Njála, 061
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 61
They rode three together, Gunnar and his brothers. Gunnar had the bill and his sword, Oliver's gift; but Kolskegg had his short sword; Hjort, too, had proper weapons.
Now they rode to Tongue, and Asgrim gave them a hearty welcome, and they were there some while. At last they gave it out that they meant to go home there and then. Asgrim gave them good gifts, and offered to ride east with them, but Gunnar said there was no need of any such thing; and so he did not go.
Sigurd Swinehead was the name of a man who dwelt by Thurso water. He came to the farm under the Threecorner, for he had given his word to keep watch on Gunnar's doings, and so he went and told them of his journey home; "and," quoth he, "there could never be a finer chance than just now, when he has only two men with him."
"How many men shall we need to have to lie in wait for him?" says Starkad.
"Weak men shall be as nothing before him," he says; "and it is not safe to have fewer than thirty men."
"Where shall we lie in wait?"
"By Knafaholes," he says; "there he will not see us before he comes on us."
"Go thou to Sandgil and tell Egil that fifteen of them must busk themselves thence, and now other fifteen will go hence to Knafaholes."
Thorgeir said to Hildigunna, "This hand shall show thee Gunnar dead this very night."
"Nay, but I guess," says she, "that thou wilt hang thy head after ye two meet."
So those four, father and sons, fare away from the Threecorner, and eleven men besides, and they fared to Knafaholes, and lay in wait there.
Sigurd Swinehead came to Sandgil and said, "Hither am I sent by Starkad and his sons to tell thee, Egil, that ye, father and sons, must fare to Knafaholes to lie in wait for Gunnar."
"How many shall we fare in all?" says Egil.
"Fifteen, reckoning me," he says.
Kol said, "Now I mean to try my hand on Kolskegg."
"Then I think thou meanest to have a good deal on thy hands," says Sigurd.
Egil begged his Easterlings to fare with him. They said they had no quarrel with Gunnar; "and besides," says Thorir, "ye seem to need much help here, when a crowd of men shall go against three men."
Then Egil went away and was wroth.
Then the mistress of the house said to the Easterling, "In an evil hour hath my daughter Gudruna humbled herself, and broken the point of her maidenly pride, and lain by thy side as thy wife, when thou wilt not dare to follow thy father-in-law, and thou must be a coward," she says.
"I will go," he says, "with thy husband, and neither of us two shall come back."
After that he went to Thorgrim his messmate, and said, "Take thou now the keys of my chests; for I shall never unlock them again. I bid thee take for thine own whatever of our goods thou wilt; but sail away from Iceland, and do not think of revenge for me. But if thou dost not leave the land, it will be thy death."
So the Easterling joined himself to their band.
References
Kafli 61
Þeir ríða þrír saman, Gunnar og bræður hans. Gunnar hafði atgeirinn og sverðið Ölvisnaut en Kolskeggur hafði saxið. Hjörtur hafði og alvæpni. Riðu þeir nú í Tungu. Ásgrímur tók vel við þeim og voru þeir þar nokkura hríð. Þá lýstu þeir yfir því að þeir ætluðu þá heim að fara. Ásgrímur gaf þeim góðar gjafir og bauð að ríða með þeim austur. Gunnar kvað engis mundu við þurfa og fór hann eigi.
Sigurður svínhöfði hét maður. Hann kom undir Þríhyrning. Hann hafði heitið að halda njósnum um ferðir Gunnars. Hann sagði þeim nú til ferða hans og kvað ekki mundu verða vænna en svo „er hann er við hinn þriðja mann.“
„Hversu marga munum vér þurfa menn,“ segir Starkaður, „í fyrirsát?“
„Rýrt mun verða fyrir honum smámennið,“ segir hann, „og eigi er ráð að hafa færri en þrjá tigu manna.“
„Hvar skulum vér fyrir sitja?“
„Við Knafahóla,“ segir hann, „þar sér eigi fyrr en að er komið.“
„Far þú í Sandgil og seg Agli að þeir búist þaðan fimmtán en vér munum koma héðan aðrir fimmtán til Knafahóla.“
Þorgeir mælti til Hildigunnar: „Þessi hönd skal þér sýna Gunnar dauðan í kveld.“
„En eg get,“ segir hún, „að þú berir lágt höfuðið af ykkrum fundi.“
Þeir fara fjórir feðgar undan Þríhyrningi og ellefu menn aðrir. Fóru þeir til Knafahóla og biðu þar.
Sigurður kom í Sandgil og mælti: „Eg er sendur hingað af Starkaði og sonum hans að segja þér, Egill, að þér feðgar farið til Knafahóla að sitja fyrir Gunnari.“
„Hversu margir skyldum vér fara?“ segir Egill.
„Fimmtán með mér.“
Kolur mælti: „Nú ætla eg mér að reyna við Kolskegg.“
„Mjög þykir mér þú ætla þér,“ segir Sigurður.
Egill bað Austmenn sína fara.
Þeir kváðust engar sakir eiga við Gunnar „enda þarf hér mikils við,“ segir Þórir, „er fjöldi manns skal fara að þremur mönnum.“
Gekk þá Egill í brott og var reiður.
Húsfreyja mælti þá til Austmannsins: „Illa hefir Guðrún dóttir mín brotið odd af oflæti sínu og legið hjá þér er þú skalt eigi þora að fylgja bónda þínum og mági og munt þú vera ragur maður,“ segir hún.
„Fara mun eg með bónda þínum og mun hvorgi okkar aftur koma.“
Síðan gekk hann til Þorgríms félaga síns og mælti: „Tak þú nú við kistulyklum mínum því að eg mun þeim eigi lúka oftar. Bið eg að þú eignist slíkt af fé okkru sem þú vilt en far utan og ætla ekki til hefnda eftir mig. En ef þú ferð eigi utan þá verður það þinn bani.“
Austmaðurinn réðst í flokk með þeim.