Egla, 80
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 80
Death of Bodvar: Egil's poem thereon
Bodvar Egil's son was just now growing up; he was a youth of great promise, handsome, tall and strong as had been Egil or Thorolf at his age. Egil loved him dearly, and Bodvar was very fond of his father. One summer it happened that there was a ship in White-river, and a great fair was held there. Egil had there bought much wood, which he was having conveyed home by water: for this his house-carles went, taking with them an eight-oared boat belonging to Egil. It chanced one time that Bodvar begged to go with them, and they allowed him so to do. So he went into the field with the house-carles. They were six in all on the eight-oared boat. And when they had to go out again, high-water was late in the day, and, as they must needs wait for the turn of tide, they did not start till late in the evening. Then came on a violent south-west gale, against which ran the stream of the ebb. This made a rough sea in the firth, as can often happen. The end was that the boat sank under them, and all were lost. The next day the bodies were cast up: Bodvar's body came on shore at Einars-ness, but some came in on the south shore of the firth, whither also the boat was driven, being found far in near Reykjarhamar.
Egil heard these tidings that same day, and at once rode to seek the bodies: he found Bodvar's, took it up and set it on his knees, and rode with it out to Digra-ness, to Skallagrim's mound. Then he had the mound opened, and laid Bodvar down there by Skallagrim. After which the mound was closed again; this task was not finished till about nightfall. Egil then rode home to Borg, and, when he came home, he went at once to the locked bed-closet in which he was wont to sleep. He lay down, and shut himself in, none daring to crave speech of him.
It is said that when they laid Bodvar in earth Egil was thus dressed: his hose were tight-fitting to his legs, he wore a red kirtle of fustian, closely-fitting, and laced at the sides: but they say that his muscles so swelled with his exertion that the kirtle was rent off him, as were also the hose.[1]
Í útgáfu Finns Jónssonar af sögunni frá 1924 og í útgáfu Sigurðar Nordals frá 1933 er þegar hér er komið sögunni minnt á lýsingu Völsunga sögu á harmi Sigurðar Fáfnisbana eftir viðræðu þeirra Brynhildar, þar sem þau höfðu játað hvort öðru ást sína um leið og þau viðurkenndiu að ekki gæti annað af henni leitt en hörmung og dauða.
On the next day Egil still did not open the bed-closet: he had no meat or drink: there he lay for that day and the following night, no man daring to speak with him. But on the third morning, as soon as it was light, Asgerdr had a man set on horseback, who rode as hard as he could westwards to Hjardarholt, and told Thorgerdr all these tidings; it was about nones when he got there. He said also that Asgerdr had sent her word to come without delay southwards to Borg. Thorgerdr at once bade them saddle her a horse, and two men attended her. They rode that evening and through the night till they came to Borg. Thorgerdr went at once into the hall. Asgerdr greeted her, and asked whether they had eaten supper. Thorgerdr said aloud, 'No supper have I had, and none will I have till I sup with Freyja. I can do no better than does my father: I will not overlive my father and brother.' She then went to the bed-closet and called, 'Father, open the door! I will that we both travel the same road.' Egil undid the lock. Thorgerdr stepped up into the bed-closet, and locked the door again, and lay down on another bed that was there.
Then said Egil, 'You do well, daughter, in that you will follow your father. Great love have you shown to me. What hope is there that I shall wish to live with this grief?'[2] After this they were silent awhile. Then Egil spoke: 'What is it now, daughter? You are chewing something, are you not?' 'I am chewing samphire,',“[3] said she, 'because I think it will do me harm. Otherwise I think I may live too long.' 'Is samphire bad for man?' said Egil. 'Very bad,' said she; 'will you eat some?'[4] 'Why should I not?' said he. A little while after she called and bade them give her drink. Water was brought to her. Then said Egil, 'This comes of eating samphire, one ever thirsts the more.' 'Would you like a drink,[5] father?' said she. He took and swallowed the liquid in a deep draught: it was in a horn. Then said Thorgerdr: 'Now are we deceived; this is milk.'[6] Whereat Egil bit a sherd out of the horn, all that his teeth gripped, and cast the horn down.
Then spoke Thorgerdr: 'What counsel shall we take now? This our purpose is defeated.[7] Now I would fain, father, that we should lengthen our lives, so that you may compose a funeral poem[8] on Bodvar, and I will grave it on a wooden roller; after that we can die, if we like. Hardly, I think, can Thorstein your son compose a poem on Bodvar; but it were unseemly that he should not have funeral rites. Though I do not think that we two shall sit at the drinking when the funeral feast is held.' Egil said that it was not to be expected that he could now compose, though he were to attempt it. 'However, I will try this,' said he.
Egil had had another son named Gunnar, who had died a short time before.
So then Egil began the poem,[9] and this is the beginning.
SONA-TORREK (SONS' LOSS).
1.
'Much doth it task me[10]
My tongue to move,
Through my throat to utter
The breath of song.
Poesy, prize of Odin,
Promise now I may not,
A draught drawn not lightly
From deep thought's dwelling.
2.
'Forth it flows but hardly;[11]
For within my breast
Heaving sobbing stifles
Hindered stream of song
Blessed boon to mortals
Brought from Odin's kin,
Goodly treasure, stolen
From Giant-land of yore.
3.
'He, who so blameless
Bore him in life,
O'erborne by billows
With boat was whelmed.
Sea-wavesflood that whilom
Welled from giant's wound
Smite upon the grave-gate
Of my sire and son.
4.
'Dwindling now my kindred
Draw near to their end,[12]
Ev'n as forest-saplings.[13]
Felled or tempest-strown.
Not gay or gladsome
Goes he who beareth
Body of kinsman
On funeral bier.
5.
'Of father fallen
First I may tell;
Of much-loved mother
Must mourn the loss.
Sad store hath memory
For minstrel skill,
A wood to bloom leafy
With words of song.
6.
'Most woful the breach,
Where the wave in-brake
On the fenced hold
Of my father's kin.
Unfilled, as I wot,
And open doth stand
The gap of son rent
By the greedy surge.
7.
'Me Ran, the sea-queen,
Roughly hath shaken:
I stand of beloved ones
Stript and all bare.
Cut hath the billow
The cord of my kin,
Strand of mine own[14]< twisting
So stout and strong.
8.
'Sure, if sword could venge
Such cruel wrong,
Evil times would wait
gir, ocean-god.
That wind-giant's brother
Were I strong to slay,
'Gainst him and his sea-brood
Battling would I go.
9.
'But I in no wise
Boast, as I ween,
Strength that may strive
With the stout ships' Bane.
For to eyes of all
Easy now 'tis seen
How the old man's lot
Helpless is and lone.
10.
'Me hath the main
Of much bereaved;
Dire is the tale,
The deaths of kin:
Since he the shelter
And shield of my house
Hied him from life
To heaven's glad realm.
11.
'Full surely I know,
In my son was waxing
The stuff and the strength
Of a stout-limbed wight:
Had he reached but ripeness
To raise his shield,
And Odin laid hand
On his liegeman true.
12.
'Willing he followed
His father's word,
Though all opposing
Should thwart my rede:
He in mine household
Mine honour upheld,
Of my power and rule
The prop and the stay.
13.
'Oft to my mind
My loss doth come,
How I brotherless bide
Bereaved and lone.
Thereon I bethink me,
When thickens the fight
Thereon with much searching
My soul doth muse:
14.
'Who staunch stands by me
In stress of fight,
Shoulder to shoulder,
Side by side?
Such want doth weaken
In war's dread hour;
Weak-winged I fly,
Whom friends all fail.
15.
'Son's place to his sire
(Saith a proverb true)
Another son born
Alone can fill.
Of kinsmen none
(Though ne'er so kind)
To brother can stand
In brother's stead.
