Njála, 094

From WikiSaga
Revision as of 10:31, 29 January 2016 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 94

NJAL TAKES HAUSKULD TO FOSTER.


Once on a time Njal rides up into the Mark, and he had a hearty welcome. He was there that night, and in the evening Njal called out to the lad Hauskuld, and he went up to him at once.

Njal had a ring of gold on his hand, and showed it to the lad. He took hold of the gold, and looked at it, and put it on his finger.

"Wilt thou take the gold as a gift?" said Njal.

"That I will," said the lad.

"Knowest thou," says Njal, "what brought thy father to his death?"

"I know," answers the lad, "that Skarphedinn slew him; but we need not keep that in mind, when an atonement has been made for it, and a full price paid for him."

"Better answered than asked," said Njal; "and thou wilt live to be a good man and true," he adds.

"Methinks thy forecasting," says Hauskuld, "is worth having, for I know that thou art foresighted and unlying."

"Now will I offer to foster thee," said Njal, "if thou wilt take the offer."

He said he would be willing to take both that honour and any other good offer which he might make. So the end of the matter was, that Hauskuld fared home with Njal as his foster-son.

He suffered no harm to come nigh the lad, and loved him much. Njal's sons took him about with them, and did him honour in every way. And so things go on till Hauskuld is full grown.[1] He was both tall and strong; the fairest of men to look on, and well haired; blithe of speech, bountiful, well behaved; as well trained to arms as the best; fairspoken to all men, and much beloved.

Njal's sons and Hauskuld were never apart, either in word or deed.

References

  1. Hauskuld is full grown: „Af lýsingunni kemur glöggt í ljós að hann er nánast lifandi eftirmynd Gunnars frænda síns á Hlíðarenda. Það kann að skýra þá ofurást sem Njáll leggur á þennan fósturson sinn. Sennilegra er þó að Njáll ætli sér að uppræta hina heiðnu skyldu um að sonur hefni föður.” Bragi Halldórsson. Áttundi maðurinn við Markarfljót (pp. 187-188).

Kafli 94

Einhverju sinni ríður Njáll upp í Mörk og var tekið við honum vel. Þar var hann um nóttina. Um kveldið kallaði Njáll á sveininn Höskuld og gekk hann að honum þegar. Njáll hafði fingurgull á hendi og sýndi sveininum. Hann tók við gullinu og leit á og dró á fingur sér.

Njáll mælti: „Viltu þiggja gullið að gjöf?“

„Vil eg,“ segir sveinninn.

„Veistu,“ segir Njáll, „hvað föður þínum varð að bana?“

Sveinninn svarar: „Veit eg að Skarphéðinn vó hann og þurfum við ekki á það að minnast er sæst hefir á verið og fullar bætur fyrir komið.“

„Betur er svarað,“ segir Njáll, „en eg spurði og munt þú verða góður maður,“ segir hann.

„Góðar þykja mér virðingar yðrar er þér spáið mér,“ segir Höskuldur, „því að eg veit að þú ert forspár og ólyginn.“

Njáll mælti: „Nú vil eg bjóða þér fóstur ef þú vilt þiggja.“

Hann kvaðst þiggja vilja bæði þann góða og annan þann sem hann gerði honum. Urðu þær málalyktir að Höskuldur fór heim með Njáli til fósturs. Hann lét ekki sveininum í mót og unni mikið. Synir Njáls leiddu hann eftir sér og gerðu honum allt til sóma.

Nú líður þar til er Höskuldur er frumvaxta.[1] Hann var bæði mikill og sterkur, manna fríðastur sýnum og hærður vel, blíður í máli, örlátur, stilltur vel, manna best vígur, góðorður til allra manna og vinsæll. Njálssonu og Höskuld skildi aldrei á.


Tilvísanir

  1. Höskuldur er frumvaxta: „Af lýsingunni kemur glöggt í ljós að hann er nánast lifandi eftirmynd Gunnars frænda síns á Hlíðarenda. Það kann að skýra þá ofurást sem Njáll leggur á þennan fósturson sinn. Sennilegra er þó að Njáll ætli sér að uppræta hina heiðnu skyldu um að sonur hefni föður.” Bragi Halldórsson. Áttundi maðurinn við Markarfljót (s. 187-188).

Links