Njála, 007

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 7

Now the time for the Thing was coming on. Unna spoke to Sigmund, Auzur's son, and asked if he would ride to the Thing with her; he said he could not ride if his kinsman Hrut set his face against it.

"Well!" says she, "I spoke to thee because I have better right to ask this from thee than from any one else."

He answered, "I will make a bargain with thee: thou must promise to ride back west with me, and to have no underhand dealings against Hrut or myself."

So she promised that, and then they rode to the Thing. Her father Mord was at the Thing, and was very glad to see her, and asked her to stay in his booth while the Thing lasted, and she did so.

"Now," said Mord, "what hast thou to tell me of thy mate, Hrut?"

Then she sung him a song, in which she praised Hrut's liberality, but said he was not master of himself. She herself was ashamed to speak out.

Mord was silent a short time, and then said, "Thou hast now that on thy mind I see, daughter, which thou dost not wish that any one should know save myself, and thou wilt trust to me rather than any one else to help thee out of thy trouble."

Then they went aside to talk, to a place where none could overhear what they said; and then Mord said to his daughter, "Now, tell me all that is between you two,[1] and don't make more of the matter than it is worth."

"So it shall be," she answered, and sang two songs, in which she revealed the cause of their misunderstanding; and when Mord pressed her to speak out, she told him how she and Hrut could not live together, because he was spellbound, and that she wished to leave him.

"Thou didst right to tell me all this," said Mord., "and now I will give thee a piece of advice, which will stand thee in good stead, if thou canst carry it out to the letter. First of all, thou must ride home from the Thing, and by that time thy husband will have come back, and will be glad to see thee; thou must be blithe and buxom to him, and he will think a good change has come over thee, and thou must show no signs of coldness or ill-temper, but when spring comes thou must sham sickness, and take to thy bed. Hrut will not lose time in guessing what thy sickness can be, nor will he scold thee at all, but he will rather beg every one to take all the care they can of thee. After that he will set off west to the Firths, and Sigmund with him, for he will have to flit all his goods home from the Firths west, and he will be away till the summer is far spent. But when men ride to the Thing, and after all have ridden from the Dales that mean to ride thither; then thou must rise from thy bed and summon men to go along with thee to the Thing; and when thou art "all-boun," then shalt thou go to thy bed, and the men with thee who are to bear thee company, and thou shalt take witness before thy husband's bed, and declare thyself separated from him by such a lawful separation as may hold good according to the judgment of the Great Thing, and the laws of the land; and at the man's door the main door of the house, thou shalt take the same witness. After that ride away, and ride over Laxriverdale Heath, and so on over Holtbeacon Heath; for they will look for thee by way of Hrutfirth. And so ride on till thou comest to me; then I will see after the matter. But into his hands thou shalt never come more."

Now she rides home from the Thing, and Hrut had come back before her, and made her hearty welcome. She answered him kindly, and was blithe and forbearing towards him. So they lived happily together that half-year; but when spring came she fell sick, and kept her bed. Hrut set off west to the Firths, and bade them tend her well before he went. Now, when the time for the Thing comes, she busked herself to ride away, and did in every way as had been laid down for her; and then she rides away to the Thing. The country folk looked for her, but could not find her. Mord made his daughter welcome, and asked her if she had followed his advice; and she says, "I have not broken one tittle of it."

Then she went to the Hill of Laws, and declared herself separated from Hrut; and men thought this strange news. Unna went home with her father, and never went west from that day forward.

References

  1. tell me all that is between you two: “Asking what “really” happened in Hrútr and Unnr’s bedroom is rather like asking how many children Lady Macbeth had, but the close similarities between the language of Freud’s description and Unnr’s account of Hrútr’s problem might lead us to wonder whether Hrútr might “actually” have been affl icted with impotence, a condition which could have a psychological origin in his knowing himself to be cursed by Gunnhildr.” Phelpstead, Carl. Size Matters (p. 432)

Kafli 7

Nú líður til þings framan. Unnur talaði við Sigmund Össurarson og spurði ef hann vildi ríða til þings með henni. Hann kveðst eigi ríða mundu ef Hrúti frænda hans þætti verr.

„Því kvaddi eg þig til að eg á að þér helst allra manna,“ sagði hún.

Hann svaraði: „Gera mun eg þér kost á því. Þú skalt ríða vestur með mér aftur og hafa engi undirmál við Hrút eða mig.“

Hún hét því. Síðan riðu þau til þings.

Mörður var á þingi, faðir hennar. Hann tók við henni allvel og bað vera í búð sinni meðan þingið væri. Hún gerði svo.

Mörður mælti: „Hvað segir þú mér frá Hrúti félaga þínum?“

Hún kvað vísu:[1]

1.Víst segi eg gott frá geystum
geirhvessanda þessum,
það er sjálfráðlegt silfra
sundurhreyti er fundið.
Verð eg, því er álmur er orðinn
eggþings fyrir gjörningum,
satt er að eg ség við spotti,
segja margt eða þegja.

