-Mörk.
Björn mælti þá til Kára: „Nú skalt þú vera vin minn mikill fyrir húsfreyju minni því að hún mun engu orði trúa því er eg segi en mér liggur hér nú allt við og launaðu mér nú vel góða fylgd er eg hefi þér veitta.“
„Svo skal vera,“ segir Kári.
Síðan ríða þeir heim á bæinn. Húsfreyja spurði þá tíðinda og fagnaði þeim vel.
Björn svaraði: „Aukist hafa heldur vandræðin, kerling.“
Hún svarar fá og brosti að. Húsfreyja mælti þá: „Hversu gafst Björn þér, Kári?“
Hann svarar: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel. Hann vann á þremur mönnum en hann er þó sár sjálfur. Og var hann mér hinn hallkvæmasti í öllu því sem hann mátti.“
Þar voru þeir þrjár nætur. Síðan riðu þeir í Holt til Þorgeirs og sögðu honum einum saman tíðindin því að þangað höfðu eigi spurst tíðindin fyrr. Þorgeir þakkaði honum og fannst það á að hann varð þessu feginn. Hann spurði Kára að hvað þá væri óunnið það sem hann ætlaði að vinna.
Kári svarar: „Drepa ætla eg Gunnar Lambason og Kol Þorsteinsson ef færi gefur á. Höfum við þá drepið fimmtán menn með þeim fimm er við drápum báðir saman.[1] En þó vil eg nú biðja þig bænar,“ segir Kári.
Þorgeir kvaðst veita honum mundu það er hann beiddi.
„Það vil eg að mann þenna er Björn heitir takir þú til þín, er að vígum hefir verið með mér, og skiptir þú um bústaði við hann og fáir bú algert hér hjá þér og halt svo hendi yfir honum að engri hefnd sé til hans snúið og er þér það sjálfrátt fyrir sakir höfðingskapar þíns.“
„Svo skal vera,“ segir Þorgeir.
Fékk hann þá Birni bú algert að Ásólfsskála en hann tók við búi í Mörk. Þorgeir færði bú Bjarnar til Ásólfsskála og allt búferli hans. Þorgeir sættist á öll mál fyrir Björn og gerði hann alsáttum sáttan við þá. Þótti Björn miklu heldur maður en áður fyrir sér.
Kári reið í braut og létti eigi fyrr en hann kom vestur í Tungu til Ásgríms Elliða-Grímssonar. Hann tók við Kára ágæta vel. Kári sagði honum frá öllum atburðum þeim sem orðið höfðu í vígum. Ásgrímur lét vel yfir því og spurði hvað Kári ætlaðist þá fyrir.
Kári svaraði: „Eg ætla að fara utan eftir þeim og sitja svo að þeim og drepa þá ef eg fæ náð þeim.“
Ásgrímur sagði að hann væri engum manni líkur fyrir hreysti sína. Þar var hann nokkurar nætur.
Síðan reið hann til Gissurar hvíta og tók hann við honum báðum höndum. Kári dvaldist þar nokkura stund. Hann sagði Gissuri að hann mundi ríða ofan á Eyrar. Gissur gaf Kára sverð gott að skilnaði.
Reið hann nú ofan á Eyrar og tók sér þar fari með Kolbeini svarta. Hann var orkneyskur og aldavin Kára og var hinn kappsamasti og hinn vaskasti maður. Tók hann við Kára báðum höndum og kvað eitt skyldu yfir þá ganga báða.
Tilvísanir
- ↑ er við drápum báðir saman: "Kari’s vengeance is steady, systematic and purposeful, and when he has committed the last of his planned slayings, against Kol Thorsteinsson in the second-to-last chapter, the events of the saga come to a peaceful end. This is vengeance as it should be." Cook, Robert. Heroism and heroes in Njáls saga (s. 87)