Njála, 016

From WikiSaga
Revision as of 09:19, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 16== '''XXX.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 16== Það var eitthvert sinn um haust að heimtur voru illar á fé manna og var Gl...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 16

XXX.

ENSKA

References


Kafli 16

Það var eitthvert sinn um haust að heimtur voru illar á fé manna og var Glúmi vant margra geldinga.

Þá mælti Glúmur við Þjóstólf: „Gakk þú á fjall með húskörlum mínum og vitið ef þér finnið nokkuð af sauðum.“

„Ekki eru mér fjárleitir hentar,“ sagði Þjóstólfur, „enda er það ærið eitt til að eg vil eigi ganga í spor þrælum þínum. Og far þú sjálfur og mun eg þá fara með þér.“

Þetta varð þeim að orðum mjög.

Hallgerður sat úti og var á veður gott.

Glúmur gekk að henni og mælti: „Illt höfum við Þjóstólfur saman átt nú og munum við skamma hríð saman búa“ og sagði allt það er þeir höfðu við ræðst.

Hallgerður mælti þá eftir Þjóstólfi og varð þeim þá mjög að orðum.

Glúmur drap til hennar hendi sinni og mælti: „Ekki deili eg lengur við þig“ og gekk braut. Hún unni honum mikið og mátti eigi stilla sig og grét hástöfum.

Þjóstólfur gekk að henni og mælti: „Sárt ert þú leikin og skyldi eigi svo oft.“

„Ekki skalt þú þessa hefna og engan hlut í eiga hversu sem með okkur fer.“

Hann gekk í brott og glotti við.


Tilvísanir

Links