Njála, 074
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 74
TITLE.
ENSKA
References
Kafli 74
Þá mælti Njáll: „Nú mun eigi mega sitjanda hlut í eiga. Göngum nú þar til sem búarnir sitja.“
Þeir gengu þangað til og kvöddu fjóra búa úr kviðinum en kvöddu hina fimm bjargkviðar, er eftir voru, um málið Gunnars, hvort þeir nafnar hefðu farið með þann hug til fundar að vinna á Gunnari ef þeir mættu. En allir báru það skjótt að það hefði verið. Kallaði Njáll þetta lögvörn fyrir málið og kvaðst mundu fram bera vörnina nema þeir legðu til sætta. Voru í þessu þá margir höfðingjar að biðja sættanna og fékkst það af að tólf menn skyldu gera um málið. Gengu hvorir þá og handsöluðu þessa sætt.
Eftir það var gert um málið og kveðið á fégjald og skyldi allt greitt þegar þar á þingi en Gunnar skyldi fara utan og Kolskeggur og vera í brautu þrjá vetur. En ef Gunnar færi eigi og mætti hann komast þá skyldi hann dræpur fyrir frændum hins vegna.
Gunnar lét ekki á sig finna að honum þætti eigi góð sættin. Gunnar spurði Njál að fé því er hann hafði fengið til varðveislu. Njáll hafði ávaxtað féið og greiddi þá fram allt féið og stóðst það á endum og það er Gunnar átti að gjalda fyrir sig.
Ríða þeir nú heim.
Þeir Njáll og Gunnar riðu báðir samt af þingi.
Þá mælti Njáll til Gunnars: „Gerðu svo vel, félagi, að þú halt sætt þessa og mun hvað við höfum við mælt. Og svo sem þér varð hin fyrri ferð mikil til sæmdar þá mun þér verða þessi miklu meir til sæmdar. Muntu koma út með mikilli mannvirðingu og verða maður gamall og mun engi maður hér þá á sporði þér standa. En ef þú ferð eigi utan og rýfur sætt þína þá muntu drepinn vera hér á landi og er það illt að vita þeim er vinir þínir eru.“
Gunnar kvaðst ekki ætla að rjúfa sættir.
Gunnar ríður heim og segir sættina. Rannveig kvað vel að hann færi utan og ættu þeir við annan að deila fyrst.