Njála, 050

From WikiSaga
Revision as of 14:34, 27 May 2016 by Barbora (talk | contribs) (→‎Chapter 50)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 50

Skamkell came to Mossfell, and repeated all the offers to Gizur.

"It so seems to me," says Gizur, "as though these have been bravely offered; but why took he not these offers?"

"The chief cause was," answers Skamkell, "that all wished to show thee honour, and that was why he waited for thy utterance; besides, that is best for all."

So Skamkell stayed there the night over, but Gizur sent a man to fetch Geir the Priest; and he came there early. Then Gizur told him the story and said, "What course is to be taken now?"

"As thou no doubt hast already made up thy mind--to make the best of the business for both sides."

"Now we will let Skamkell tell his tale a second time, and see how he repeats it."

So they did that, and Gizur said, "Thou must have told this story right; but still I have seen thee to be the wickedest of men, and there is no faith in faces if thou turnest out well."

Skamkell fared home, and rides first to Kirkby and calls Otkell out. He greets Skamkell well, and Skamkell brought him the greeting of Gizur and Geir.

"But about this matter of the suit," be says, "there is no need to speak softly, how that it is the will of both Gizur and Geir that this suit should not be settled in a friendly way. They gave that counsel that a summons should be set on foot, and that Gunnar should be summoned for having partaken of the goods, but Hallgerda for stealing them."

"It shall be done," said Otkell, "in everything as they have given counsel."

"They thought most of this," says Skamkell, "that thou hadst behaved so proudly; but as for me, I made as great a man of thee in everything as I could."

Now Otkell tells all this to his brothers, and Hallbjorn said, "This must be the biggest lie."

Now the time goes on until the last of the summoning days before the Althing came.

Then Otkell called on his brothers and Skamkell to ride on the business of the summons to Lithend.

Hallbjorn said he would go, but said also that they would rue this summoning as time went on.

Now they rode twelve of them together to Lithend, but when they came into the "town," there was Gunnar out of doors, and knew naught of their coming till they had ridden right up to the house.

He did not go in-doors then, and Otkell thundered out the summons there and then; but when they had made an end of the summoning Skamkell said, "Is it all right, master?"

"Ye know that best;" says Gunnar, "but I will put thee in mind of this journey one of these days, and of thy good help."

"That will not harm us," says Skamkell, "if thy bill be not aloft."

Gunnar was very wroth and went in-doors, and told Kolskegg, and Kolskegg said, "Ill was it that we were not out of doors; they should have come here on the most shameful journey, if we had been by."

"Everything bides its time," says Gunnar; "but this journey will not turn out to their honour."

A little after Gunnar went and told Njal.

"Let it not worry thee a jot," said Njal, "for this will be the greatest honour to thee, ere this Thing comes to an end. As for us, we will all back thee with counsel and force."

Gunnar thanked him and rode home.

Otkell rides to the Thing, and his brothers with him and Skamkell.

References


Kafli 50

Skammkell kom til Mosfells og hermdi boð öll fyrir Gissuri.

„Svo líst mér,“ segir Gissur, „sem þetta hafi allvel boðið verið eða hví þá hann eigi boð þessi?“

„Það var mest í því að allir vildu leita þér vegs og beið hann af því þinna atkvæða og mun öllum það best gegna.“

Þar var Skammkell of nóttina.

Gissur sendi mann eftir Geiri goða og kom hann þar snemma.

Segir þá Gissur honum og mælti: „Hversu skal nú með fara?“

„Svo sem þú munt áður ráðið hafa að gera það af þessu máli sem best gegnir. Nú munum við láta Skammkel segja söguna í annað sinn og vita hversu honum hermist.“

Þeir gerðu svo.

Gissur mælti: „Rétt muntu sagt hafa sögu þessa en þó hefi eg þig séð illmannlegstan mann og eigi deilir litur kosti ef þú gefst vel.“

Fór Skammkell heim og ríður fyrst í Kirkjubæ og kallar út Otkel. Hann fagnar vel Skammkatli.

Skammkell segir honum kveðju Gissurar og Geirs „en um málaferli þessi þarf eigi að tala hljóðlega að það er vilji þeirra Geirs goða og Gissurar að sættast ekki á mál þessi. Gaf hann það til ráðs að fram væri höfð stefnuför og stefnt Gunnari um afneyslu fjárins, Hallgerði um stuld.“

Otkell mælti: „Svo skal með öllu fara sem þeir hafa ráð til gefið.“

„Þeim þótti undir því mest,“ segir Skammkell, „að þú hefðir látið sem drembilegast en eg gerði þig sem mestan mann af öllu.“

Nú segir Otkell bræðrum sínum.

Hallbjörn mælti: „Þetta mun vera hin mesta lygi.“

Nú líða stundir þar til er stefnudagar komu hinir síðustu til alþingis. Otkell kvaddi bræður sína og Skammkel að ríða til Hlíðarenda stefnuför.

Hallbjörn kvaðst fara mundu en kvað þá þessar ferðar iðrast mundu „er stundir líða.“

Nú ríða þeir tólf saman til Hlíðarenda. En er þeir komu í túnið þá var Gunnar úti og fann eigi fyrr en þeir komu allt að bænum. Hann gengur þá eigi inn. Otkell lætur þegar dynja stefnuna.

En er þeir höfðu flutt fram stefnuna þá mælti Skammkell: „Hvort er rétt, bóndi?“

„Þér vitið það,“ segir Gunnar, „en minna skal eg þig á ferð þessa, Skammkell, eitthvert sinn og tillögur þínar.“

„Það mun oss eigi saka,“ segir Skammkell, „ef atgeirinn er eigi á lofti.“

Gunnar var hinn reiðasti og gekk inn og sagði Kolskeggi.

Kolskeggur mælti: „Illa var er vér vorum eigi úti. Þeir skyldu hafa farið hingað hina mestu sneypu ef vér hefðum við verið.“

Gunnar mælti: „Hvað bíður sinnar stundar en ekki mun þeim för sjá til sæmdar verða.“

Litlu síðar fór Gunnar og sagði Njáli.

Njáll mælti: „Láttu lítt á þig fá því að þetta mun þér verða til hinnar mestu sæmdar áður þessu þingi sé lokið. Skulum vér og fylgja þér allir með ráðum og kappi.“

Gunnar þakkaði honum og reið heim.

Otkell ríður til þings og bræður hans og Skammkell.


Tilvísanir

Links