Njála, 021

From WikiSaga
Revision as of 15:07, 19 May 2016 by Barbora (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 21

Now it must be told how Unna had lost all her ready money. She made her way to Lithend, and Gunnar greeted his kinswoman well. She stayed there that night, and the next morning they sat out of doors and talked. The end of their talk was, that she told him how heavily she was pressed for money.

"This is a bad business," he said.

"What help wilt thou give me out of my distress?" she asked.

He answered, "Take as much money as thou needest from what I have out at interest."

"Nay," she said, "I will not waste thy goods."

"What then dost thou wish?"

"I wish thee to get back my goods out of Hrut's hands," she answered.

"That, methinks, is not likely," said he, "when thy father could not get them back, and yet he was a great lawyer, but I know little about law."

She answered, "Hrut pushed that matter through rather by boldness than by law; besides, my father was old, and that was why men thought it better not to drive things to the uttermost. And now there is none of my kinsmen to take this suit up if thou hast not daring enough.

"I have courage enough," he replied, "to get these goods back; but I do not know how to take the suit up."

"Well!" she answered, "go and see Njal of Bergthorsknoll, he will know how to give thee advice. Besides, he is a great friend of thine."

"'Tis like enough he will give me good advice, as he gives it to every one else," says Gunnar.

So the end of their talk was, that Gunnar undertook her cause, and gave her the money she needed for her housekeeping, and after that she went home.

Now Gunnar rides to see Njal, and he made him welcome, and they began to talk at once.

Then Gunnar said, "I am come to seek a bit of good advice from thee."

Njal replied, "Many of my friends are worthy of this, but still I think I would take more pains for none than for thee."

Gunnar said, "I wish to let thee know that I have undertaken to get Unna's goods back from Hrut."

"A very hard suit to undertake," said Njal, "and one very hazardous how it will go; but still I will get it up for thee in the way I think likeliest to succeed, and the end will be good if thou breakest none of the rules I lay down; if thou dost, thy life is in danger."

"Never fear; I will break none of them," said Gunnar.

Then Njal held his peace for a little while, and after that he spoke as follows:--


References


Kafli 21

Nú er þar til máls að taka er Unnur hefir látið allt lausafé sitt. Hún gerði ferð sína til Hlíðarenda og tók Gunnar vel við frændkonu sinni. Var hún þar um nótt. Um daginn eftir sátu þau úti og töluðu. Þar komu niður ræður hennar að hún sagði honum hversu henni féll þungt til fjár.

„Illa er það,“ sagði hann.

„Hver úrræði vilt þú veita mér?“ sagði hún.

Hann svaraði: „Hafðu fé svo mikið sem þú þarft er eg á á leigustöðum.“

„Eigi vil eg eyða fé þínu,“ sagði hún.

„Hversu vilt þú þá?“ segir hann.

„Eg vil að þú heimtir fé mitt undan Hrúti,“ segir hún.

„Eigi þykir mér það vænt,“ sagði hann, „þar er faðir þinn fékk eigi heimt og var hann lögmaður mikill,“ sagði hann, „en eg kann lítt til laga.“

Hún svaraði: „Meir þreytti Hrútur það með kappi en með lögum en faðir minn var gamall og þótti mönnum því það ráð að þeir þreyttu það ekki með sér. Enda er sá engi minn frændi að gangi í þetta mál ef þú hefir eigi þrek til.“

„Þora mun eg,“ segir hann, „að heimta fé þetta en eigi veit eg hversu upp skal taka málið.“

Hún svaraði: „Farðu og finn Njál að Bergþórshvoli. Hann mun ráðin kunna til að leggja. Er hann og vin þinn mikill.“

„Von er mér að hann ráði mér heilt sem öllum öðrum,“ segir hann.

Svo lauk með þeim að Gunnar tók við málinu en fé fékk hann henni til búsins sem hún þyrfti og fór hún heim síðan.

Gunnar ríður nú að finna Njál og tók hann við honum vel og gengu þegar á tal.

Gunnar mælti: „Heilræði er eg kominn að sækja að þér.“

Njáll svaraði: „Margir eru þess vinir mínir maklegir en þó ætla eg að leggja mesta stund á við þig.“

Gunnar mælti: „Eg vil gera þér kunnigt að eg hefi tekið fjárheimtu af Unni á Hrút.“

„Það er mikið vandamál,“ segir Njáll, „og mikil hætta hversu fer. En þó mun eg leggja til með þér það er mér þykir vænast og mun það endast ef þú bregður eigi af en líf þitt er í hættu ef þú gerir eigi svo.“

„Hvergi skal eg af bregða,“ segir Gunnar.

Þá þagði Njáll nokkura stund og mælti síðan: „Hugsað hefi eg málið og mun það duga.“


Tilvísanir

Links