16.
'O'er all our ice-fields,
Our northern snows,[15]
Few now I find
Faithful and true.
Dark deeds men love,
Doom death to their kin,
A brother's body
Barter for gold.
17.
'Unpleasing to me
Our people's mood,
Each seeking his own
In selfish peace.
To the happier bees' home
Hath passed my son,
My good wife's child
To his glorious kin.
18.
'Odin, mighty monarch,
Of minstrel mead the lord,
On me a heavy hand
Harmful doth lay.
Gloomy in unrest
Ever I grieve,
Sinks my drooping brow,
Seat of sight and thought.
19.
'Fierce fire of sickness
First from my home
Swept off a son
With savage blow:
One who was heedful,
Harmless, I wot,
In deeds unblemished,
In words unblamed.
20.
'Still do I mind me,
When the Friend of men
High uplifted
To the home of gods
That sapling stout
Of his father's stem,
Of my true wife born
A branch so fair.
21.
'Once bare I goodwill[16]
To the great spear-lord,
Him trusty and true
I trowed for friend:
Ere the giver of conquest,
The car-borne god,
Broke faith and friendship
False in my need.
22.
'Now victim and worship
To Vilir's brother,
The god once honoured,
I give no more.
Yet the friend of Mimir
On me hath bestowed
Some boot for bale,
If all boons I tell.
23.
'Yea he, the wolf-tamer,
The war-god skilful,
Gave poesy[17] faultless[18]
To fill my soul:
Gave wit to know well
Each wily trickster,
And force him to face me
As foeman in fight.
24.
'Hard am I beset;[19]
Whom Hela, the sister
Of Odin's fell captive,
On Digra-ness waits.
Yet shall I gladly
With right good welcome[20]
Dauntless in bearing
Her death-blow bide.'.[21]
Egil began to cheer up[22] as the composing of the poem[23] went on; and when the poem was complete, he brought it before Asgerdr and Thorgerdr and his family. He rose from his bed, and took his place in the high-seat. This poem he called 'Loss of Sons.' And now Egil had the funeral feast of his son held after ancient custom. But when Thorgerdr went home, Egil enriched her with good gifts.
Long time did Egil dwell at Borg, and became an old man. But it is not told that he had lawsuits with any here in the land; nor is there a word of single combats, or war and slaughter of his after he settled down here in Iceland. They say that Egil never went abroad out of Iceland after the events already related. And for this the main cause was that Egil might not be in Norway, by reason of the charges which (as has been told before) the kings there deemed they had against him. He kept house in munificent style, for there was no lack of money, and his disposition led him to munificence. King Hacon, Athelstan's foster-son, long ruled over Norway; but in the latter part of his life Eric's sons came to Norway and strove with him for the kingdom; and they had battles together, wherein Hacon ever won the victory. The last battle was fought in Hordaland, on Stord-island, at Fitjar: there king Hacon won the victory, but also got his death-wound. After that Eric's sons took the kingdom in Norway. Lord Arinbjorn was with Harold Eric's son, and was made his counsellor, and had of him great honours. He was commander of his forces and defender of the land. A great warrior was Arinbjorn, and a victorious. He was governor of the Firth folk. Egil Skallagrimsson heard these tidings of the change of kings in Norway, and therewith how Arinbjorn had returned to his estates in Norway, and was there in great honour. Then Egil composed a poem about Arinbjorn,[24] whereof this is the beginning:[25]
ARINBJORN'S EPIC, OR A PART THEREOF.
1.
'For generous prince
Swift praise I find,
But stint my words
To stingy churl.
Openly sing I
Of king's true deeds,
But silence keep
On slander's lies.
2.
'For fabling braggarts
Full am I of scorn,
But willing speak I
Of worthy friends:
Courts I of monarchs[26]
A many have sought,
A gallant minstrel
Of guileless mood.
3.
'Erewhile the anger
Of Yngling's son
I bore, prince royal
Of race divine.
With hood of daring
O'er dark locks drawn
A lord right noble
I rode to seek.
4.
'There sate in might
The monarch strong,
With helm of terror
High-throned and dread;
A king unbending
With bloody blade
Within York city
Wielded he power.
5.
'That moon-like brightness
Might none behold,
Nor brook undaunted
Great Eric's brow:
As fiery serpent[27]
His flashing eyes
Shot starry radiance
Stern and keen.
6.
'Yet I to this ruler
Of fishful seas
My bolster-mate's ransom
Made bold to bear,
Of Odin's goblet
O'erflowing dew
Each listening ear-mouth
Eagerly drank.
7.
'Not beauteous in seeming
My bardic fee
To ranks of heroes
In royal hall:
When I my hood-knoll[28]
Wolf-gray of hue
For mead of Odin
From monarch gat.
8.
'Thankful I took it,
And therewithal
The pit-holes black
Of my beetling brows;[29]
Yea and that mouth
That for me bare
The poem of praise
To princely knees.
9.
'Tooth-fence took I,
And tongue likewise,
Ears' sounding chambers
And sheltering eaves.
And better deemed I
Than brightest gold
The gift then given
By glorious king.
10.
'There a staunch stay
Stood by my side,
One man worth many
Of meaner wights,
Mine own true friend
Whom trusty I found,
High-couraged ever
In counsels bold.
11.
'Arinbjorn
Alone us saved
Foremost of champions
From fury of king;
Friend of the monarch
He framed no lies
Within that palace
Of warlike prince.
12.
'Of the stay of our house
Still spake he truth,
(While much he honoured
My hero-deeds)
Of the son of Kveldulf,
Whom fair-haired king
Slew for a slander,
But honoured slain.
13.
'Wrong were it if he
Who wrought me good,
Gold-splender lavish,
Such gifts had cast
To the wasteful tract
Of the wild sea-mew,
To the surge rough-ridden
By sea-kings' steeds.
14.
'False to my friend
Were I fairly called,
An untrue steward
Of Odin's cup;
Of praise unworthy,
Pledge-breaker vile,
If I for such good
Gave nought again.
15.
'Now better seeth
The bard to climb
With feet poetic
The frowning steep,[30]
And set forth open
In sight of all
The laud and honour
Of high-born chief.
16.
'Now shall my voice-plane
Shape into song
Virtues full many
Of valiant friend.
Ready on tongue
Twofold they lie,
Yea, threefold praises
Of Thorir's son.
17.
'First tell I forth
What far is known,
Openly bruited
In ears of all;
How generous of mood
Men deem this lord,
Bjorn of the hearth-fire
The birchwood's bane.
18.
'Folk bear witness
With wond'ring praise,
How to all guests
Good gifts he gives:
For Bjorn of the hearth-stone
Is blest with store
Freely and fully
By Frey and Njord.
19.
'To him, high scion
Of Hroald's tree,
Fulness of riches
Flowing hath come;
And friends ride thither
In thronging crowd
By all wide ways
'Neath windy heaven.
20.
'Above his ears
Around his brow
A coronal fair,
As a king, he wore.
Beloved of gods,
Beloved of men,
The warrior's friend,
The weakling's aid.
21.
'That mark he hitteth
That most men miss;
Though money they gather,
This many lack:
For few be the bounteous
And far between,
Nor easily shafted
Are all men's spears.
22.
'Out of the mansion
Of Arinbjorn,
When guested and rested
In generous wise,
None with hard jest,
None with rude jeer,
None with his axe-hand
Ungifted hie.
23.
'Hater of money
Is he of the Firths,
A foe to the gold-drops
Of Draupnir born.
. . . . .
24.
'Rings he scatters,
Riches he squanders,
Of avarice thievish
An enemy still.
. . . . .
25.
'Long course of life
His lot hath been,
By battles broken,
Bereft of peace.
. . . . .
26.
