Njála, 041

From WikiSaga
Revision as of 09:37, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 41== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 41== Nú koma tíðindin til þings og lét Njáll segja sér þrem sinnum og mælt...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 41

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 41

Nú koma tíðindin til þings og lét Njáll segja sér þrem sinnum og mælti síðan: „Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði.“

Skarphéðinn mælti: „Sjá maður hefir þó helst verið feigur,“ segir hann, „er látist hefir fyrir fóstra vorum er aldrei hefir séð mannsblóð og mundu það margir ætla að vér bræður mundum þetta fyrri gert hafa að því skapferli sem vér höfum.“

„Skammt munt þú til þess eiga,“ segir Njáll, „að þig mun slíkt henda. Mun þig þó nauður til reka.“

Þeir gengu þá til móts við Gunnar og sögðu honum vígið.

Gunnar mælti og sagði að það var lítill mannskaði „en þó var hann frjáls maður.“

Njáll bauð honum þegar sættina. Gunnar játti því og skyldi hann sjálfur dæma. Hann dæmdi þegar og gerði hundrað silfurs. Njáll galt þegar féið og voru þeir sáttir eftir það.


Tilvísanir

Links