Njála, 103
Njáls saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 100 | 101 | 102 | 103 | 104 | 105 | 106 | 107 | 108 | 109 | 110 | 111 | 112 | 113 | 114 | 115 | 116 | 117 | 118 | 119 | 120 |
121 | 122 | 123 | 124 | 125 | 126 | 127 | 128 | 129 | 130 | 131 | 132 | 133 | 134 | 135 | 136 | 137 | 138 | 139 | 140 | 141 | 142 | 143 | 144 | 145 | 146 | 147 | 148 | 149 | 150 |
151 | 152 | 153 | 154 | 155 | 156 | 157 | 158 | 159 |
Chapter 103
OF GEST ODDLEIF'S SON.
Gest Oddleit's son dwelt at Hagi on Bardastrand. He was one of the wisest of men, so that he foresaw the fates and fortunes of men. He made a feast for Thangbrand and his men. They fared to Hagi with sixty men. Then it was said that there were two hundred heathen men to meet them, and that a Baresark was looked for to come thither, whose name was Otrygg, and all were afraid of him. Of him such great things as these were said, that he feared neither fire nor sword, and the heathen men were sore afraid at his coming. Then Thangbrand asked if men were willing to take the faith, but all the heathen met spoke against it.
"Well," says Thangbrand, "I will give you the means whereby ye shall prove whether my faith is better. We will hallow two fires. The heathen men shall hallow one and I the other, but a third shall be unhallowed; and if the Baresark is afraid of the one that I hallow, but treads both the others, then ye shall take the faith."
"That is well spoken," says Gest, "and I will agree to this for myself and my household."
And when Gest had so spoken, then many more agreed to it.
Then it was said that the Baresark was coming up to the homestead, and then the fires were made and burnt strong. Then men took their arms and sprang up on the benches, and so waited.
The Baresark rushed in with his weapons. He comes into the room, and treads at once the fire which the heathen men had hallowed, and so comes to the fire that Thangbrand had hallowed, and dares not to tread it, but said that he was on fire all over. He hews with his sword at the bench, but strikes a crossbeam as he brandished the weapon aloft. Thangbrand smote the arm of the Baresark with his crucifix, and so mighty a token followed that the sword fell from the Baresark's hand.
Then Thangbrand thrusts a sword into his breast, and Gudleif smote him on the arm and hewed it off. Then many went up and slew the Baresark.
After that Thangbrand asked if they would take the faith now?
Gest said he had only spoken what he meant to keep to.
Then Thangbrand baptized Gest and all his house and many others. Then Thangbrand took counsel with Gest whether he should go any further west among the firths, but Gest set his face against that, and said they were a hard race of men there, and ill to deal with, "but if it be foredoomed that this faith shall make its way, then it will be taken as law at the Althing, and then all the chiefs out of the districts will be there."
"I did all that I could at the Thing," says Thangbrand, "and it was very uphill work."
"Still thou hast done most of the work," says Gest, "though it may be fated that others shall make Christianity law; but it is here as the saying runs, 'No tree falls at the first stroke.'"
After that Gest gave Thangbrand good gifts, and he fared back south. Thangbrand fared to the Southlander's Quarter, and so to the Eastfirths. He turned in as a guest at Bergthorsknoll, and Njal gave him good gifts. Thence he rode east to Alftafirth to meet Hall of the Side. He caused his ship to be mended, and heathen men called it "Iron-basket." On board that ship Thangbrand fared abroad, and Gudleif with him.
References
Kafli 103
Gestur Oddleifsson bjó í Haga á Barðaströnd. Hann var manna vitrastur svo að hann sá fyrir örlög manna. Hann gerði veislu í móti þeim Þangbrandi. Þeir fóru í Haga við sex tigu manna. Þá var sagt að þar væru fyrir tvö hundruð heiðinna manna og þangað væri von berserks þess er Ótryggur hét og voru allir við hann hræddir. Frá honum sagði svo mikið að hann hræddist hvorki egg né eld og voru heiðnir menn hræddir mjög. Þá spurði Þangbrandur ef menn vildu taka við trú en allir heiðnir menn mæltu í móti.
„Kosti mun eg yður gera,“ segir Þangbrandur, „að þér skuluð reyna hvor betri er trúan. Vér skulum hér vígja elda. Skuluð þér vígja einn heiðnir menn en eg annan en hinn þriðji skal óvígður vera. En ef berserkurinn hræðist þann er eg vígði en vaði yðvarn eld þá skuluð þér taka við trú.“
„Þetta er vel mælt,“ segir Gestur, „og mun eg þessu játa fyrir mig og heimamenn mína.“
Og er Gestur hafði þetta mælt þá játuðu miklu fleiri.
Þá var sagt að berserkurinn færi að bænum og voru þá gervir eldarnir og brunnir. Tóku menn þá vopn sín og hljópu upp í bekkina og biðu svo. Berserkurinn hljóp inn með vopnum. Hann kemur í stofuna og veður þegar þann eldinn er hinir heiðnu menn vígðu og kemur að eldinum þeim er Þangbrandur hafði vígt og þorir eigi að vaða og kvaðst brenna allur. Hann höggur sverðinu upp á bekkinn og kemur í þvertréið er hann reiddi hátt. Þangbrandur laust með róðukrossi á höndina og varð jartegn svo mikil að sverðið féll úr hendi berserkinum. Þá leggur Þangbrandur sverði fyrir brjóst honum en Guðleifur hjó á höndina svo af tók. Gengu þá margir að og drápu berserkinn. Eftir það spurði Þangbrandur ef þeir vildu við trú taka. Gestur kvaðst það eitt um hafa mælt er hann ætlaði að halda. Þangbrandur skírði þá Gest og hjú hans öll og marga aðra.
Réðst þá Þangbrandur um við Gest hvort hann skyldi nokkuð fara í fjörðu vestur. En hann latti þess og kvað þar vera menn harða og illa viðureignar „en ef það er ætlað fyrir að trúa þessi skuli við gangast þá mun á alþingi við gangast og munu þar þá vera allir höfðingjar úr héruðum.“
„Flutti eg á þingi,“ segir Þangbrandur, „og varð mér þar erfiðlegast um.“
„Þú hefir þó mest að gert,“ segir Gestur, „þótt öðrum verði auðið í lög að leiða. En það er sem mælt er að eigi fellur tré við hið fyrsta högg.“
Síðan gaf Gestur Þangbrandi góðar gjafir og fór hann suður aftur.
Þangbrandur fór í Sunnlendingafjórðung og svo til Austfjarða. Hann gisti að Bergþórshvoli og gaf Njáll honum góðar gjafir. Þá reið hann austur í Álftafjörð til móts við Síðu-Hall. Hann lét bæta skip sitt og kölluðu heiðnir menn það Járnmeis. Á því skipi fór Þangbrandur utan og Guðleifur með honum.