Njála, 022
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 22
I have thought over the suit, and it will do so. Thou shalt ride from home with two men at thy back.[1] Over all thou shalt have a great rough cloak, and under that, a russet kirtle of cheap stuff, and under all, thy good clothes. Thou must take a small axe in thy hand, and each of you must have two horses, one fat, the other lean. Thou shalt carry hardware and smith's work with thee hence, and ye must ride off early to-morrow morning, and when ye are come across Whitewater westwards, mind and slouch thy hat well over thy brows. Then men will ask who is this tall man, and thy mates shall say, 'Here is Huckster Hedinn the Big, a man from Eyjafirth, who is going about with smith's work for sale.' This Hedinn is ill-tempered and a chatterer--a fellow who thinks he alone knows everything. Very often he snatches back his wares, and flies at men if everything is not done as he wishes. So thou shalt ride west to Borgarfirth offering all sorts of wares for sale, and be sure often to cry off thy bargains, so that it will be noised abroad that Huckster Hedinn is the worst of men to deal with, and that no lies have been told of his bad behaviour. So thou shalt ride to Northwaterdale, and to Hrutfirth, and Laxriverdale, till thou comest to Hauskuldstede. There thou must stay a night, and sit in the lowest place, and hang thy head down. Hauskuld will tell them all not to meddle nor make with Huckster Hedinn, saying he is a rude unfriendly fellow. Next morning thou must be off early and go to the farm nearest Hrutstede. There thou must offer thy goods for sale, praising up all that is worst, and tinkering up the faults. The master of the house will pry about and find out the faults. Thou must snatch the wares away from him, and speak ill to him. He will say, 'twas not to be hoped that thou wouldst behave well to him, when thou behavest ill to every one else. Then thou shalt fly at him, though it is not thy wont, but mind and spare thy strength, that thou mayest not be found out. Then a man will be sent to Hrutstede to tell Hrut he had best come and part you. He will come at once and ask thee to his house, and thou must accept his offer. Thou shalt greet Hrut and he will answer well. A place will be given thee on the lower bench over against Hrut's high seat. He will ask if thou art from the North, and thou shalt answer that thou art a man of Eyjafirth. He will go on to ask if there are very many famous men there. 'Shabby fellows enough and to spare,' thou must answer. 'Dost thou know Reykiardale and the parts about?' he will ask. To which thou must answer, 'I know all Iceland by heart.'
"'Are there any stout champions left in Reykiardale?' he will ask. 'Thieves and scoundrels,' thou shalt answer. Then Hrut will smile and think it sport to listen. You two will go on to talk of the men in the Eastfirth Quarter, and thou must always find something to say against them. At last your talk will come Rangrivervale, and then thou must say, there is small choice of men left in those parts since Fiddle Mord died. At the same time sing some stave to please Hrut, for I know thou art a skald. Hrut will ask what makes thee say there is never a man to come in Mord's place? and then thou must answer, that he was so wise a man and so good a taker up of suits, that he never made a false step in upholding his leadership. He will ask, 'Dost thou know how matters fared between me and him?'
"'I know all about it,' thou must reply, 'he took thy wife from thee, and thou hadst not a word to say.'"
Then Hrut will ask, 'Dost thou not think it was some disgrace to him when he could not get back his goods, though he set the suit on foot?'
"'I can answer thee that well enough,' thou must say. 'Thou challengedst him to single combat; but he was old, and so his friends advised him not to fight with thee, and then they let the suit fall to the ground.'
"'True enough,' Hrut will say. 'I said so, and that passed for law among foolish men; but the suit might have been taken up again at another Thing if he had the heart.'
"'I know all that,' thou must say.
Then he will ask, 'Dost thou know anything about law?'
"'Up in the North I am thought to know something about it,' thou shalt say. 'But still I should like thee to tell me how this suit should be taken up.'
"'What suit dost thou mean?' he will ask.
"'A suit,' thou must answer, 'which does not concern me. I want to know how a man must set to work who wishes to get back Unna's dower.'
"Then Hrut will say, 'In this suit I must be summoned so that I can hear the summons, or I must be summoned here in my lawful house.'
"'Recite the summons, then,' thou must say, 'and I will say it after thee.'
