Njála, 049

From WikiSaga
Revision as of 14:34, 27 May 2016 by Barbora (talk | contribs) (→‎Kafli 49)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 49

Now we must tell of Skamkell. He rides after some sheep up along Rangriver, and he sees something shining in the path. He finds a knife and belt, and thinks he knows both of them. He fares with them to Kirkby; Otkell was out of doors when Skamkell came. He spoke to him and said, "Knowest thou aught of these pretty things?"

"Of a surety," says Otkell, "I know them."

"Who owns them?" asks Skamkell.

"Malcolm the thrall," says Otkell.

"Then more shall see and know them than we two," says Skamkell, "for true will I be to thee in counsel."

They showed them to many men, and all knew them. Then Skamkell said, "What counsel wilt thou now take?"

"We shall go and see Mord Valgard's son," answers Otkell, "and seek counsel of him."

So they went to Hof, and showed the pretty things to Mord, and asked him if he knew them?

He said he knew them well enough, but what was there in that? "Do you think you have a right to look for anything at Lithend?"

"We think it hard for us," says Skamkell, "to know what to do, when such mighty men have a hand in it."

"That is so, sure enough," says Mord, "but yet I will get to know those things, out of Gunnar's household, which none of you will every know."

"We would give thee money," they say, "if thou wouldst search out this thing."

"That money I shall buy full dear," answered Mord, "but still, perhaps, it may be that I will look at the matter."

They gave him three marks of silver for lending them his help.

Then he gave them this counsel, that women should go about from house to house with small ware, and give them to the housewives, and mark what was given them in return.

"For," he says, "'tis the turn of mind of all men first to give away what has been stolen, if they have it in their keeping, and so it will be here also, if this hath-happened by the hand of man. Ye shall then come and show me what has been given to each in each house, and I shall then be free from farther share in this matter, if the truth comes to light."

To this they agreed, and went home afterwards.

Mord sends women about the country, and they were away half a month. Then they came back, and had big bundles. Mord asked where they had most given them?

They said that at Lithend most was given them, and Hallgerda had been most bountiful to them.

He asked what was given them there.

"Cheese," say they.

He begged to see it, and they showed it to him, and it was in great slices. These he took and kept.

A little after, Mord fared to see Otkell, and bade that he would bring Thorgerda's cheese-mould; and when that was done, he laid the slices down in it, and lo! they fitted the mould in every way.

Then they saw, too, that a whole cheese had been given to them.

Then Mord said, "Now may ye see that Hallgerda must have stolen the cheese;" and they all passed the same judgment; and then Mord said, that now he thought he was free of this matter.

After that they parted.

Shortly after Kolskegg fell to talking with Gunnar and said, "III is it to tell, but the story is in every man's mouth, that Hallgerda must have stolen, and that she was at the bottom of all that great scathe that befell at Kirkby."

Gunner said that he too thought that must be so. "But what is to be done now?"

Kolskegg answered, "Thou wilt think it thy most bounden duty to make atonement for thy wife's wrong, and methinks it were best that tbou farest to see Otkell, and makest him a handsome offer."

"This is well spoken," says Gunnar, "and so it shall be."

A little after Gunnar sent after Thrain Sigfus' son and Lambi Sigurd's son, and they came at once.

Gunnar told them whither he meant to go, and they were well pleased. Gunnar rode with eleven men to Kirkby, and called Otkell out. Skamkell was there too, and said, "I will go out with thee, and it will be best now to have the balance of wit on thy side. And I would wish to stand closest by thee when thou needest it most, and now this will be put to the proof. Methinks it were best that thou puttest on an air of great weight."

Then they, Otkell and Skamkell, and Hallkell, and Hallbjorn, went out all of them.

They greeted Gunnar, and he took their greeting well. Otkell asks whither he meant to go?

"No farther than here," says Gunnar, "and my errand hither is to tell thee about that bad mishap, how it arose from the plotting of my wife and that thrall whom I bought from thee."

"'Tis only what was to be looked for," says Hallbjorn.

"Now I will make thee a good offer," says Gunnar, "and the offer is this, that the best men here in the country round settle the matter."

"This is a fair-sounding offer," said Skamkell, "but an unfair and uneven one. Thou art a man who has many friends among the householders, but Otkell has not many friends."

"Well," says Gunnar, "then I will offer thee that I shall make an award, and utter it here on this spot, and so we will settle the matter, and my good-will shall follow the settlement. But I will make thee an atonement by paying twice the worth of what was lost."

"This choice shalt thou not take," said Skamkell; "and it is unworthy to give up to him the right to make his own award, when thou oughtest to have kept it for thyself."

So Otkell said, "I will not give up to thee, Gunnar, the right to make thine own award."

"I see plainly," said Gunnar, "the help of men who will be paid off for it one day, I daresay; but come now, utter an award for thyself."

Otkell leant toward Skamkell and said, "What shall I answer now?"

"This thou shalt call a good offer, but still put thy suit into the hands of Gizur the White, and Geir the Priest, and then many will say this, that thou behavest like Hallkell, thy grandfather, who was the greatest of champions."

