Njála, 149

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 149

OF FLOSI AND THE BURNERS.


Now Flosi spoke to the burners, his companions, "It will no longer serve our turn to sit still, for now we shall have to think of our going abroad and of our fines, and of fulfilling our atonement as bravely as we can, and let us take a passage wherever it seems most likely to get one."

They bade him see to all that. Then Flosi said, "We will ride east to Hornfirth; for there that ship is laid up, which is owned by Eyjolf Nosy, a man from Drontheim, but he wants to take to him a wife here, and he will not get the match made unless he settles himself down here. We will buy the ship of him, for we shall have many men and little freight. The ship is big and will take us all."

Then they ceased talking of it.

But a little after they rode east, and did not stop before they came east to Bjornness in Homfirth, and there they found Eyjolf, for he had been there as a guest that winter.

There Flosi and his men had a hearty welcome, and they were there the night. Next morning Flosi dealt with the captain for the ship, but he said he would not be hard to sell the ship if he could get what he wanted for her. Flosi asked him in what coin he wished to be paid for her; the Easterling says he wanted land for her near where he then was.

Then Eyjolf told Flosi all about his dealings with his host, and Flosi says he will pull an oar with him, so that his marriage bargain might be struck, and buy the ship of him afterwards. The Easterling was glad at that. Flosi offered him land at Borgarhaven, and now the Easterling holds on with his suit to his host when Flosi was by, and Flosi threw in a helping word, so that the bargain was brought about between them.

Flosi made over the land at Borgarhaven to the Easterling, but shook hands on the bargain for the ship. He got also from the Easterling twenty hundreds in wares, and that was also in their bargain for the land.

Now Flosi rode back home. He was so beloved by his men that their wares stood free to him to take either on loan or gift, just as he chose.

He rode home to Swinefell, and was at home a while.

Then Flosi sent Kol Thorstein's son and Gunnar Lambi's son east to Hornfirth. They were to be there by the ship, and to fit her out, and set up booths, and sack the wares, and get all things together that were needful.

Now we must tell of the sons of Sigfus how they say to Flosi that they will ride west to Fleetlithe to set their houses in order, and get wares thence, and such other things as they needed. "Kari is not there now to be guarded against," they say, "if he is in the north country as is said."

"I know not," answers Flosi, "as to such stories, whether there be any truth in what is said of Kari's journeyings; methinks, we have often been wrong in believing things which are nearer to learn than this. My counsel is that ye go many of you together, and part as little as ye can, and be as wary of yourselves as ye may. Thou, too, Kettle of the Mark shalt bear in mind that dream which I told thee, and which thou prayedst me to hide; for many are those in thy company who were then called."

"All must come to pass as to man's life," said Kettle, "as it is foredoomed; but good go with thee for thy warning."

Now they spoke no more about it.

After that the sons of Sigfus busked them and those men with them who were meant to go with them. They were eight in all, and then they rode away, and ere they went they kissed Flosi, and he bade them farewell, and said he and some of those who rode away would not see each other more. But they would not let themselves be hindered. They rode now on their way, and Flosi said that they should take his wares in Middleland, and carry them east, and do the same in Landsbreach and Woodcombe.

After that they rode to Skaptartongue, and so on the fell, and north of Eyjafell Jokul, and down into Godaland, and so down into the woods in Thorsmark.

Bjorn of the Mark caught sight of them coming, and went at once to meet them.

Then they greeted each other well, and the sons of Sigfus asked after Kari Solmund's son.

"I met Kari," said Bjorn, "and that is now very long since; he rode hence north on Goose-sand, and meant to go to Gudmund the Powerful, and methought if he were here now, he would stand in awe of you, for he seemed to be left all alone."

Grani Gunnar's son said, "He shall stand more in awe of us yet before we have done with him, and he shall learn that as soon as ever he comes within spearthrow of us; but as for us, we do not fear him at all, now that he is all alone.[1]"

Kettle of the Mark bade them be still, and bring out no big words.

Bjorn asked when they would be coming back.

"We shall stay near a week in Fleetlithe," said they, and so they told him when they should be riding back on the fell.

With that they parted.

Now the sons of Sigfus rode to their homes, and their households were glad to see them. They were there near a week.

Now Bjorn comes home and sees Kari, and told him all about the doings of the sons of Sigfus, and their purpose.

Kari said he had shown in this great faithfulness to him, and Bjorn said, "I should have thought there was more risk of any other man's failing in that than of me if I had pledged my help or care to any one."

"Ah," said his mistress, "but you may still be bad and yet not be so bad as to be a traitor to thy master."

Kari stayed there six nights after that.

References

  1. for he seemed to be left all alone: "Björn of Mork’s stature is increased when his lie to the Sigfussons concerning Kari’s whereabouts succeeds in throwing them off the trail." Taylor, Paul B. Wielders and Wasters of Words (p. 287)

Kafli 149

Flosi ræðir nú til brennumanna félaga sinna: „Enn mun oss eigi duga kyrru fyrir að halda og munum vér enn hljóta að hugsa um utanferðir vorar og fégjöld og efna sættir vorar sem drengilegast, taka oss fari þar hver sem líkast þykir.“

Þeir báðu hann fyrir sjá.

Flosi mælti: „Austur munum vér ríða til Hornafjarðar því að þar stendur skip uppi er á Eyjólfur nef, þrænskur maður, en hann vill biðja sér konu og nær hann eigi ráðinu nema hann setjist aftur. Munum vér kaupa skipið að honum því að vér munum hafa fé lítið en manna margt. Er það skip mikið og mun það taka oss upp alla.“

Hættu þeir þá talinu.