"Then Hrut will summon himself; and mind and pay great heed to every word he says. After that Hrut will bid thee repeat the summons, and thou must do so, and say it all wrong, so that no more than every other word is right."
Then Hrut will smile and not mistrust thee, but say that scarce a word is right. Thou must throw the blame on thy companions, and say they put thee out, and then thou must ask him to say the words first, word by word, and to let thee say the words after him. He will give thee leave, and summon himself in the suit, and thou shalt summon after him there and then, and this time say every word right. When it is done, ask Hrut if that were rightly summoned, and he will answer, 'There is no flaw to be found in it.' Then thou shalt say in a loud voice, so that thy companions may hear, 'I summon thee in the suit which Unna, Mord's daughter, has made over to me with her plighted hand.'
"But when men are sound asleep, you shall rise and take your bridles and saddles, and tread softly, and go out of the house, and put your saddles on your fat horses in the fields, and so ride off on them, but leave the others behind you. You must ride up into the hills away from the home pastures and stay there three nights, for about so long will they seek you. After that ride home south, riding always by night and resting by day. As for us, we will then ride this summer to the Thing, and help thee in thy suit." So Gunnar thanked Njal, and first of all rode home.
References
- ↑ Thou shalt ride from home with two men at thy back.: " If the author wanted us to understand Njal’s prescience as some seamless uncanny ability to see the future, he would have given us less mundane examples of its range and accuracy." Miller, William Ian. Looking Forward: Njal’s Prescience: Chapters 22–3 (p. 72).
Kafli 22
„Nú skalt þú ríða heiman við þriðja mann.[1] Skalt þú hafa voskufl ystan klæða og undir söluvoðarkyrtil mórendan. Þar skalt þú hafa undir hin góðu klæði þín og taparöxi í hendi. Tvo hesta skal hafa hver yðar, aðra feita en aðra magra. Þú skalt hafa héðan smíði. Þér skuluð ríða þegar á morgun og er þér komið yfir Hvítá vestur láttu slota hattinn mjög. Þá mun eftir spurt hver sá sé hinn mikli maður. Förunautar þínir skulu segja að þar sé Kaupa-Héðinn hinn mikli, eyfirskur maður, og fari með smíði. Hann er maður skapillur og margmæltur, þykist einn vita allt. Hann rekur aftur kaup sín oftlega og flýgur á menn þegar eigi er allt gert sem hann vill. Þú skalt ríða vestur til Borgarfjarðar og láta hvervetna falt smíði og reka aftur kaupin mjög. Mun þá sá orðrómur á leggjast að Kaupa-Héðinn sé manna verstur viðfangs og síst sé logið frá honum.
Þú skalt ríða til Norðurárdals og svo til Hrútafjarðar og til Laxárdals og til þess er þú kemur á Höskuldsstaði. Þar skalt þú vera um nótt og sitja utarlega og drepa niður höfði. Höskuldur mun mæla að ekki skuli eiga við Kaupa-Héðin og segja að hann sé óvinveittur. Síðan munt þú fara í braut um morguninn eftir og koma á næsta bæ hjá Hrútsstöðum. Þar skalt þú láta falt smíðið og hafa það uppi allt er verst er og berja í brestina. Búandi mun að hyggja og mun hann finna brestina. Þú skalt hnykkja af honum og mæla illa við hann.
Hann mun segja að það sé von að þú gefist honum eigi vel „er þú gefst öllum öðrum illa.“
Þá skalt þú fljúga á hann þótt þú sért því óvanur og still þó aflinu að þú verðir eigi kenndur. Þá mun sendur maður á Hrútsstaði að segja Hrúti að betra mun að skilja ykkur. Hann mun þegar fara og bjóða þér með sér en þú munt það þiggja. Þú skalt kveðja Hrút. Hann mun vel svara þér. Þér mun skipað á hinn óæðra bekk gegnt öndugi Hrúts. Hann mun spyrja hvort þú sért norðlenskur. Þú skalt segja að þú sért eyfirskur maður. Hann mun spyrja hvort þar séu allmargir ágætir menn.
„Ærinn hafa þeir klækiskap,“ skalt þú segja.
