Njála, 026

From WikiSaga
Revision as of 09:22, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 26== '''XXX.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 26== Ásgrímur hét maður. Hann var Elliða-Grímsson, Ásgrímssonar, Öndóttsson...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 26

XXX.

ENSKA

References


Kafli 26

Ásgrímur hét maður. Hann var Elliða-Grímsson, Ásgrímssonar, Öndóttssonar kráku. Móðir hans hét Jórunn og var Teitsdóttir, Ketilbjarnarsonar hins gamla frá Mosfelli. Móðir Teits var Helga, dóttir Þórðar skeggja, Hrappssonar, Bjarnarsonar bunu, Gríms sonar hersis úr Sogni. Móðir Jórunnar var Ólöf árbót, Böðvars hersis Víkinga-Kárasonar. Bróðir Ásgríms Elliða-Grímssonar hét Sigfús. Hans dóttir var Þorgerður móðir Sigfúss, föður Sæmundar hins fróða.

Gaukur Trandilsson var fóstbróðir Ásgríms er fríðastur maður hefir verið og best að sér gjör. Þar varð illa með þeim því að Ásgrímur drap Gauk.

Ásgrímur átti tvo sonu og hét hvortveggi Þórhallur. Þeir voru báðir efnilegir menn. Grímur hét og son Ásgríms en Þórhalla dóttir. Hún var kvenna fríðust og vel að sér.

Njáll kom að máli við son sinn Helga: „Hugað hefi eg þér kvonfang ef þú vilt mínu ráði fylgja.“

„Það vil eg víst,“ segir hann, „því að eg veit að bæði er að þú vilt vel enda kannt þú vel eða hvar hefir þú á stofnað?“

„Við skulum biðja dóttur Ásgríms Elliða-Grímssonar því að sá er kostur bestur.“


Tilvísanir

Links