Njála, 147

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 147

THE AWARD OF ATONEMENT WITH THORGEIR CRAGGEIR.


Hall of the Side and his son Kol, seven of them in all, rode west over Loomnip's Sand, and so west over Amstacksheath, and did not draw bridle till they came into Myrdale. There they asked whether Thorgeir would be at home at Holt, and they were told that they would find him at home.

The men asked whither Hall meant to go.

"Thither to Holt," he said.

They said they were sure he went on a good errand.

He stayed there some while and baited their horses, and after that they mounted their horses and rode to Solheim about even, and they were there that night, but the day after they rode to Holt.

Thorgeir was out of doors, and Kari too, and their men, for they had seen Hall's coming. He rode in a blue cape, and had a little axe studded with silver in his hand; but when they came into the "town," Thorgeir went to meet him, and helped him off his horse, and both he and Kari kissed him and led him in between them into the sittingroom, and sate him down in the high seat on the dais, and they asked him tidings about many things.

He was there that night. Next morning Hall raised the question of the atonement with Thorgeir, and told him what terms they offered him; and he spoke about them with many fair and kindly words.

"It may be well known to thee," answers Thorgeir, "that I said I would take no atonement from the burners."

"That was quite another matter then," says Hall; "ye were then wroth with fight, and, besides, ye have done great deeds in the way of manslaying since."

"I daresay ye think so," says Thorgeir, "but what atonement do ye offer to Kari?"

"A fitting atonement shall be offered him," says Hall, "if he will take it."

Then Kari said, "I pray this of thee, Thorgeir, that thou wilt be atoned, for thy lot cannot be better than good."

"Methinks," says Thorgeir, "it is ill done to take in atonement, and sunder myself from thee, unless thou takest the same atonement as I"

"I will not take any atonement," says Kari, "but yet I say that we have avenged the burning; but my son, I say, is still unavenged, and I mean to take that on myself alone, and see what I can get done."

But Thorgeir would take no atonement before Kari said that he would take it ill if he were not atoned. Then Thorgeir handselled a truce to Flosi and his men, as a step to a meeting for atonement; but Hall did the same on behalf of Flosi and the sons of Sigfus.

But ere they parted, Thorgeir gave Hall a gold ring and a scarlet cloak, but Kari gave him a silver brooch, and there were hung to it four crosses of gold. Hall thanked them kindly for their gifts, and rode away with the greatest honour. He did not draw bridle till he came to Swinefell, and Flosi gave him a hearty welcome. Hall told Flosi all about his errand and the talk he had with Thorgeir, and also that Thorgeir would not take the atonement till Kari told him he would quarrel with him if he did not take it; but that Kari would take no atonement.

"There are few men like Kari," said Flosi, "and I would that my mind were shapen altogether like his."

Hall and Kol stayed there some while, and afterwards they rode west at the time agreed on to the meeting for atonement, and met at Headbrink, as had been settled between them.

Then Thorgeir came to meet them from the west, and then they talked over their atonement, and all went off as Hall had said.

Before the atonement, Thorgeir said that Kari should still have the right to be at his house all the same if he chose.

"And neither side shall do the others any harm at my house; and I will not have the trouble of gathering in the fines from each of the burners; but my will is that Flosi alone shall be answerable for them to me, but he must get them in from his followers. My will also is that all that award which was made at the Thing about the burning shall be kept and held to; and my will also is, Flosi, that thou payest me up my third share in unclipped coin."

Flosi went quickly into all these terms.

Thorgeir neither gave up the banishment nor the outlawry.

Now Flosi and Hall rode home east, and then Hall said to Flosi, "Keep this atonement well, son-in-law, both as to going abroad and the pilgrimage to Rome (1), and the fines, and then thou wilt be thought a brave man, though thou hast stumbled into this misdeed, if thou fulfillest handsomely all that belongs to it."

Flosi said it should be so.

Now Hall rode home east, but Flosi rode home to Swinefell, and was at home afterwards.

ENDNOTES:

(1) "Pilgrimage to Rome." This condition had not been mentioned before.

References


Kafli 147

Hallur af Síðu og Kolur son hans og þeir sjö saman riðu vestur yfir Lómagnúpssand og svo vestur yfir Arnarstakksheiði og léttu eigi fyrr en þeir komu í Mýdal. Þar spurðu þeir að hvort Þorgeir mundi heima í Holti en þeim var sagt að hann mundi heima vera. Þeir spurðu hvert Hallur ætlaði að fara. „Þangað í Holt,“ sagði hann.