'Early waked I,
Word I gathered,
Toiled each morning
With speech-moulding tongue.
A proud pile[31] built I
Of praise long-lasting
To stand unbroken[32]
In Bragi's town.'
References
- ↑ swelled with grief: "Í útgáfu Finns Jónssonar af sögunni frá 1924 og í útgáfu Sigurðar Nordals frá 1933 er þegar hér er komið sögunni minnt á lýsingu Völsunga sögu á harmi Sigurðar Fáfnisbana eftir viðræðu þeirra Brynhildar, þar sem þau höfðu játað hvort öðru ást sína um leið og þau viðurkenndiu að ekki gæti annað af henni leitt en hörmung og dauða." Bjarni Einarsson. Um fáein harmræn atriði í Völsunga sögu og Egils sögu. (p. 10).
- ↑ live with this grief: "Völu-Steinn og Egill heyja helstríð af harmi eftir syni sína […] Um áhrif Landnámu á Egils sögu […] mætti spyrja hvort það sé ekki einmitt frásögnin af Völu-Steini sem haft hefur áhrif á sköpun frásagnarinnar um harm Egils. Sonatorrek hefur þá orðið til í hrifnæmum huga þess sem þekkti til Ögmundardrápu" Baldur Hafstað. HSk, Landnáma og Egils saga (p. 32).
- ↑ 'I am chewing samphire: "Hér er... líklegast fyrsta tilvitnun um sölvaát í fornsögum okkar, og má ætla að sú matarvenja hafi fluttst hingað með landnámsmönnum... [Söl voru] snar þáttur í fæðuöflun landsmanna, en þó var bundið landshlutum, hélst svo gegnum aldir, en fór minnkandi og lagðist alveg af í byrjun þessarar aldar." Sigurður Samúelsson. Sjúkdómar og dánarmein íslenskra fornmanna (p. 263).
- ↑ will you eat some: "C´est ainsi qu´elle mâche des algues pour avoir une raison de faire apporter de l´eau. [...] Mais ce n'est pas uniquement de la mort physique qu´elle le sauve. Si on considère qu'Egill est chrétien, [...], elle est aussi en train de le sauver d'un péché qui menace son salut éternel: le désespoir." Torfi H. Tulinius. Le statut théologique d‘Egill Skalla-Grímsson (p. 285).
- ↑ 'Would you like a drink: "Ef Egils saga hefur verið sögð í gildi, þar sem þekkt var táknmál kristinna launhelga, skilst flest í dæminu. Mjólk er þá tákn um endurfæðingu Egils. Hann er að segja skiljið við óargadýrið, hann er að bjóða velkomið manneðlið, læknislistina og skáldskaparíþróttina". Einar Pálsson. Bræður himins og Egils saga (p. 6).
- ↑ this is milk: "Hafi Egill átt möguleika á eilífu lífi, þar sem hann var tekinn inn í samfélag kristinna manna með prímsigningunni, þá skipti máli að hann svelti sig ekki til bana, eins og hann ætlaði að gera eftir að eftirlætissonur hans Böðvar drukknaði í Borgarfirði. Þegar Þorgerður narraði Egil til að bergja af mjólkinni og stakk svo upp á því að hann semdi erfikvæði um son sinn, með þeirri afleiðingu að hann hætti við að deyja, var hún ekki aðeins að bjarga lífi hans heldur líka sál." Torfi H. Tulinius. Hjálpræði frá Egilsdætrum (p. 69).
- ↑ our purpose is defeated: „Elle déclare mâcher des algues pour hâter son trépas. [...] Sa fille le calme en lui suggérant de composer une élégie á la mémoire de son fils. [...] Cet épisode unit le tragique et le comique, tout en témoignant d´une sagesse sur les sentiments les intimes du coeur humain.“ Torfi H. Tulinius. La saga d’Egill et l’histoire du roman (p. 150).
- ↑ compose a funeral poem: "Geðrænar truflanir eiga sér þar ávallt rökræn tildrög, og lýsingar á ytra atferli þeirra samræmast nánar þeim klinisku myndum sem þekktar eru í geðlæknisfræðinni nú á dögum og gefa jafnframt vísbendingu um innra eðli þeirra [...]. Það er eftirtektarvert að [Þorgerður] viðhefur sams konar tilburði gagnvart Agli og nú á tímum þykja vænlegastir til árangurs í geðlækningum og eru í reyndinni forsenda þess að terapeutisk breyting eigi sér stað, þ.e. að sjúklingurinn losni við einkenni sín og verði aftur samur og jafn fyrir tilverknað meðferðarinnar" Jakob Jónasson. Aftur í aldir (pp. 27-28).
- ↑ Egill began the poem: "While reading Egill’s poem on the loss of his sons, we are filled with admiration and wonder. Its light shines like the Northern Lights, the Aurora Borealis. It springs from a hidden source, its deep-glowing colours fanning out over the expanse of heaven, but displaying the grandeur of its radiance only in the twilight of the day." Bouman, Ari C. Egill Skallagrímsson‘s Poem Sonatorrek (p. 40).
- ↑ much doth it task me: "Þyki ástæða til að vefengja að Egill hafi kveðið Sonatorrek, þá væri enginn maður líklegri til að hafa "sett sig í spor Egils" en Snorri Sturluson, svo framarlega sem hann hefir verið höfundur Egils sögu" Bjarni Einarsson. Skáldið í Reykjaholti (p. 39).
- ↑ flows but hardly: "Það er eftirtektarvert, að Egill endurtekur í tveim fyrstu vísunum sömu hugsunina fimm sinnum með breyttum orðum. Slík þráhugsun er eitt af aðaleinkennum þungrar sorgar." Guðmundur Finnbogason. Um nokkrar vísur Egils Skallagrímssonar (p. 162).
- ↑ near to their end: "Sonatorrek er fyrsta íslenzka kvæðið og Egill fyrsti Íslendingurinn að því leyti, að hjá honum kemur fyrst skýrt fram sú sundurgreining sálarlífsins, sem skapaðist við flutning Íslendinga vestur um haf og varð skilyrði andlegra afreka þeirra, sem þeir unnu fram yfir Norðmenn." Sigurður Nordal. Átrúnaður Egils Skallagrímssonar (p. 164).
- ↑ hlynnar marka: "Mjer hefur komið til hugar, að hjer ætti að lesa hilmir." Björn M. Ólsen. Um vísu í Sonatorreki (p. 134).
- ↑ strand of my own: "Egill’s sense that an outrageous wrong has been committed against him personally, emphasised by ‘minnar ættar’ and ‘sjọlfum mér’, brings the desire for a counter attack: the same concern with justice and repayment which took such a positive form in Arinbjarnakviða here demands revenge" Larrington, Carolyne. Egill‘s longer Poems: Arinbjarnarkviða and Sonatorrek (p. 58).
- ↑ elgjar gálga: "elgjar getur með engu móti hjer táknað dýrið elgr, heldur sama sem krap, hálfbræddur snjór. ... Gálgi er trje, sem eitthvað er hengt á, þótt það sje haft í fornmálinu um það trje eitt, sem menn eru hengdir í. elgjar gálgi er þá sá gálgi, sem snjór hangir á, og það verður Ísland". Halldór Kr. Friðriksson. Egils saga (p. 373).
- ↑ once bare I goodwill: "Egill's profound poem also comprises ... a kind of minority report, a set of mythological allusions with an undermining and unsettling effect. These references to a group of Odinic stories outside the Baldr complex but somehow related to it seem to undercut or even deconstruct the official mythology by concerning themselves with problems that are papered or denied in the central Baldr myths ... The major stories from this group will be immediately recalled by the names of their long-lived protagonists, all sacrificers or would-be-sacrifices of sons or near-kinsmen: King Aun, King Haraldr hilditǫnn, and Strakaðr the Old. I will argue that Egill takes on the persona of each in the course of his poem." Harris, Joseph. Sacrifice and Guilt in Sonatorrek (p. 174-75).
