Njála, 080
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 80
TITLE.
ENSKA
References
Kafli 80
Njáll átti hlut að við þá er eftirmál áttu eftir þá Starkað og Þorgeir að þeir skyldu taka sættum og var héraðsfundur til lagður og teknir menn til gerðar og voru virðir í allir hlutir, tilför við Gunnar þótt hann væri sekur. En slíkt fégjald sem gert var þá galt Mörður allt því er þeir luku eigi upp gerð á hendur honum en gert var áður um hitt málið og létu þeir það á endum standast. Voru þeir þá alsáttir.
En á þingi var umræða mikil og kom þar að þeir sættust Geir goði og Högni og hélst sú sætt með þeim síðan. Bjó Geir goði í Hlíð til dauðadags og er hann úr sögunni.
Njáll bað konu til handa Högna, Álfeiðar dóttur Veturliða skálds, og var hún honum gefin. Þeirra son var Ari er sigldi til Hjaltlands og kvongaðist þar. Frá honum er kominn Einar Hjaltlendingur, hinn vaskasti maður. Högni hélt vináttu við Njál og er hann úr sögunni.