Mörður varð hljóður við og mælti: „Það býr þér nú í skapi, dóttir, að þú vilt að engi viti nema eg og munt þú trúa mér best til úrráða um þitt mál.“

Þá gengu þau á tal þar er engir menn heyrðu þeirra viðurmæli.

Þá mælti Mörður til dóttur sinnar: „Segðu mér nú allt það er á milli ykkar[2] er og lát þér það ekki í augu vaxa.“

„Svo mun vera verða,“ segir hún og kvað vísu:

2.Víst hefir hringa hristir,
Hrútur, líkama þrútinn
eiturs, þá er linbeðs leitar
lundýgur munúð drýgja.
Leita eg með ýti
undlinna þá finna
yndi okkars vanda,
aldræður boði skjaldar.

Og enn kvað hún vísu:

3.Þó veit eg hitt, að hreytir
handfúrs, jökuls spannar
meiður, er jafnt sem aðrir
ýtendur boga nýtir.
Vildi eg við öldu
jókennanda þenna –
rjóður, lít þú orð og íðir,
undleggs, skilið segja.

„Hversu má svo vera?“ segir Mörður, „og seg enn gerr.“

Hún svarar: „Þegar hann kemur við mig þá er hörund hans svo mikið að hann má ekki eftirlæti hafa við mig en þó höfum við bæði breytni til þess á alla vega að við mættum njótast en það verður ekki. En þó áður við skiljum sýnir hann það af sér að hann er í æði sínu rétt sem aðrir menn.“

Mörður mælti: „Vel hefir þú nú gert er þú sagðir mér. Mun eg leggja ráð á með þér það er þér mun duga ef þú kannt með að fara og bregðir þú hvergi af. Nú skalt þú heim ríða fyrst af þingi og mun bóndi þinn heim kominn og taka við þér vel. Þú skalt vera við hann blíð og eftirmál og mun honum þykja góð skipan á komin. Þú skalt enga fáleika á þér sýna. En þá er vorar skalt þú kasta á þig sótt og liggja í rekkju. Hrútur mun engum getum vilja leiða um sóttarfar þitt og ámæla þér í engu, heldur mun hann biðja að allir geymi þín sem best. Síðan mun hann fara í fjörðu vestur og Sigmundur með honum og mun hann flytja allt fé sitt vestan úr fjörðum og vera í brautu lengi sumars. En þá er menn ríða til þings og þá er allir menn eru riðnir úr Dölunum, þeir er ríða ætla, þá skalt þú rísa úr rekkju og kveðja menn til ferðar með þér. En þá er þú ert albúin þá skalt þú ganga til hvílu þinnar og þeir menn með þér sem förunautar þínir eru. Þú skalt nefna votta hjá hvílu bónda þíns og segja skilið við hann lagaskilnaði svo sem framast má að alþingismáli og allsherjarlögum. Slíka vottnefnu skalt þú hafa fyrir karldyrum. Síðan ríð í braut og ríð Laxárdalsheiði og svo til Holtavörðuheiðar því að þín mun leitað til Hrútafjarðar og ríð þar til er þú kemur til mín og mun eg þá sjá fyrir málinu og skalt þú aldrei síðan koma honum í hendur.“

Nú ríður hún heim af þingi og var Hrútur heim kominn og fagnaði henni vel. Hún tók vel máli hans og var við hann blíð. Þeirra samfarar voru góðar þau misseri. En er voraði tók hún sótt og lagðist í rekkju. Hrútur fór í fjörðu vestur og bað henni virkta áður.

Nú er kemur að þingi bjó hún ferð sína í braut og fór með öllu svo sem fyrir var sagt og ríður á þing síðan. Héraðsmenn leituðu hennar og fundu hana eigi.

Mörður tók við dóttur sinni vel og spurði hana hversu hún hafði með farið ráðagerð hans.

„Hvergi hefi eg af brugðið,“ sagði hún.

Hún gekk til Lögbergs og sagði skilið við Hrút.

Þetta gerðu menn að nýjum tíðindum.

Unnur fór heim með föður sínum og kom aldrei vestur þar síðan.

Tilvísanir

  1. Hún kvað vísu: "The thrust of public opinion is a recurrent topic in Njáls saga, and the manuscripts contain these three powerful stanzas in the opening chapters throw into relief two crucial issues in the saga, ambiguous sexual relationships and slander in small communities." Guðrún Nordal. ‘The Dialogue Between Audience and Text (s. 192).
  2. Segðu mér nú allt það er á milli ykkar: “Asking what “really” happened in Hrútr and Unnr’s bedroom is rather like asking how many children Lady Macbeth had, but the close similarities between the language of Freud’s description and Unnr’s account of Hrútr’s problem might lead us to wonder whether Hrútr might “actually” have been affl icted with impotence, a condition which could have a psychological origin in his knowing himself to be cursed by Gunnhildr.” Phelpstead, Carl. Size Matters (s. 432)

Links