- ↑ Gave poesy: „Í næstefsta erindi Sonatorreks drepur Egill á tvær gjafir, sem hann hafði þegið að Óðni: „vammi firrða íþrótt“ (skáldskapar) og „það geð er eg gerði mér vísa fjendur að vélöndum“. Þessi orð skáldsins gefa tilefni til ýmissa hugleiðinga um þær guðlegu gjafir, sem getið er annars staðar í fornum bókmenntum vorum“. Hermann Pálsson. Tveir þættir um Egils sögu (p. 80).
- ↑ poesy faultless: "niðurstaða þess [kvæðisins] er sú að í stóru böli, þegar ekki fæst hjálp leingur af máttarvöldum, þá sé athvarf í skáldskap." Halldór Laxness. Egill Skallagrímsson og sjónvarpið (p. 118).
- ↑ Hard am I beset: "Of this poem and others like it in the skaldic corpus it may be said that there are in fact two “topics,” an ostensible one, and the poet’s own perception of the ostensible one, and that the latter may on occasion so overshadow the former that it tends to become the poem’s main subject." Clover, Carol. Scaldic Sensibility (p. 65).
- ↑ good welcome: "„Góður vilji“ er mjög upprunalegt hugtak í kristindómi, í senn guðfræðilegt og siðfræðilegt. [...] Skilyrði fyrir hjálpræði er að mennirnir séu með góðan vilja: blessun guðs er yfir manni sem hefur góðan vilja.; fyrir bragðið bíður hann „glaður og óhryggur“ hvers sem að höndum ber." Halldór Laxness. Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvæðum (p. 22).
- ↑ death-blow bide: "Í ... niðurlagserindi Sonatorreks, vega salt, ef svo má segja, útsynningurinn og hinn heiðni boðskapur um kjark og lífsgleði – líkt og böl og bölva bætur í vísunum næst á undan. Þannig tekst skáldinu – í lok kvæðisins – „at létta upp pundaraskaptinu“." Ólafur M. Ólafsson. Sonatorrek (p. 187).
- ↑ began to cheer up: „Grief, [Egill] said, made it hard for him to write. Grief did not cause him to write, but he wrote despite grief. The two are opposed. By making his poem Egill conquered his grief: the gift of poesy was “high amends” for his loss, a “fault-free unfailing skill” through which he rendered himself able to meet his fate. The crystallization of emotional experience in an intellectual form enables the poet to transcend that experience.“ Bolton, W.F. The Old Icelandic Dróttkvætt (p. 284-85).
- ↑ composing of the poem: "[T]he composer of Egils saga adopts a stronger interest in the poet’s production of verse in a personalised context than in his composition of court poetry for foreign rulers”.Clunies Ross, Margaret. The Skald Sagas as a Genre (p. 37).
- ↑ poem about Arinbjorn: "[V]ísurnar um Arinbjörn mynda hápunkt verksins. Það sem eftir lifir sögunnar er ekkert annað en nauðsynleg sögulok." Baldur Hafstað. Konungsmenn í kreppu og vinátta í Egils sögu (p. 97)
- ↑ this is the beginning: "Arinbjarnarkviða stendur aðeins í Möðruvallabók. Það vekur grun um að sagan sé tilefni þessa kveðskapar, en kveðskapurinn ekki tilefni sögunnar eins og gjarnan er talið." Sveinbjörn Rafnsson. Sagnastef í íslenskri menningarsögu (p. 93).
- ↑ courts I of monarchs: "The general themes of the poem are addressed already in the first two verses: the nature of nobility, later exemplified by Arinbjọrn, consisting in generosity, ‘mildinga’ (generous lords) 2.6, and courage, ‘jọfurs dáðum’ (a lord’s great deeds) 1.6, and their opposites: ‘gløggvinga’ (misers) 1.4, and skrọkberọndum’ (lying boasters) 2.2." Larrington, Carolyne. Egill‘s longer Poems: Arinbjarnarkviða and Sonatorrek (p. 51).
- ↑ ormfránn ennimáni: „Í 5. vísu Arinbjarnarkviðu er nýgerving þar sem hinum ógnvænlegu augum Eiríks blóðaxar er lýst. Í Húsdrápu Úlfs Uggasonar, sem varðveitt er í Snorra-Eddu, birtist sama nýgerving“ Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (p. 21).
- ↑ hattar staup: "[Í þessari vísu] líkir Egill höfði sínu við staup sem hann þiggur fyrir mjöð Óðins. Þetta minnir á vísu Braga Boddasonar þar sem hann er eins og Egill að rifja upp þann atburð er hann þá höfuð sitt fyrir skáldskap." Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (p. 22).
- ↑ svartleit síðra brúna: "Arinbjarnarkviða staðfestir [hér] að Egill sé dökkhærður. Ófá eru þau íslensk skáld sem sögð eru dökkhærð, sbr. hið algenga skáldaviðurnefni „svarti“ ... Hefðin hefur gert skáldin dökk." Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (p. 26).
- ↑ the frowning steep: "The startling image of poetry not as liquid but as leafy timber appears to be reinforced in the first helming of stanza 15 of Arinbjarnarkviða, where Egill says that Arinbjörn’s deeds can be “easily polished (or smoothed) by the voice-plane” (erum auðskæf/ ómunlokri)." Clover, Carol. Scaldic Sensibility (p. 76).
- ↑ proud pile: "[I]n the concluding stanza Egill returns to the idea of language as a signal tower, a beacon on a high sea-cliff like Beowulf’s arrow ... Now Egill had not read Horace’s “monumentum aere perennius”; in fact there is no reason to believe that Egill had read anyone who did not write in runes, but the fame of Arinbjörn is here made equivalent to a monument of stone. And it is hard not to think of the conjunction of stone monument, written language, and fame that we know from some of the Swedish runestones." Harris, Joseph. Romancing the Rune ('. 136-37).
- ↑ stand unbroken: "Arinbjarnarkviða er endurminning skálds um stórfeinglega ævi, sem vitjar hans í elli, með ástríðufullum viðbrögðum við mönnum konúngum vinum og guðum; henni lýkur með erindi sem gerir tímasetníngar að aukaatriði eða réttara sagt lyftir yrkisefninu upp í eilífan tíma." Halldór Laxness. Egill Skallagrímsson og sjónvarpið (p. 120).
Kafli 80
Ólafur fékk Þorgerðar
Ólafur hét maður, son Höskulds Dala-Kollssonar og son Melkorku dóttur Mýrkjartans Írakonungs. Ólafur bjó í Hjarðarholti í Laxárdal vestur í Breiðafjarðardölum. Ólafur var stórauðigur að fé. Hann var þeirra manna fríðastur sýnum er þá voru á Íslandi. Hann var skörungur mikill.
Ólafur bað Þorgerðar dóttur Egils. Þorgerður var væn kona og kvenna mest, vitur og heldur skapstór en hversdaglega kyrrlát. Egill kunni öll deili á Ólafi og vissi að það gjaforð var göfugt og fyrir því var Þorgerður gift Ólafi. Fór hún til bús með honum í Hjarðarholt. Þeirra börn voru þau Kjartan, Þorbergur, Halldór, Steindór, Þuríður, Þorbjörg, Bergþóra. Hana átti Þórhallur goði Oddason. Þorbjörgu átti fyrr Ásgeir Knattarson en síðar Vermundur Þorgrímsson. Þuríði átti Guðmundur Sölmundarson. Voru þeirra synir Hallur og Víga-Barði.
Össur Eyvindarson bróðir Þórodds í Ölfusi fékk Beru dóttur Egils.