En litlu síðar riðu þeir austur og léttu þeir eigi fyrr en þeir komu austur í Bjarnanes í Hornafjörð. Fundu þeir þar Eyjólf því að hann hafði þar verið á vist um veturinn. Þar var tekið vel við þeim Flosa og voru þeir þar um nóttina. En um morguninn eftir falaði Flosi skipið að stýrimanni. En hann kvaðst ekki þver vera í því að selja skipið ef hann hefði það fyrir sem hann vildi. Flosi spurði í hverjum aurum hann vildi fyrir hafa. Austmaðurinn kveðst vildu fyrir hafa land og þó nær sér. Sagði Eyjólfur þá Flosa allt um kaup þeirra bónda. Flosi kvaðst skyldu saman róa svo að keypt yrði en kaupa síðan skipið að honum. Austmaðurinn gladdist við þetta. Flosi bauð honum land í Borgarhöfn. Austmaðurinn heldur nú á málinu við bónda svo að Flosi var hjá. Lagði Flosi þá til orð sín svo að saman sé kaupið með þeim. Lagði Flosi til landið í Borgarhöfn með Austmanninum en tók handsölum á skipinu. Flosi hafði og af Austmanninum tuttugu hundruð vöru og varð það í kaupi þeirra.

Reið Flosi nú heim aftur. Hann var svo vinsæll af sínum mönnum að hann hafði þar vöru að láni eða gjöf sem hann vildi. Var hann nú heima um hríð. Flosi sendi þá Kol Þorsteinsson og Gunnar Lambason austur í Hornafjörð. Skyldu þeir þar vera við skip og búast um og tjalda búðir og sekka vöru og draga að slíkt sem þurfti.

Nú er að segja frá Sigfússonum að þeir segja Flosa að þeir vilja ríða vestur í Fljótshlíð að skipa til búa sinna og hafa þaðan vöru og slíkt annað sem þeir þyrftu.

„Er nú eigi Kára að varast,“ sögðu þeir, „ef hann er fyrir norðan land sem sagt er.“

Flosi svarar: „Eigi veit eg um sögur slíkar hvað satt er sagt um ferðir Kára. Þykir mér það oft rjúfast er skemmra er að frétta en slíkt. Er það mitt ráð að þér farið margir saman og skiljist lítt og verið um yður sem varastir. Skaltu nú og, Ketill úr Mörk, muna draum þann er eg sagði þér og þú baðst að við skyldum leyna, því að margir eru þeir í förinni með þér er kallaðir voru.“

Ketill mælti: „Allt mun það sínu fram fara um aldur manna sem ætlað er fyrir áður en gott gengur þér til vörunar þinnar.“

Töluðu þeir nú ekki um fleira. Síðan bjuggust þeir Sigfússynir og menn með þeim þeir sem til voru ætlaðir. Þeir voru átján saman. Riðu þeir þá í braut. Og áður en þeir fóru minntust þeir við Flosa. Hann bað þá vel fara og kvað þá eigi mundu sjást oftar suma er í braut riðu en þeir létu eigi letjast. Riðu þeir nú leið sína. Flosi mælti að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi og flytja austur og svo í Landbroti og Skógahverfi.

Síðan riðu þeir til Skaftártungu og svo fjall og fyrir norðan Eyjafjallajökul og ofan í Goðaland og svo ofan í skóga í Þórsmörk.

Björn úr Mörk gat séð mannareiðina og fór þegar til fundar við þá. Þar kvöddu hvorir aðra vel. Sigfússynir spurðu að Kára Sölmundarsyni.

„Fann eg Kára,“ segir Björn, „og var það nú fyrir mjög löngu. Reið hann þaðan norður á Gásasand og ætlaði til Guðmundar hins ríka og þótti mér nú sem hann mundi heldur óttast yður. Þóttist hann nú mjög einmani.[1] “ Grani Gunnarsson mælti: „Meir skyldi hann þó síðar óttast oss. Mun hann svo fremi vita að hann kæmi í kast við oss. Hræðumst vér hann nú alls ekki er hann er einn síns liðs.“

Ketill úr Mörk bað hann þegja og hafa engi stóryrði frammi. Björn spurði nær þeir mundu aftur.

„Nær viku munum vér dveljast í Fljótshlíð,“ sögðu þeir. Sögðu þeir honum hvenær þeir mundu á fjall ríða. Skildu þeir við þetta. Riðu nú Sigfússynir til búa sinna og urðu heimamenn þeirra þeim fegnir. Voru þeir þar nær viku.

Björn kemur nú heim og finnur Kára og sagði honum allt um ferðir Sigfússona og fyrirætlan þeirra. Kári kvað hann hafa sýnt í þessu mikla trúlegleika við sig.

Björn mælti: „Það ætlaði eg hættra nokkurum manni en mér ef eg héti trausti mínu eða umsjá að þeim skyldi mun í fara.“

Húsfreyja hans mælti: „Fyrr væri illa en þú værir drottinssviki.“

Kári dvaldist þar sjö nætur síðan.

Tilvísanir

  1. Þóttist hann nú mjög einmani: "Björn of Mork’s stature is increased when his lie to the Sigfussons concerning Kari’s whereabouts succeeds in throwing them off the trail." Taylor, Paul B. Wielders and Wasters of Words (s. 287)

Links