„Er þér kunnigt um Reykjardal?“ mun hann segja.
„Kunnigt er mér um allt Ísland,“ skalt þú segja.
„Eru í Reykjardal kappar miklir?“ mun hann segja.
„Þjófar eru þar og illmenni,“ skalt þú segja.
Þá mun Hrútur hlæja og þykja gaman að. Þið munuð tala um menn í Austfirðingafjórðungi og skalt þú fá nokkuð ámæli. Tal ykkað mun koma á Rangárvöllu. Þá skalt þú segja að þar sé síst mannval síðan Mörður gígja var dauður. Kveð þá og vísu nokkura þá er Hrúti þykir gaman að því að eg veit að þú ert skáld. Hrútur mun spyrja hvað þú finnir helst til þess að eigi megi koma maður í stað hans. Þú skalt því svara að hann var maður svo vitur og svo mikill málafylgjumaður að aldrei yrði á um höfðingskap hans.
Hann mun spyrja hvort þér sé nokkuð af kunnigt „hversu fór með okkur?“
„Kunnigt er mér,“ skalt þú segja, „að hann tók af þér konuna en þú hafðir ekki að.“
Þá mun Hrútur svara: „Þótti þér ekki á verða fyrir honum er hann náði eigi fénu en bjó þó til málið?“
„Hér má eg vel svara þér um,“ skalt þú segja, „þú skoraðir hann til einvígis en hann var gamall og réðu vinir hans honum það að hann berðist eigi við þig og drápu svo niður málinu.“
„Mælti eg það víst,“ mun Hrútur segja, „og þótti það heimskum mönnum sem lög væri en mátti þó málið upp taka á öðru þingi ef hann hefði þrek til haft.“
„Veit eg það,“ skalt þú segja.
Hann mun þá spyrja þig: „Kannt þú nokkuð í lögum?“
„Kunna þótti eg norður þar,“ skalt þú segja, „en þó munt þú segja mér verða hversu málið skal upp taka.“
„Hrútur mun svara að hverju máli þú vilt spyrja.“
„Að því,“ skalt þú segja, „að mig skiptir öngu hversu upp skal taka fjárheimtuna Unnar.“
„Stefna skal málinu svo að eg heyri eða að lögheimili mínu,“ mun Hrútur segja.
„Stefn nú þá,“ skalt þú segja, „en eg mun í annað sinn.“
Þá mun Hrútur stefna og skalt þú hyggja að því vandlega hver orð hann hefir. Þá mun Hrútur mæla að þú skulir stefna. Þú skalt þá stefna og skal rangt svo að eigi sé meir en annað hvert orð rétt. Þá mun Hrútur hlæja og mun hann þá ekki gruna þig en mæla þó að fátt eitt sé rétt í. Þú skalt kenna um förunautum þínum að þeir hafi glapið þig. Þá skalt þú biðja Hrút að hann mæli fyrir þér og biðja að hann leyfi að þú mælir eftir. Hann mun það leyfa þér og stefna sjálfur málinu. Þú skalt þegar stefna eftir og mæla þá rétt og spyrja þá Hrút hvort rétt sé stefnt. Hann mun svara að það megi eigi ónýta.
Þá skalt þú mæla hátt svo að förunautar þínir heyri: „Stefni eg handseldri sök Unnar Marðardóttur.“
En þá er menn eru sofnaðir skuluð þér taka beisl yður og söðulreiði og fara hljóðlega, ganga út og bera söðla yðra í haga til hinna feitu hestanna, ríða þeim en láta hina eftir. Þér skuluð ríða upp úr búfjárhögum og vera þar þrjár nætur. Svo nokkuru mun yðvar leita farið lengi. Skalt þú þá ríða heim suður og ríða jafnan um nætur en liggja um daga. En vér munum þá ríða til þings í sumar og veita að málunum.“
Gunnar þakkaði honum og reið heim fyrst.
Tilvísanir
- ↑ Nú skalt þú ríða heiman við þriðja mann.: " If the author wanted us to understand Njal’s prescience as some seamless uncanny ability to see the future, he would have given us less mundane examples of its range and accuracy." Miller, William Ian. Looking Forward: Njal’s Prescience: Chapters 22–3 (p. 72).