Böðvar son Egils var þá frumvaxta. Hann var hinn efnilegasti maður, fríður sýnum, mikill og sterkur svo sem verið hafði Egill eða Þórólfur á hans aldri. Egill unni honum mikið. Var Böðvar og elskur að honum.
Það var eitt sumar að skip var í Hvítá og var þar mikil kaupstefna. Hafði Egill þar keypt við margan og lét flytja heim á skipi. Fóru húskarlar og höfðu skip áttært er Egill átti. Það var þá eitt sinn að Böðvar beiddist að fara með þeim og þeir veittu honum það. Fór hann þá inn á Völlu með húskörlum. Þeir voru sex saman á áttæru skipi. Og er þeir skyldu út fara þá var flæðurin síð dags og er þeir urðu hennar að bíða þá fóru þeir um kveldið síð. Þá hljóp á útsynningur steinóði en þar gekk í móti útfallsstraumur. Gerði þá stórt á firðinum sem þar kann oft verða. Lauk þar svo að skipið kafði undir þeim og týndust þeir allir. En eftir um daginn skaut upp líkunum. Kom lík Böðvars inn í Einarsnes en sum komu fyrir sunnan fjörðinn og rak þangað skipið. Fannst það inn við Reykjarhamar.
Þann dag spurði Egill þessi tíðindi og þegar reið hann að leita líkanna. Hann fann rétt lík Böðvars. Tók hann það upp og setti í kné sér og reið með út í Digranes til haugs Skalla-Gríms. Hann lét þá opna hauginn og lagði Böðvar þar niður hjá Skalla-Grími. Var síðan aftur lokinn haugurinn og var eigi fyrr lokið en um dagsetursskeið. Eftir það reið Egill heim til Borgar og er hann kom heim þá gekk hann þegar til lokrekkju þeirrar er hann var vanur að sofa í. Hann lagðist niður og skaut fyrir loku. Engi þorði að krefja hann máls.
En svo er sagt, þá er þeir settu Böðvar niður, að Egill var búinn, hosan var strengd fast að beini. Hann hafði fustanskyrtil rauðan, þröngvan upphlutinn og lás að síðu. En það er sögn manna að hann þrútnaði svo að kyrtillinn rifnaði af honum og svo hosurnar.[1]
En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna. Hann hafði þá og engan mat né drykk. Lá hann þar þann dag og nóttina eftir. Engi maður þorði að mæla við hann.
En hinn þriðja morgun þegar er lýsti þá lét Ásgerður skjóta hesti undir mann, reið sá sem ákaflegast vestur í Hjarðarholt, og lét segja Þorgerði þessi tíðindi öll saman og var það um nónskeið er hann kom þar. Hann sagði og það með að Ásgerður hafði sent henni orð að koma sem fyrst suður til Borgar.
Þorgerður lét þegar söðla sér hest og fylgdu henni tveir menn. Riðu þau um kveldið og nóttina til þess er þau komu til Borgar. Gekk Þorgerður þegar inn í eldahús. Ásgerður heilsaði henni og spurði hvort þau hefðu náttverð etið.
Þorgerður segir hátt: „Engvan hefi eg náttverð haft og engan mun eg fyrr en að Freyju. Kann eg mér eigi betri ráð en faðir minn. Vil eg ekki lifa eftir föður minn og bróður.“
Hún gekk að lokhvílunni og kallaði: „Faðir, lúk upp hurðunni, vil eg að við förum eina leið bæði.“
Egill spretti frá lokunni. Gekk Þorgerður upp í hvílugólfið og lét loku fyrir hurðina. Lagðist hún niður í aðra rekkju er þar var.
Þá mælti Egill: „Vel gerðir þú dóttir er þú vilt fylgja föður þínum. Mikla ást hefir þú sýnt við mig. Hver von er að eg muni lifa vilja við harm þenna?“[2]
Síðan þögðu þau um hríð.
Þá mælti Egill: „Hvað er nú dóttir, tyggur þú nú nokkuð?“
„Tygg eg söl,“[3] segir hún, „því að eg ætla að mér muni þá verra en áður. Ætla eg ella að eg muni of lengi lifa.“
„Er það illt manni?“ segir Egill.
„Allillt,“ segir hún, „viltu eta?“[4]
„Hvað mun varða?“ segir hann.
En stundu síðar kallaði hún og bað gefa sér drekka. Síðan var henni gefið vatn að drekka.
Þá mælti Egill: „Slíkt gerir að er sölin etur, þyrstir æ þess að meir.“
„Viltu drekka faðir?“[5] segir hún.
Hann tók við og svalg stórum og var það í dýrshorni.
Þá mælti Þorgerður: „Nú erum við vélt.[6] Þetta er mjólk.“[7]
Þá beit Egill skarð úr horninu, allt það er tennur tóku, og kastaði horninu síðan.
Þá mælti Þorgerður: „Hvað skulum við nú til ráðs taka? Lokið er nú þessi ætlan. Nú vildi eg faðir að við lengdum líf okkart svo að þú mættir yrkja erfikvæði[8] eftir Böðvar en eg mun rísta á kefli, en síðan deyjum við ef okkur sýnist. Seint ætla eg Þorstein son þinn yrkja kvæðið eftir Böðvar en það hlýðir eigi að hann sé eigi erfður því að eigi ætla eg okkur sitja að drykkjunni þeirri að hann er erfður.“
Egill segir að það var þá óvænt að hann mundi þá yrkja mega þótt hann leitaði við „en freista má eg þess,“ segir hann.
Egill hafði þá átt son er Gunnar hét og hafði sá og andast litlu áður.
Og er þetta upphaf kvæðis:[9]
1.
Mjök erum tregt[10]
tungu að hræra
eða loftvægi
ljóðpundara.
Era nú vænlegt
um Viðris þýfi
né hógdrægt
úr hugar fylgsni.
2.
Era andþeystr[11]
því að ekki veldr
höfuglegr,
úr hyggju stað
fagnafundr
Þriggja niðja,
ár borinn
úr jötunheimum,
3.
Lastalaus
er lifnaði
á Nökkvers
nökkva bragi.
Jötuns háls
undir flota
Náins niðr
fyr naustdurum.
4.
Því að ætt mín
á enda stendr,[12]
sem hræbarnir
hlynnar marka.[13]
Era karskr maðr
sá er köggla ber
frænda hrörs
af fletjum niðr.
5.
Þó mun ég mitt
og móður hrör
föður fall
fyrst um telja.
Það ber ég út
úr orðhofi
mærðar timbur
máli laufgað.
6.
Grimmt varum hlið
það er hrönn um braut
föður míns
á frændgarði.
Veit ég ófullt
og opið standa
sonar skarð
er mér sjár um vann.
7.
Mjög hefr Rán
ryskt um mig.
Er ég ofsnauðr
að ástvinum.
Sleit mar bönd
minnar ættar,
... þátt
af sjálfum mér.[14]
8.
Veistu um þá sök
sverði of rækag,
var ölsmiðr
allra tíma.
Hroða vogs bræðr,
ef vega mættag,
færi ég andvígr
Ægis mani.
9.
En ég ekki
eiga þóttumst
sakar afl
við súðs bana
því að alþjóð
fyr augum verðr
gamals þegns
gengileysi.
10.
Mig hefr mar
miklu ræntan,
grimmt er fall
frænda að telja,
síðan er minn
á munvega
ættar skjöldr
aflífi hvarf.
11.
Veit ég það sjálfr
að í syni mínum
vara ills þegns
efni vaxið
ef sá randviðr
röskvask næði
uns her-Gauts
hendr of tæki.
12.
Æ lét flest
það er faðir mælti
þótt öll þjóð
annað segði,
mér upp hélt
of verbergi
og mitt afl
mest um studdi.
13.
