Njála, 052

From WikiSaga
Revision as of 09:39, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 52== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 52== Runólfur hét maður, sonur Úlfs aurgoða. Hann bjó í Dal fyrir austan Ma...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 52

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 52

Runólfur hét maður, sonur Úlfs aurgoða. Hann bjó í Dal fyrir austan Markarfljót. Hann gisti Otkel er hann reið af þingi. Otkell gaf honum uxa alsvartan, níu vetra gamlan. Runólfur þakkaði honum gjöfina og bauð honum heim þá er hann vildi fara og stóð þetta heimboð nokkurt skeið svo að hann fór eigi. Runólfur sendi honum oft menn og minnti á að hann skyldi fara og hét hann jafnan ferðinni.

Otkell átti hesta tvo bleikálótta. Þeir voru bestir hestar að reið í héraðinu og svo elskir hvor að öðrum að hvor rann eftir öðrum.

Austmaður var á vist með Otkatli er Auðúlfur hét. Hann lagði hug á Signýju dóttur Otkels. Auðúlfur var mikill maður vexti og styrkur.


Tilvísanir

Links