Njála, 104

From WikiSaga
Revision as of 08:15, 25 June 2014 by Olga (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 104

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 104

Þetta sama sumar varð Hjalti Skeggjason sekur á þingi um goðgá.

Þangbrandur sagði Ólafi konungi frá meingerðum manna við sig, sagði þá vera svo fjölkunnga að jörðin spryngi í sundur undir hesti hans og tæki hestinn. Þá varð Ólafur konungur svo reiður að hann lét taka alla íslenska menn og setja í myrkvastofu og ætlaði þá til dráps.

Þá gengu þeir Gissur hvíti að og Hjalti og buðu að leggja sig í veð fyrir þessa menn og fara út til Íslands og boða trú. Konungur tók þessu vel og þágu þeir þá alla undan.

Þá bjuggu þeir Gissur og Hjalti skip sitt til Íslands og urðu snemmbúnir. Þeir tóku land á Eyrum er tíu vikur voru af sumri. Þeir fengu sér þegar hesta en fengu menn til að ryðja skip. Ríða þeir þá þrír tigir manna til þings og gerðu þá orð kristnum mönnum að við búnir skyldu vera. Hjalti var eftir að Reyðarmúla því að hann hafði spurt að hann var sekur orðinn um goðgá. En þá er þeir komu til Vellandkötlu ofan frá Gjábakka þá kom Hjalti eftir þeim og kvaðst ekki vilja sýna það heiðnum mönnum að hann hræddist þá. Riðu þá margir kristnir menn í móti þeim og riðu þeir með fylktu liði á þing. Heiðnir menn höfðu og fylkt fyrir og var þá svo nær að allur þingheimur mundi berjast en þó varð það eigi.


Tilvísanir

Links