Oft kemr mér
mána bjarnar
í byrvind
bræðraleysi.
Hyggjumst um
er hildr þróast,
nýsumst hins
og hygg að því
14.
hver mér hugaðr
á hlið standi
annar þegn
við óðræði.
Þarf ég hans oft
of hergjörum.
Verð ég varfleygr,
er vinir þverra.
15.
Mjög er torfyndr
sá er trúa knegum
of alþjóð
Elgjar gálga[15]
því að niflgóðr
niðja steypir
bróður hrör
við baugum selur.
16.
Finn ek það oft,
er fjár beiðir ...
17.
Það er og mælt
að enginn geti
sonar iðgjöld
nema sjálfr ali túni
þann nið
er öðrum sé
borinn maðr
í bróður stað.
18.
Erumka þokkt
þjóða sinni
þótt sérhver
sátt um haldi.
Bir er Bískips
í bæ kominn,
kvonar son,
kynnis leita.
19.
En mér fannst
í föstum þokk
hrosta hilmir
á hendi stendr.
Máka eg upp
í aróar grímu,
rýnisreið,
réttri halda,
20.
síð er son minn
sóttar brími
heiftuglegr
úr heimi nam,
þann eg veit
að varnaði
vamma var
við námæli.
21.
Það man ég enn
er upp um hóf
í goðheim
Gauta spjalli
ættar ask
þann er óx af mér,
og kynvið
kvonar minnar.
22.
Átti ég gott[16]
við geira drottin.
Gerðumst tryggr
að trúa honum,
áðr um að
vagna runni,
sigrhöfundr,
um sleit við mig.
23.
Blótka eg því
bróður Vílis,
goðs jaðar,
að eg gjarn sék.
Þó hefr Míms vinur
mér um fengnar
bölva bætr[17]
ef hið betra teldi.
24.
Gafumst íþrótt[18]
úlfs um bági
vígi vanur
vammi firrða
og það geð
er eg gerði mér
vísa fjandr
af vélöndum.
25.
Nú er mér torvelt.[19]
Tveggja bága
njörva nift
á nesi stendr.
Skal eg þó glaður
með góðan vilja[20]
og óhryggr
heljar bíða.[21]
Egill tók að hressast[22] svo sem fram leið að yrkja kvæðið[23] og er lokið var kvæðinu þá færði hann það Ásgerði og Þorgerði og hjónum sínum. Reis hann þá upp úr rekkju og settist í öndvegi. Kvæði þetta kallaði hann Sonatorrek.[24] Síðan lét Egill erfa sonu sína eftir fornri siðvenju. En er Þorgerður fór heim þá leiddi Egill hana með gjöfum í brott.
Egill bjó að Borg langa ævi og varð maður gamall en ekki er getið að hann ætti málaferli við menn hér á landi. Ekki er og sagt frá hólmgöngum hans eða vígaferlum síðan er hann staðfestist hér á Íslandi.
Svo segja menn að Egill færi ekki í brott af Íslandi síðan er þetta var tíðinda er nú var áður frá sagt, og bar það mest til þess að Egill mátti ekki vera í Noregi af þeim sökum sem fyrr var frá sagt að konungar þóttust eiga við hann. Bú hafði hann rausnarsamlegt því að fé skorti eigi. Hann hafði og gott skaplyndi til þess.
Hákon konungur Aðalsteinsfóstri réð fyrir Noregi langa stund en hinn efra hlut ævi hans þá komu synir Eiríks til Noregs og deildu til ríkis í Noregi við Hákon konung og áttu þeir orustu saman og hafði Hákon jafnan sigur. Hina síðustu orustu áttu þeir á Hörðalandi, í Storð á Fitjum. Þar fékk Hákon konungur sigur og þar með banasár. Eftir það tóku þeir konungdóm í Noregi Eiríkssynir.
Arinbjörn hersir var með Haraldi Eiríkssyni og gerðist ráðgjafi hans og hafði af honum veislur stórlega miklar. Var hann forstjóri fyrir liði og landvörn. Arinbjörn var hermaður mikill og sigursæll. Hann hafði að veislum Fjarðafylki.
Egill Skalla-Grímsson spurði þessi tíðindi, að konungaskipti var orðið í Noregi, og það með að Arinbjörn var þá kominn í Noreg til búa sinna og hann var þá í virðing mikilli. Þá orti Egill kvæði um Arinbjörn[25] og er þetta upphaf að:[26]
1.
Emk hraðkvæðr
hilmi at mæra,
en glapmáll
um glöggvinga,
opinspjallr
of jöfurs dáðum,
en þagmælskr
um þjóðlygi.
2.
skaupi gnægðr
skrökberöndum,
emk vilkvæðr
um vini mína.
sótt hefi eg mörg
mildinga sjöt[27]
með grunlaust
grepps um æði.
3.
Hafði eg endr
Ynglings burar,
ríks konungs,
reiði fengna;
Dró eg djarfhött
um dökkva skör,
lét eg hersi
heim um sóttan.
4.
þar er allvaldr
und ægishjalmi,
ljóðfrömuðr,
að landi sat.
Stýrir konungr
við stirðan hug
í Jórvík
úrgum hjörvi.
5.
Vara það tunglskin
tryggt að líta,
né ógnlaust,
Eiríks bráa;
þá er ormfránn
ennimáni [28]
skein allvalds
ægigeislum.
6.
Þó eg bólstrverð
um bera þorði
maka hængs
markar dróttni,
svo að Yggs full
ýranda kom
að hvers manns
hlusta munnum.
7.
Né hamfagrt
hölðum þótti
skaldfé mitt
að skata húsum,
þá er ulfgrátt
við Yggjar miði
hattar staup[29]
at hilmi þák.
8.
Við því tók,
en tiru fylgðu
sökk svartleit
síðra brúna[30]
ok sá munnr,
er mína bar
höfuðlausn
fyr hilmis kné.
9.
Þar er tannfjöld
með tungu þák
ok hlertjöld
hlustum göfguð
en sú gjöf
gulli betri
hróðugs konungs
um heitin var.
10.
Þar stóð mér;[31]
mörgum betri
hoddfinnendum
á hlið aðra
tryggr vinr minn,
sá er trúa knáttag,
heiðþróaðr,
hverju ráði.
11.
Arinbjörn,
er oss einn um hóf,
knía fremstr,
frá konungs fjónum,
vin þjóðans,
er vætki laug
í herskás
hilmis garði.
12.
Ok . . .
. . . stuðli lét
margframaðr
minna dáða,
sem en . . . að . . .
. . . Halfdanar
að í væri
ættar skaði.
13.
Mun eg vinþjófr
verða heitinn
ok váljúgt
at Viðris fulli,
hróðrs örverðr
ok heitrofi,
nema þess gagns
gjöld um vinnag.
14.
Nú er það sét,
hvar er setja skal
bragar fótum
brattstiginn
fyr mannfjöld,
margra sjónir,
hróðr máttigs
hersa kundar.
15.
Nú erumk auðskæf
ómunlokri
magar Þóris
mærðar efni,
vinar míns,
því að valið liggja
tvenn ok þrenn
á tungu mér.
16.
Það tel eg fyrst,
er flestr um veit
og alþjóð
eyrun sækir,
hvé mildgeðr
mönnum þótti
bjóða björn
birkis ótta.
17. Það allsheri
at undri gefst,
hvé hann urþjóð
auði gnægir,
en grjótbjörn
um gæddan hefr
Freyr ok Njörðr
af fjár afli.
18. En Hróalds
á höfuðbaðmi
auðs iðgnótt
að ölnum sifjar,
sé . . .
af vegum öllum
á vindkers
víðum botni.
19.
Hann drógseil
um eiga gat
sem hildingr
heyrnar spanna,
goðum ávarðr
með gumna fjöld,
vinr véþorms,
veklinga tæs.
