Njála, 067
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 67
Now we must tell of Thorgeir Otkell's son; he grew up to be a tall strong man, true-hearted and guileless, but rather too ready to listen to fair words. He had many friends among the best men, and was much beloved by his kinsmen.
Once on a time Thorgeir Starkad's son had been to see his kinsman Mord.
"I can ill brook," he says, "that settlement of matters which we and Gunnar had, but I have bought thy help so long as we two are above ground; I wish thou wouldest think out some plan and lay it deep; this is why I say it right out, because I know that thou art Gunnar's greatest foe, and he too thine. I will much increase thine honour if thou takest pains in this matter."
"It will always seem as though I were greedy of gain, but so it must be. Yet it will be hard to take care that thou mayest not seem to be a truce-breaker, or peace-breaker, and yet carry out thy point. But now I have been told that Kolskegg means to try a suit, and regain a fourth part of Moeidsknoll, which was paid to thy father as an atonement for his son. He has taken up this suit for his mother, but this too is Gunnar's counsel, to pay in goods and not to let the land go. We must wait till this comes about, and then declare that he has broken the settlement made with you. He has also taken a cornfield from Thorgeir Otkell's son, and so broken the settlement with him too. Thou shalt go to see Thorgeir Otkell's son, and bring him into the matter with thee, and then fall on Gunnar; but if ye fail in aught of this, and cannot get him hunted down, still ye shall set on him over and over again. I must tell thee that Njal has "spaed" his fortune, and foretold about his life, if he slays more than once in the same stock, that it would lead him to his death, if it so fell out that he broke the settlement made after the deed. Therefore shalt thou bring Thorgeir into the suit, because he has already slain his father; and now, if ye two are together in an affray, thou shalt shield thyself; but he will go boldly on, and then Gunnar will slay him. Then he has slain twice in the same stock, but thou shalt fly from the fight. And if this is to drag him to his death he will break the settlement afterwards, and so we may wait till then."
After that Thorgeir goes home and tells his father secretly. Then they agreed among themselves that they should work out this plot by stealth.
References
Kafli 67
Nú er að segja frá Þorgeiri Otkelssyni. Hann gerðist maður mikill og styrkur, trúlyndur og óslægur, nokkuð talhlýðinn. Hann var vinsæll af hinum bestum mönnum og ástsæll af frændum sínum.
Einhverju sinni hefir Þorgeir Starkaðarson farið að finna Mörð frænda sinn.
„Illa uni eg við,“ segir hann, „málalok þau sem orðið hafa með oss Gunnari en eg hefi keypt að þér liðveislu meðan við værum uppi báðir. Vil eg að þú hugsir nokkura ráðagerð og leggist djúpt. Mæli eg því þetta svo ljóst að eg veit að þú ert hinn mesti óvinur Gunnars og svo hann þinn. Skal eg auka mikið þína sæmd ef þú sérð vel fyrir.“
„Sýnist það jafnan,“ segir Mörður, „að eg er fégjarn enda mun svo enn. Og er vant fyrir að sjá að þú sért eigi griðníðingur en þú komir þó þínu máli fram. En það er mér sagt að Kolskeggur ætli mál fram að hafa og rifta fjórðung í Móeiðarhvoli] er föður þínum var goldið í sonarbætur. Hefir hann mál þetta tekið af móður sinni og er þetta ráð Gunnars að gjalda lausafé en láta eigi landið. Skal þess að bíða er þetta gengur fram og kalla hann þá rjúfa sætt á yður. Hann hefir og tekið sáðland af Þorgeiri Otkelssyni og rofið svo sætt á honum. Skalt þú fara að finna Þorgeir Otkelsson og koma honum í málið með þér og fara að Gunnari. En þótt í bresti nokkuð um þetta og fáið þér hann eigi veiddan þá skuluð þér þó fara að honum oftar. Mun eg segja þér að Njáll hefir spáð honum og sagt fyrir um ævi hans, ef hann vægi í hinn sama knérunn oftar en um sinn að það mundi honum bráðast til bana, bæri það þá svo við að hann ryfi sætt þá er ger væri. Skalt þú því koma Þorgeiri í málið að hann hefir vegið föður hans áður og ef þið eruð á einum fundi þá skalt þú hlífa þér en hann mun ganga fram vel og mun Gunnar vega hann. Hefir hann þá vegið tvisvar í hinn sama knérunn en þú skalt flýja af fundinum. En ef honum vill þetta til dauða draga þá mun hann rjúfa sættina. Er þar til að sitja.“
Eftir þetta fer Þorgeir heim og segir föður sínum af hljóði. Réðu þeir það með sér að með þessa ráðagerð skyldu þeir af hljóði fara.