Njála, 151

From WikiSaga
Revision as of 03:56, 4 August 2014 by Olga (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 151

MORE OF KARI AND BJORN.


Then Kari asked Bjorn, "What counsel shall we take now? Now I will try what thy wit is worth."

"Dost thou think now," answered Bjorn, "that much lies on our being as wise as ever we can?"

"Ay," said Kari, "I think so surely."

"Then our counsel is soon taken," says Bjorn. "We will cheat them all as though they were giants; and now we will make as though we were riding north on the fell, but as soon as ever we are out of sight behind the brae, we will turn down along Skaptarwater, and hide us there where we think handiest, so long as the hue and cry is hottest, if they ride after us."

"So will we do," said Kari; "and this I had meant to do all along."

"And so you may put it to the proof," said Bjorn, "that I am no more of an every-day body in wit than I am in bravery."

Now Kari and his companion rode as they had purposed down along Skaptarwater, till they came where a branch of the stream ran away to the south-east; then they turned down along the middle branch, and did not draw bridle till they came into Middleland, and on that moor which is called Kringlemire; it has a stream of lava all around it.

Then Kari said to Bjorn that he must watch their horses, and keep a good look-out; "But as for me," he says, "I am heavy with sleep."

So Bjorn watched the horses, but Kari lay him down, and slept but a very short while ere Bjorn waked him up again, and he had already led their horses together, and they were by their side. Then Bjorn said to Kari, "Thou standest in much need of me though! A man might easily have run away from thee if he had not been as brave-hearted as I am; for now thy foes are riding upon thee, and so thou must up and be doing."

Then Kari went away under a jutting crag, and Bjorn said, "Where shall I stand now?"

"Well!" answers Kari, "now there are two choices before thee; one is, that thou standest at my back and have my shield to cover thyself with, if it can be of any use to thee; and the other is, to get on thy horse and ride away as fast as thou canst."

"Nay," says Bjorn, "I will not do that, and there are many things against it; first of all, may be, if I ride away, some spiteful tongues might begin to say that I ran away from thee for faint- heartedness; and another thing is, that I well know what game they will think there is in me, and so they will ride after me, two or three of them, and then I should be of no use or help to thee after all. No! I will rather stand by thee and keep them off so long as it is fated."

Then they had not long to wait ere horses with packsaddles were driven by them over the moor, and with them went three men.

Then Kari said, "These men see us not."

"Then let us suffer them to ride on," said Bjorn.

So those three rode on past them; but the six others then came riding right up to them, and they all leapt off their horses straightway in a body, and turned on Kari and his companion.

First, Glum Hildir's son rushed at them, and thrust at Kari with a spear; Kari turned short round on his heel, and Glum missed him, and the blow fell against the rock. Bjorn sees that and hewed at once the head off Glum's spear. Kari leant on one side and smote at Glum with his sword, and the blow fell on his thigh, and took off the limb high up in the thigh, and Glum died at once.

Then Vebrand and Asbrand the sons of Thorbrand ran up to Kari, but Kari flew at Vebrand and thrust his sword through him, but afterwards he hewed off both of Asbrand's feet from under him.

In this bout both Kari and Bjorn were wounded.

Then Kettle of the Mark rushed at Kari, and thrust at him with his spear. Kari threw up his leg, and the spear stuck in the ground, and Kari leapt on the spear-shaft, and snapped it in sunder.

Then Kari grasped Kettle in his arms, and Bjorn ran up just then, and wanted to slay him, but Kari said, "Be still now. I will give Kettle peace; for though it may be that Kettle's life is in my power, still I will never slay him."

Kettle answers never a word, but rode away after his companions, and told those the tidings who did not know them already.

They told also these tidings to the men of the Hundred, and they gathered together at once a great force of armed men, and went straightway up all the water-courses, and so far up on the fell that they were three days in the chase; but after that they turned back to their own homes, but Kettle and his companions rode east to Swinefell, and told the tidings these.

Flosi was little stirred at what had befallen them, but said, "No one could tell whether things would stop there, for there is no man like Kari of all that are now left in Iceland."

