Njála, 121

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 121

OF THE PLEADING OF THE SUIT.


The next day Asgrim, and Gizur the White, and Hjallti Skeggi's son, and Einar of Thvera, met together. There, too, was Mord Valgard's son; he had then let the suit fall from his hand, and given it over to the sons of Sigfus.

Then Asgrim spoke.

"Thee first I speak to about this matter, Gizur the White and thee Hjallti, and thee Einar, that I may tell you how the suit stands. It will be known to all of you that Mord took up the suit, but the truth of the matter is, that Mord was at Hauskuld's slaying, and wounded him with that wound, for giving which no man was named. It seems to me, then, that this suit must come to naught by reason of a lawful flaw."

"Then we will plead it at once," says Hjallti.

"It is not good counsel," said Thorhall Asgrim's son, "that this should not be hidden until the courts are set."

"How so?" asks Hjallti.

"If," said Thorhall, "they knew now at once that the suit has been wrongly set on foot, then they may still save the suit by sending a man home from the Thing, and summoning the neighbours from home over again, and calling on them to ride to the Thing, and then the suit will be lawfully set on foot."

"Thou art a wise man, Thorhall," say they, "and we will take thy counsel."

After that each man went to his booth.

The sons of Sigfus gave notice of their suits at the Hill of Laws, and asked in what Quarter Courts they lay, and in what house in the district the defendants dwelt. But on the Friday night the courts were to go out to try suits, and so the Thing was quiet up to that day.

Many sought to bring about an atonement between them, but Flosi was steadfast; but others were still more wordy, and things looked ill.

Now the time comes when the courts were to go out, on the Friday evening. Then the whole body of men at the Thing went to the courts. Flosi stood south at the court of the men of Rangriver, and his band with him. There with him was Hall of the Side, and Runolf of the Dale, Wolf Aurpriest's son, and those other men who had promised Flosi help.

But north of the court of the men of Rangriver stood Asgrim Ellidagrim's son, and Gizur the White, Hjallti Skeggi's son, and Einar of Thvera. But Njal's sons were at home at their booth, and Kari and Thorleif Crow, and Thorgeir Craggeir, and Thorgrim the Big. They sate all with their weapons, and their band looked safe from onslaught.

Njal had already prayed the judges to go into the court, and now the sons of Sigfus plead their suit. They took witness and bade Njal's sons to listen to their oath; after that they took their oath, and then they declared their suit; then they brought forward witness of the notice, then they bade the neighbours on the inquest to take their seats, then they called on Njal's sons to challenge the inquest.

Then up stood Thorhall Asgrim's son, and took witness, and forbade the inquest by a protest to utter their finding; and his ground was, that he who had given notice of the suit was truly under the ban of the law, and was himself an outlaw.

"Of whom speakest thou this?" says Flosi.

"Mord Valgard's son," said Thorhall, "fared to Hauskuld's slaying with Njal's sons, and wounded him with that wound for which no man was named when witness was taken to the death-wounds; and ye can say nothing against this, and so the suit comes to naught."


References


Kafli 121

Annan dag eftir fundust þeir Ásgrímur og Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason og Einar Þveræingur. Þar var þá og Mörður Valgarðsson. Hann hafði þá látið af höndum sökina og selt í hendur Sigfússonum.

Þá mælti Ásgrímur: „Þig kveð eg að þessu fyrstan, Gissur hvíti, og Hjalti og Einar, að eg vil segja yður í hvert efni komið er málum þessum. Yður mun það kunnigt að Mörður hefir sótt málið. En svo er við vaxið að Mörður hefir verið að vígi Höskulds og sært hann því sári er engi var til nefndur. Sýnist mér sem þetta mál muni ónýtt vera fyrir laga sakir.“

„Þá viljum vér það fram bera þegar,“ segir Hjalti.

Þórhallur Ásgrímsson mælti: „Það er ekki ráð að eigi fari þetta leynt allt þar til er dómar fara út.“

„Hverju skiptir það?“ segir Hjalti.

Þórhallur mælti: „Ef þeir vita nú það þegar að rangt hafi verið til búið málið þá mega þeir svo bjarga sökinni að senda mann heim af þingi og stefna heiman til þings en kveðja búa á þingi og er þá rétt sótt málið.“

„Vitur maður ertu, Þórhallur,“ segja þeir, „og skal þín ráð hafa.“

Eftir þetta gekk hver til sinnar búðar.

Sigfússynir lýstu sökum að Lögbergi og spurðu að þingfesti og heimilisfangi en föstunóttina skyldu fara út dómar til sóknar. Er nú kyrrt þingið þar til. Margir leituðu um sættir með þeim og var Flosi erfiður en aðrir þó miklu orðfleiri og þótti óvænlega horfa.

Nú kemur að því sem dómar skyldu út fara föstukveldið. Gekk þá allur þingheimur til dóma. Flosi stóð sunnan að Rangæingadómi og lið hans. Þar var með honum Hallur af Síðu og Runólfur úr Dal son Úlfs aurgoða og aðrir þeir sem Flosa höfðu liði heitið. En norðan að Rangæingadómi stóðu þeir Ásgrímur Elliða-Grímsson og Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason og Einar Þveræingur en Njálssynir voru heima við búð og Kári og Þorleifur krákur og Þorgeir skorargeir og Þorgrímur mikli. Þeir sátu allir með vopnum og var þeirra flokkur óárennilegur.

Njáll hafði beðið dómendur að ganga í dóminn. Sigfússynir sækja nú málið. Þeir nefndu votta og buðu Njálssonum að hlýða til eiðspjalls síns. Síðan unnu þeir eið. Þá sögðu þeir fram sök. Þá létu þeir fram bera lýsingarvætti. Þá buðu þeir búum í setu. Þá buðu þeir til ruðningar um kviðinn.

Þá stóð upp Þórhallur Ásgrímsson og nefndi votta og varði lýriti kviðburðinn og fann það til að sá hafði lýst sökinni er sannir lagalestir voru á og sjálfur var útlagi.

„Til hvers mælir þú þetta?“ segir Flosi.

Þórhallur mælti: „Mörður Valgarðsson fór til vígs Höskulds með Njálssonum og særði hann því sári er engi maður var til nefndur þá er vottar voru nefndir að benjum. Megið þér eigi í móti mæla að ónýtt sé málið.“



Tilvísanir

Links