"Well offered is this, Gunnar," said Otkell, "but still my will is thou wouldst give me time to see Gizur the White."

"Do now whatever thou likest in the matter," said Gunnar; "but men will say this, that thou couldst not see thine own honour when thou wouldst have none of the choices I offer thee."

Then Gunnar rode home, and when he had gone away, Hallbjorn said, "Here I see how much man differs from man. Gunnar made thee good offers, but thou wouldst take none of them; or how dost thou think to strive with Gunnar in a quarrel, when no one is his match in fight. But now he is still so kind-hearted a man that it may be he will let these offers stand, though thou art only ready to take them afterwards. Methinks it were best that thou farest to see Gizur the White and Geir the Priest now this very hour."

Otkell let them catch his horse, and made ready in every way. Otkell was not sharpsighted, and Skamkell walked on the way along with him, and said to Otkell, "Methought it strange that thy brother would not take this toil from thee, and now I will make thee an offer to fare instead of thee, for I know that the journey is irksome to thee."

"I will take that offer," says Otkell, "but mind and be as truthful as ever thou canst."

"So it shall be," says Skamkell.

Then Skamkell took his horse and cloak, but Otkell walks home.

Hallbjorn was out of doors, and said to Otkell, "Ill is it to have a thrall for one's bosom friend, and we shall rue this for ever that thou hast turned back, and it is an unwise step to send the greatest liar on an errand, of which one may so speak that men's lives hang on it."

"Thou wouldst be sore afraid," says Otkell, "if Gunnar had his bill aloft, when thou art so scared now."

"No one knows who will be most afraid then," said Hallbjorn; "but this thou wilt have to own, that Gunnar does not lose much time in brandishing his bill when he is wroth."

"Ah!" said Otkell, "ye are all of you for yielding but Skamkell."

And then they were both wroth.

References


Kafli 49

Nú er að segja frá Skammkatli. Hann ríður að sauðum upp með Rangá og sér hann að glóar nokkuð í götunni. Hann finnur þar kníf og belti og þykist kenna. Hann fer með í Kirkjubæ. Otkell var úti er Skammkell kom.

Hann mælti til hans: „Kennir þú nokkuð til gripa þessa?“

„Kenni eg víst,“ segir Otkell.

„Hver á?“ segir Skammkell.

„Melkólfur þræll,“ segir Otkell.

„Kenna skulu fleiri,“ segir Skammkell, „en við tveir því að trúr skal eg þér í ráðum.“

Þeir sýndu mörgum mönnum og kenndu þeir allir.

Þá mælti Skammkell: „Hvað munt þú nú til ráða taka?“

Otkell sagði: „Við skulum finna Mörð Valgarðsson og leita ráða við hann.“

Síðan fóru þeir til Hofs og sýndu Merði gripina og spurðu ef hann kenndi.

Hann kvaðst kenna „eða hvað er að því? Eða þykist þér til Hlíðarenda eiga eftir nokkuru að sjá?“

„Vant þykir oss með slíku að fara,“ segir Skammkell, „er slíkir ofureflismenn eiga í hlut.“

„Svo er víst,“ segir Mörður, „en þó mun eg vita þá hluti úr híbýlum Gunnars er hvorgi ykkar mun vita.“

„Gefa viljum við þér fé til,“ segja þeir, „að þú leitir eftir þessu máli.“

Mörður svaraði: „Það fé mun mér fullkeypt en þó má vera að eg líti á.“

Þeir gáfu honum þrjár merkur silfurs til liðveislu við þá. Hann gaf það ráð til að konur skyldu fara með smávarning og gefa húsfreyjum og vita hverju þeim væri launað „því að allir hafa það lyndi að gefa það fyrst upp er stolið er ef það hafa að varðveita. Mun hér og svo ef af mannavöldum er. Skulu þær þá sýna mér af hverju gefið er hvargi. Vil eg þá laus máls þessa ef uppvíst verður.“

Þessu játuðu þeir. Fóru þeir heim síðan.

Mörður sendi konur í hérað og voru þær í brottu hálfan mánuð. Þær komu aftur og höfðu byrðar stórar. Mörður spurði hvar þeim væri mest gefið. Þær sögðu að þeim að Hlíðarenda mest gefið og Hallgerður yrði þeim mestur drengur.

Hann spyr hvað þeim væri þar gefið.

„Ostur,“ segja þær.

Hann beiddist að sjá. Þær sýndu honum og voru það sneiðir margar. Tók hann þær og varðveitti. Litlu síðar fór Mörður að finna Otkel. Bað hann taka skyldi ostkistu Þorgerðar og var svo gert. Lagði hann þar í niður sneiðirnar og stóðst það á endum og ostkistan. Sáu þeir þá að þeim hafði heill hleifur gefinn verið.

„Nú megið þér sjá að Hallgerður mun stolið hafa ostinum.“

Drógu þeir þá öll dæmi saman. Sagði Mörður þá að hann þóttist laus þessa máls. Skildu þeir að því.