References


Kafli 151

Kári spurði Björn: „Hvað skulum við nú til ráða taka?“

Björn svaraði: „Hvort þykir þér undir því mest að við séum sem vitrastir?“

„Já,“ sagði Kári, „svo er víst.“

„Þá er skjótt til ráða að taka,“ segir Björn. „Við skulum ginna þá alla sem þursa og skulum við láta sem við munum ríða norður á fjall. En þegar leiti ber á milli vor þá skulum við snúa ofan með Skaftá og felast þar sem okkur þykir vænlegast meðan leitin er sem áköfust ef þeir ríða eftir.“

Kári mælti: „Svo munum við gera og hafði eg þetta ætlað áður.“

„Svo mun þér reynast,“ sagði Björn, „að eg er ekki hjátækur mér í vitsmunum eigi síður en í harðræðum.“

Þeir Kári riðu nú sem þeir höfðu ætlað ofan með Skaftá. Þá féll áin sum í landsuður. Sneru þeir þá ofan með miðkvíslinni og léttu eigi fyrr en þeir komu í Meðalland og á mýri þá er Kringlumýri heitir. Þar er hraun allt umhverfis.

Kári mælti þá við Björn að hann skyldi gæta hesta þeirra og vera á varðhaldi „en mér gerir svefnhöfugt.“

Björn gætti hestanna en Kári lagðist niður og svaf allskamma stund áður en Björn vakti hann. Hann hafði þá leidda saman hestana og voru þar hjá þeim.

Björn mælti þá til Kára: „Allmjög þarftu þó mín til. Mundi sá nú hafa hlaupið í braut frá þér er eigi væri jafnvel hugaður sem eg er því að nú ríða hér óvinir þínir að þér og skalt þú svo við búast.“

Kári gekk þá undir hamarskúta nokkurn.

Björn mælti: „Hvar skal eg nú standa?“

Kári svarar: „Tveir eru nú kostir fyrir höndum. Sá er annar að þú standir að baki mér og hafir skjöldinn að hlífa þér með ef þér kemur hann að nokkuru gagni. Hinn er annar að þú stígir á hest þinn og ríðir undan sem þú mátt mest.“

„Það vil eg eigi,“ sagði Björn. „Heldur þar margt til þess. Það fyrst að vera kann að nokkurar skæðar tungur taki svo til orða að eg renni frá þér fyrir hugleysi ef eg ríð í braut. Hinn er annar að eg veit hver veiður þeim mun þykja í mér og munu ríða eftir mér tveir eða þrír en eg verð þér þá þó að engu gagni eða liði. Vil eg heldur standa hjá þér og verjast meðan auðið verður.“

Þá var eigi langt að bíða áður reknir voru klyfjahestar fram um mýrina og fóru þar með þrír menn.

Kári mælti: „Þessir sjá okkur ekki.“

„Látum við þá um ríða,“ segir Björn.

Síðan riðu þeir um fram en hinir sex riðu þá að fram og hljópu þegar af baki allir senn og sneru að þeim Kára. Fyrst hleypur að þeim Glúmur Hildisson og lagði til Kára með spjóti. Kári snerist undan á hæli og missti Glúmur hans og kom lagið í bjargið. Björn sér það og hjó þegar spjótið af skafti fyrir Glúmi. Kári hjó til Glúms höllum fæti og kom sverðið á lærið og tók undan fótinn uppi í lærinu og dó Glúmur þegar. Þá hljópu fram að Kára Þorfinnssynir, Vébrandur og Ásbrandur. Kári hljóp að Vébrandi og rak sverðið í gegnum hann en síðan hjó hann báða fætur undan Ásbrandi. Í þessi svipan urðu þeir sárir báðir, Kári og Björn. Þá hljóp að Kára Ketill úr Mörk og lagði til hans spjóti. Kári brá upp við fætinum og kom spjótið í völlinn. Kári hljóp á spjótskaftið og braut í sundur. Kári þreif Ketil höndum. Björn hljóp að og vildi vega hann.

Kári mælti: „Láttu vera kyrrt. Eg skal gefa Katli grið og þótt svo verði að eg eigi vald á lífi Ketils þá skal eg hann aldrei drepa.“

Ketill svarar engu og reið í braut eftir félögum sínum og sagði þeim er eigi vissu áður tíðindin. Þeir sögðu héraðsmönnum tíðindin. Héraðsmenn gerðu þegar herhlaup mikið og fóru þegar með öllum vatnföllum og svo langt norður á fjall að þeir voru þrjú dægur í leitinni. En síðan sneru þeir aftur til heimila sinna. En Ketill og þeir félagar riðu austur til Svínafells og sögðu þar tíðindin.

Flosi tók lítt á þeirra ferð og kvað þó eigi víst hvort hér næmi staðar, „er Kári engum manni líkur þeim sem nú er á Íslandi.“


Tilvísanir

Links