20.
Það hann vinnr,
er þrjóta mun
flesta menn,
þótt fé eigi.
Kveðka eg skammt
meðal skata húsa
né auðskeft
almanna spjör.
21.
Gekk maðr engi
að Arinbjarnar
úr legvers
löngum knerri
háði leiddr
né heiftkviðum
með atgeirs
auðar toftir.
22.
Hinn er fégrimmr,
er í Fjörðum býr,
sá eg um dólgr
Draupnis niðja,
en sökunautr
Sónar hvinna,
hringum . . .
hoddvegandi.
23.
Hann aldrteig
um eiga gat
fjölsáinn
með friðar spjöllum
. . .
24.
Það er órétt,
ef orpið hefr
á máskeið
mörgu gagni,
rammriðin
Rökkva stóði,
vellvönuðr,
því er veitti mér.
25.
Vask árvakr,
bark orð saman
með málþjóns
morgunverkum,
hlóð eg lofköst[32]
þann er lengi stendr
óbrotgjarn[33]
í bragar túni.
Tilvísanir
- ↑ þrútinn af harmi: "Í útgáfu Finns Jónssonar af sögunni frá 1924 og í útgáfu Sigurðar Nordals frá 1933 er þegar hér er komið sögunni minnt á lýsingu Völsunga sögu á harmi Sigurðar Fáfnisbana eftir viðræðu þeirra Brynhildar, þar sem þau höfðu játað hvort öðru ást sína um leið og þau viðurkenndiu að ekki gæti annað af henni leitt en hörmung og dauða." Bjarni Einarsson. Um fáein harmræn atriði í Völsunga sögu og Egils sögu. (s. 10).
- ↑ lifa vilja við harm þenna: „Völu-Steinn og Egill heyja helstríð af harmi eftir syni sína […] Um áhrif Landnámu á Egils sögu […] mætti spyrja hvort það sé ekki einmitt frásögnin af Völu-Steini sem haft hefur áhrif á sköpun frásagnarinnar um harm Egils. Sonatorrek hefur þá orðið til í hrifnæmum huga þess sem þekkti til Ögmundardrápu" Baldur Hafstað. HSk, Landnáma og Egils saga (s. 32).
- ↑ tygg eg söl: "Hér er... líklegast fyrsta tilvitnun um sölvaát í fornsögum okkar, og má ætla að sú matarvenja hafi fluttst hingað með landnámsmönnum... [Söl voru] snar þáttur í fæðuöflun landsmanna, en þó var bundið landshlutum, hélst svo gegnum aldir, en fór minnkandi og lagðist alveg af í byrjun þessarar aldar." Sigurður Samúelsson. Sjúkdómar og dánarmein íslenskra fornmanna (s. 263).
- ↑ viltu eta: "C'est ainsi qu'elle mâche des algues pour avoir une raison de faire apporter de l'eau. [...] Mais ce n'est pas uniquement de la mort physique qu'elle le sauve. Si on considère qu'Egill est chrétien, [...], elle est aussi en train de le sauver d'un péché qui menace son salut éternel: le désespoir." Torfi H. Tulinius. Le statut théologique d‘Egill Skalla-Grímsson (s. 285).
- ↑ Viltu drekka faðir?: „Ef Egils saga hefur verið sögð í gildi, þar sem þekkt var táknmál kristinna launhelga, skilst flest í dæminu. Mjólk er þá tákn um endurfæðingu Egils. Hann er að segja skiljið við óargadýrið, hann er að bjóða velkomið manneðlið, læknislistina og skáldskaparíþróttina“. Einar Pálsson. Bræður himins og Egils saga (s. 6).
- ↑ Nú erum við vélt: „Elle déclare mâcher des algues pour hâter son trépas. [...] Sa fille le calme en lui suggérant de composer une élégie á la mémoire de son fils. [...] Cet épisode unit le tragique et le comique, tout en témoignant d´une sagesse sur les sentiments les intimes du coeur humain.“ Torfi H. Tulinius. La saga d’Egill et l’histoire du roman (s. 150).
- ↑ þetta er mjólk: "Hafi Egill átt möguleika á eilífu lífi, þar sem hann var tekinn inn í samfélag kristinna manna með prímsigningunni, þá skipti máli að hann svelti sig ekki til bana, eins og hann ætlaði að gera eftir að eftirlætissonur hans Böðvar drukknaði í Borgarfirði. Þegar Þorgerður narraði Egil til að bergja af mjólkinni og stakk svo upp á því að hann semdi erfikvæði um son sinn, með þeirri afleiðingu að hann hætti við að deyja, var hún ekki aðeins að bjarga lífi hans heldur líka sál." Torfi H. Tulinius. Hjálpræði frá Egilsdætrum (s. 69).
- ↑ yrkja erfikvæði: „Geðrænar truflanir eiga sér þar ávallt rökræn tildrög, og lýsingar á ytra atferli þeirra samræmast nánar þeim klinisku myndum sem þekktar eru í geðlæknisfræðinni nú á dögum og gefa jafnframt vísbendingu um innra eðli þeirra [...]. Það er eftirtektarvert að [Þorgerður] viðhefur sams konar tilburði gagnvart Agli og nú á tímum þykja vænlegastir til árangurs í geðlækningum og eru í reyndinni forsenda þess að terapeutisk breyting eigi sér stað, þ.e. að sjúklingurinn losni við einkenni sín og verði aftur samur og jafn fyrir tilverknað meðferðarinnar” Jakob Jónasson. Aftur í aldir (s. 27-28).
- ↑ upphaf kvæðis: "While reading Egill’s poem on the loss of his sons, we are filled with admiration and wonder. Its light shines like the Northern Lights, the Aurora Borealis. It springs from a hidden source, its deep-glowing colours fanning out over the expanse of heaven, but displaying the grandeur of its radiance only in the twilight of the day." Bouman, Ari C. Egill Skallagrímsson‘s Poem Sonatorrek (s. 40).
- ↑ mjök erum tregt: "Þyki ástæða til að vefengja að Egill hafi kveðið Sonatorrek, þá væri enginn maður líklegri til að hafa "sett sig í spor Egils" en Snorri Sturluson, svo framarlega sem hann hefir verið höfundur Egils sögu." Bjarni Einarsson. Skáldið í Reykjaholti (s. 39).
- ↑ era andþeystr: "Það er eftirtektarvert, að Egill endurtekur í tveim fyrstu vísunum sömu hugsunina fimm sinnum með breyttum orðum. Slík þráhugsun er eitt af aðaleinkennum þungrar sorgar." Guðmundur Finnbogason. Um nokkrar vísur Egils Skallagrímssonar (s. 162).
- ↑ á enda stendr: "Sonatorrek er fyrsta íslenzka kvæðið og Egill fyrsti Íslendingurinn að því leyti, að hjá honum kemur fyrst skýrt fram sú sundurgreining sálarlífsins, sem skapaðist við flutning Íslendinga vestur um haf og varð skilyrði andlegra afreka þeirra, sem þeir unnu fram yfir Norðmenn." Sigurður Nordal. Átrúnaður Egils Skallagrímssonar (s. 164).
- ↑ hlynnar marka: "Mjer hefur komið til hugar, að hjer ætti að lesa hilmir." Björn M. Ólsen. Um vísu í Sonatorreki (s. 134).
- ↑ sjálfum mér: "Egill’s sense that an outrageous wrong has been committed against him personally, emphasised by ‘minnar ættar’ and ‘sjọlfum mér’, brings the desire for a counter attack: the same concern with justice and repayment which took such a positive form in Arinbjarnakviða here demands revenge" Larrington, Carolyne. Egill‘s longer Poems: Arinbjarnarkviða and Sonatorrek (s. 58).