Þeir sögðu hann mundu hafa gott erindi. Dvaldist hann þar nokkura stund, og áðu. Eftir það tóku þeir hesta sína og riðu á Sólheima um kveldið og voru þar um nóttina.

En um daginn eftir riðu þeir í Holt. Þorgeir var úti og svo Kári og menn þeirra því að þeir kenndu ferð Halls. Hann reið í blárri kápu og hafði litla öxi silfurrekna í hendi. En er þeir komu í túnið gekk Þorgeir í móti honum og tók hann af baki og minntust þeir Kári báðir við hann og leiddu hann í milli sín í stofu inn og settu hann á pall í hásæti og spurðu hann margra tíðinda. Var hann þar um nóttina.

Um morguninn eftir vakti Hallur til við Þorgeir um sættina og sagði hverjar þeir buðu honum og talaði þar um mörgum fögrum orðum og góðgjarnlegum.

Þorgeir svarar: „Kunnigt má þér það vera að eg vildi engum sættum taka við brennumenn.“

„Allt var það annað mál,“ segir Hallur. „Þér voruð þá vígreiðir. Hafið þér nú og mikið að gert um manndráp síðan.“

„Svo mun yður þykja,“ segir Þorgeir, „en hverja sætt bjóðið þér Kára?“

„Boðin mun honum sættin sú er sæmileg er,“ segir Hallur, „ef hann vill sættast.“

Kári mælti: „Þess vil eg biðja þig, Þorgeir, að þú sættist því að þinn hlutur má ekki verða betri en góður.“

„Illt þykir mér að sættast og skiljast við þig nema þú takir slíka sætt sem eg,“ segir Þorgeir.

„Eigi vil eg það,“ segir Kári, „að sættast. En þó kalla eg að við höfum hefnt brennunnar. En sonar míns kalla eg vera óhefnt og ætla eg mér það einum slíkt sem eg fæ að gert.“

En Þorgeir vildi eigi fyrr sættast en Kári sagði á ósátt sína ef hann sættist eigi. Handsalaði Þorgeir þá Flosa grið og hans mönnum til sáttarfundarins en Hallur önnur í móti er hann hafði tekið af Flosa og Sigfússonum. En áður þeir skildust gaf Þorgeir Halli gullhring og skarlatsskikkju en Kári silfurmen og voru á gullkrossar þrír. Hallur þakkaði þeim vel gjafirnar og reið í braut með hinni mestu sæmd. Létti hann eigi fyrr en hann kom til Svínafells. Tók Flosi vel við honum.

Hallur sagði Flosa allt frá erindum sínum og svo frá viðræðum þeirra Þorgeirs og svo það að Þorgeir vildi eigi fyrr sættast en Kári sagði á ósátt sína ef hann sættist eigi en Kári vildi þó eigi sættast.

Flosi mælti: „Fám mönnum er Kári líkur og þann veg vildi eg helst skapfarinn vera sem hann er.“

Þeir Hallur dvöldust þar nokkura hríð. Síðan riðu þeir vestur að ákveðinni stundu til sáttarfundarins og fundust að Höfðabrekku sem mælt hafði verið með þeim. Töluðu þeir þá um sætt sína. Gekk þá allt eftir því sem Hallur hafði sagt.

Þorgeir sagði fyrir sættina að Kári skyldi þar vera jafnan ef hann vildi, „skulu hvorigir öðrum þar illt gera að heima mínu. Eg vil og ekki eiga að heimta að sérhverjum þeirra. Eg vil að Flosi einn varði við mig en hann heimti að sveitungum sínum og vil eg að sú gerð haldist öll er ger var á þingi um brennuna. Vil eg, Flosi, að þú gjaldir mér þriðjung minn óskerðan.“

Flosi gekk skjótt að þessu öllu. Þorgeir gaf hvorki upp utanferðir né héraðssektir.

Nú riðu þeir Flosi og Hallur austur heim.

Hallur mælti þá til Flosa: „Efndu vel, mágur, sætt þessa, bæði utanferð þína og suðurgönguna og fégjöld. Muntu þá þykja röskur maður þótt þú hafir ratað í stórvirki þetta ef þú innir rösklega af hendi alla hluti.“

Flosi kvað svo vera skyldu. Reið Hallur nú heim austur en Flosi reið heim til Svínafells og var heima síðan.


Tilvísanir

Links