Kolskeggur kom að máli við Gunnar og sagði: „Illt er að segja. Alræmt er að Hallgerður muni stolið hafa og hún valdið þeim mikla skaða er varð í Kirkjubæ.“

Gunnar kvaðst ætla að svo mundi vera „eða hvað er nú til ráðs?“

Kolskeggur svaraði: „Þú munt þykja skyldastur að bæta fyrir konu þinni og þykir mér ráð að þú farir að finna Otkel og bjóða honum góð boð.“

„Þetta er vel mælt,“ segir Gunnar, „og skal svo vera.“

Litlu síðar sendi Gunnar eftir Þráni Sigfússyni og Lamba Sigurðarsyni og komu þeir þegar. Gunnar sagði þeim hvert hann ætlaði. Þeir létu vel yfir því.

Gunnar reið við tólfta mann í Kirkjubæ og kallaði út Otkel.

Þar var Skammkell og mælti: „Eg skal út ganga með þér og mun nú betra að hafa vitsmuni við. Mundi eg það vilja að standa þér þá næst er þú þyrftir mest sem nú mun vera. Þykir mér það ráð að þú látir drjúglega.“

Síðan gengu þeir út, Otkell og Skammkell, Hallkell og Hallbjörn. Þeir heilsuðu Gunnari. Hann tók því vel. Otkell spyr hvert hann ætlaði að fara.

„Ekki lengra en hingað,“ segir Gunnar, „og er það erindi mitt að segja þér um skaða þann hinn illa er hann er af völdum konu minnar og þræls þess er eg keypti að þér.“

„Slíks var von,“ segir Hallbjörn.

Gunnar mælti: „Hér vil eg bjóða fyrir góð boð og bjóða að hinir bestu menn skipi um í héraðinu.“

Skammkell mælti: „Þetta eru áheyrileg boð og ójafnleg. Þú ert vinsæll af bóndum en Otkell er óvinsæll.“

„Bjóða mun eg að gera um og lúka upp þegar og leggja á vináttu mína og greiða nú allt féið og mun eg bæta þér tvennum bótum.“

Skammkell mælti: „Þenna kost skalt þú eigi þiggja og er það óvirðulegt að selja honum sjálfdæmi þar er þú ættir að taka.“

Otkell mælti: „Eigi vil eg selja þér sjálfdæmi, Gunnar.“

Gunnar mælti: „Skil eg hér tillögur manna nærgi er launað verður, enda dæm þú nú sjálfur.“

Otkell laut að Skammkatli og mælti: „Hverju skal nú svara?“

„Þetta skalt þú kalla vel boðið en víkja máli þínu undir Gissur hvíta og undir Geir goða. Munu það þá margir mæla að þú sért líkur Hallkatli föðurföður þínum er mestur kappi hefir verið.“

Otkell mælti: „Vel er þetta boðið, Gunnar, en þó vil eg að þú ljáir mér tómstundar til að finna Gissur hvíta.“

Gunnar mælti: „Far þú nú með sem þér líkar. En það munu menn mæla að þú kunnir eigi að sjá sóma þinn er þú vilt eigi þessa kosti er eg býð þér.“

Ríður Gunnar heim.

Og er Gunnar var í brottu mælti Hallbjörn: „Hér veit eg mestan mannamun. Gunnar bauð þér góð boð en þú vildir engin af taka eða hvað muntu mega ætla þér að deila við Gunnar illdeildum þar sem engi er hans jafningi? En þó er hann svo vel að sér að hann mun láta standa boð þessi þótt þú þiggir síðar. Þykir mér ráð að þú farir að finna Gissur hvíta og Geir goða nú þegar.“

Otkell lét taka hest sinn og bjó sig að öllu. Otkell var ekki glöggskyggn. Skammkell gekk á leið með Otkatli.

Hann ræddi við Otkel: „Undur þótti mér er bróðir þinn vildi eigi taka af þér þetta starf. Vil eg bjóða þér að fara fyrir þig er eg veit að þér þykir mikið fyrir ferðum.“

„Það mun eg þiggja,“ sagði Otkell, „og ver þú sem réttorðastur.“

„Svo skal vera,“ segir Skammkell.

Tók Skammkell við hesti hans og klæðum en Otkell gengur heim.

Hallbjörn var úti og mælti til Otkels: „Illt er að eiga þræl að einkavin og munum vér þessa jafnan iðrast er þú hefir aftur horfið og er þér óviturlegt bragð að senda hinn lygnasta mann þess erindis er svo mun mega kalla að líf manna liggi við.“

„Hræddur mundir þú verða,“ segir Otkell, „ef Gunnar hefði á lofti atgeirinn er þú ert enn svo.“

„Eigi veit það hver þá er hræddastur en það muntu eiga til að segja að Gunnar mun ekki lengi munda atgeirinum er hann er reiður.“

Otkell mælti: „Hvikið þér allir nema Skammkell.“

Og voru þeir báðir reiðir.

Tilvísanir

Links