- ↑ elgjar gálga: "elgjar getur með engu móti hjer táknað dýrið elgr, heldur sama sem krap, hálfbræddur snjór. ... Gálgi er trje, sem eitthvað er hengt á, þótt það sje haft í fornmálinu um það trje eitt, sem menn eru hengdir í. elgjar gálgi er þá sá gálgi, sem snjór hangir á, og það verður Ísland". Halldór Kr. Friðriksson. Egils saga (s. 373).
- ↑ átti ég gott: "Egill's profound poem also comprises ... a kind of minority report, a set of mythological allusions with an undermining and unsettling effect. These references to a group of Odinic stories outside the Baldr complex but somehow related to it seem to undercut or even deconstruct the official mythology by concerning themselves with problems that are papered or denied in the central Baldr myths ... The major stories from this group will be immediately recalled by the names of their long-lived protagonists, all sacrificers or would-be-sacrifices of sons or near-kinsmen: King Aun, King Haraldr hilditǫnn, and Strakaðr the Old. I will argue that Egill takes on the persona of each in the course of his poem." Harris, Joseph. Sacrifice and Guilt in Sonatorrek (s. 174-75).
- ↑ bölva bætr: "niðurstaða þess [kvæðisins] er sú að í stóru böli, þegar ekki fæst hjálp leingur af máttarvöldum, þá sé athvarf í skáldskap." Halldór Laxness. Egill Skallagrímsson og sjónvarpið (s. 118).
- ↑ Gafumst íþrótt: „Í næstefsta erindi Sonatorreks drepur Egill á tvær gjafir, sem hann hafði þegið að Óðni: „vammi firrða íþrótt“ (skáldskapar) og „það geð er eg gerði mér vísa fjendur að vélöndum“. Þessi orð skáldsins gefa tilefni til ýmissa hugleiðinga um þær guðlegu gjafir, sem getið er annars staðar í fornum bókmenntum vorum“. Hermann Pálsson. Tveir þættir um Egils sögu (s. 80).
- ↑ Nú er mér torvelt: "Of this poem and others like it in the skaldic corpus it may be said that there are in fact two “topics,” an ostensible one, and the poet’s own perception of the ostensible one, and that the latter may on occasion so overshadow the former that it tends to become the poem’s main subject." Clover, Carol. Scaldic Sensibility (s. 65)
- ↑ með góðan vilja: "„Góður vilji“ er mjög upprunalegt hugtak í kristindómi, í senn guðfræðilegt og siðfræðilegt. [...] Skilyrði fyrir hjálpræði er að mennirnir séu með góðan vilja: blessun guðs er yfir manni sem hefur góðan vilja.; fyrir bragðið bíður hann „glaður og óhryggur“ hvers sem að höndum ber." Halldór Laxness. Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvæðum (s. 22).
- ↑ heljar bíða: "Í ... niðurlagserindi Sonatorreks, vega salt, ef svo má segja, útsynningurinn og hinn heiðni boðskapur um kjark og lífsgleði – líkt og böl og bölva bætur í vísunum næst á undan. Þannig tekst skáldinu – í lok kvæðisins – „at létta upp pundaraskaptinu“." Ólafur M. Ólafsson. Sonatorrek (s. 187).
- ↑ tók að hressast: „Grief, [Egill] said, made it hard for him to write. Grief did not cause him to write, but he wrote despite grief. The two are opposed. By making his poem Egill conquered his grief: the gift of poesy was “high amends” for his loss, a “fault-free unfailing skill” through which he rendered himself able to meet his fate. The crystallization of emotional experience in an intellectual form enables the poet to transcend that experience.“ Bolton, W.F. The Old Icelandic Dróttkvætt (s. 284-85).
- ↑ að yrkja kvæðið: „[T]he composer of Egils saga adopts a stronger interest in the poet’s production of verse in a personalised context than in his composition of court poetry for foreign rulers”.Clunies Ross, Margaret. The Skald Sagas as a Genre (s. 37).
- ↑ torrek: „Mjer þykir líklegt, að Egill hafi myndað orðið torrek við þetta tækifæri. Síðar hefur merking þess færzt nokkuð til, en þó á eðlilegan hátt (torsótt hefnd, torbætt tjón, þungbær missir)“ Árni Pálsson. Sonatorrek (s. 153).
- ↑ kvæði um Arinbjörn: "[V]ísurnar um Arinbjörn mynda hápunkt verksins. Það sem eftir lifir sögunnar er ekkert annað en nauðsynleg sögulok." Baldur Hafstað. Konungsmenn í kreppu og vinátta í Egils sögu (s. 97)
- ↑ upphaf að: "Arinbjarnarkviða stendur aðeins í Möðruvallabók. Það vekur grun um að sagan sé tilefni þessa kveðskapar, en kveðskapurinn ekki tilefni sögunnar eins og gjarnan er talið." Sveinbjörn Rafnsson. Sagnastef í íslenskri menningarsögu (s. 93).
- ↑ mildinga sjöt: "The general themes of the poem are addressed already in the first two verses: the nature of nobility, later exemplified by Arinbjọrn, consisting in generosity, ‘mildinga’ (generous lords) 2.6, and courage, ‘jọfurs dáðum’ (a lord’s great deeds) 1.6, and their opposites: ‘gløggvinga’ (misers) 1.4, and skrọkberọndum’ (lying boasters) 2.2." Larrington, Carolyne. Egill‘s longer Poems: Arinbjarnarkviða and Sonatorrek (s. 51).
- ↑ ormfránn ennimáni: „Í 5. vísu Arinbjarnarkviðu er nýgerving þar sem hinum ógnvænlegu augum Eiríks blóðaxar er lýst. Í Húsdrápu Úlfs Uggasonar, sem varðveitt er í Snorra-Eddu, birtist sama nýgerving“ Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (s. 21).
- ↑ hattar staup: "[Í þessari vísu] líkir Egill höfði sínu við staup sem hann þiggur fyrir mjöð Óðins. Þetta minnir á vísu Braga Boddasonar þar sem hann er eins og Egill að rifja upp þann atburð er hann þá höfuð sitt fyrir skáldskap." Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (s. 22).
- ↑ svartleit síðra brúna: "Arinbjarnarkviða staðfestir [hér] að Egill sé dökkhærður. Ófá eru þau íslensk skáld sem sögð eru dökkhærð, sbr. hið algenga skáldaviðurnefni „svarti“ ... Hefðin hefur gert skáldin dökk." Baldur Hafstað. Er Arinbjarnarkviða ungt kvæði? (s. 26).
- ↑ Þar stóð mér: [The first ten stanzas of Arinbjarnarkviða] "are in fact once again not at all about the ostensible topic, but about Egill’s own bravura Höfuðlausn performance." Clover, Carol. Scaldic Sensibility (s. 66).
- ↑ hlóð eg lofköst: "[I]n the concluding stanza Egill returns to the idea of language as a signal tower, a beacon on a high sea-cliff like Beowulf’s arrow ... Now Egill had not read Horace’s “monumentum aere perennius”; in fact there is no reason to believe that Egill had read anyone who did not write in runes, but the fame of Arinbjörn is here made equivalent to a monument of stone. And it is hard not to think of the conjunction of stone monument, written language, and fame that we know from some of the Swedish runestones." Harris, Joseph. Romancing the Rune (s. 136-37).
- ↑ óbrotgjarn: "Arinbjarnarkviða er endurminning skálds um stórfeinglega ævi, sem vitjar hans í elli, með ástríðufullum viðbrögðum við mönnum konúngum vinum og guðum; henni lýkur með erindi sem gerir tímasetníngar að aukaatriði eða réttara sagt lyftir yrkisefninu upp í eilífan tíma." Halldór Laxness. Egill Skallagrímsson og sjónvarpið (s. 120).