Njála, 005

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 5

There was a man named Atli, son of Arnvid, Earl of East Gothland. He had kept back the taxes from Hacon Athelstane's foster child, and both father and son had fled away from Jemtland to Gothland. After that, Atli held on with his followers out of the Maelar by Stock Sound, and so on towards Denmark, and now he lies out in Oresound.(1) He is an outlaw both of the Dane-King and of the Swede-King. Hrut held on south to the Sound, and when he came into it he saw a many ships in the Sound. Then Wolf said, "What's best to be done now, Icelander?"

"Hold on our course," said Hrut, "for 'nothing venture, nothing have [1]' My ship and Auzur's shall go first, but thou shalt lay thy ship where thou likest."

"Seldom have I had others as a shield before me," says Wolf, and lays his galley side by side with Hrut's ship; and so they hold on through the Sound. Now those who are in the Sound see that ships are coming up to them, and they tell Atli.

He answered, "Then may be there'll be gain to be got."

After that men took their stand on board each ship; "but my ship," says Atli, "shall be in the midst of the fleet."

Meantime Hrut's ships ran on, and as soon as either side could hear the other's hail, Atli stood up and said, "Ye fare unwarily. Saw ye not that war-ships were in the Sound. But what's the name of your chief?"

Hrut tells his name.

"Whose man art thou," says Atli.

"One of king Harold Grayfell's body-guard."

Atli said. "'Tis long since any love was lost between us, father and son, and your Norway kings."

"Worse luck for thee," says Hrut.

"Well," says Atli, "the upshot of our meeting will be, that thou shalt not be left alive to tell the tale;" and with that he caught up a spear and hurled it at Hrut's ship, and the man who stood before it got his death. After that the battle began, and they were slow in boarding Hrut's ship. Wolf, he went well forward, and with him it was now cut, now thrust. Atli's bowman's name was Asolf; he sprung up on Hrut's ship, and was four men's death before Hrut was aware of him; then he turned against him, and when they met, Asolf thrust at and through Hrut's shield, but Hrut cut once at Asolf, and that was his death-blow. Wolf the Unwashed saw that stroke, and called out, "Truth to say, Hrut, thou dealest big blows, but thou'st much to thank Gunnhillda for."

"Something tells me," says Hrut, "that thou speakest with a 'fey' mouth."

Now Atli sees a bare place for a weapon on Wolf, and shot a spear through him and now the battle grows hot: Atli leaps up on Hrut's ship, and clears it fast round about, and now Auzur turns to meet him, and thrust at him, but fell down full length on his back, for another man thrust at him. Now Hrut turns to meet Atli: he cut at once at Hrut's shield, and clove it all in two, from top to point; just then Atli got a blow on his hand from a stone, and down fell his sword. Hrut caught up the sword, and cut his foot from under him. After that he dealt him his death-blow. There they took much goods, and brought away with them two ships which were best, and stayed there only a little while. But meantime Soti and his crew had sailed past them, and he held on his course back to Norway, and made the land at Limgard's side. There Soti went on shore, and there he met Augmund, Gunnhillda's page; he knew him at once, and asks, "How long meanest thou to be here?"

"Three nights," says Soti.

"Whither away, then?" says Augmund.

"West, to England," says Soti, "and never to come back again to Norway while Gunnhillda's rule is in Norway."

Augmund went away, and goes and finds Gunnhillda, for she was a little way off, at a feast, and Gudred, her son, with her. Augmund told Gunnhillda what Soti meant to do, and she begged Gudred to take his life. So Gudred set off at once, and came unawares on Soti, and made them lead him up the country, and hang him there. But the goods he took, and brought them to his mother, and she got men to carry them all down to the King's Crag, and after that she went thither herself.

Hrut came back towards autumn, and had gotten great store of goods. He went at once to the king, and had a hearty welcome. He begged them to take whatever they pleased of his goods, and the king took a third. Gunnhillda told Hrut how she had got hold of the inheritance, and had Soti slain. He thanked her, and gave her half of all he had.

References

  1. nothing venture, nothing have: “The voyage, then, is a significant structural element throughout the saga. Its parallels and variants signal the stages of the over-all design, and, since that of Hrútr sets the basic pattern, it is fitting that it takes up as much space as it does.” Hieatt, Constance B. Hrútr's voyage to Norway and the structure of Njála (p. 277).

Kafli 5

Atli hét maður. Hann var son Arnviðar jarls úr Gautlandi hinu eystra. Hann var hermaður mikill og lá úti austur í Leginum. Hann hafði átta skip. Faðir hans hafði haldið sköttum fyrir Hákoni Aðalsteinsfóstra og stukku þeir feðgar til Gautlands úr Jamtalandi. Síðan hélt Atli liðinu úr Leginum út um Stokkssund og svo suður til Danmerkur og liggur úti í Eyrasundi. Hann er útlagi bæði Danakonungs og Svíakonungs.

Hrútur hélt suður til Eyrasunds. Og er hann kom í sundið sér hann fjölda skipa í sundinu.

Þá mælti Úlfur: „Hvað skal nú til ráða taka, Íslendingur?“

„Halda fram ferðinni,“ segir Hrútur, „því að ekki dugir ófreistað [1]. Skal skip okkað Össurar fara fyrst en þú skalt leggja fram sem þér líkar.“

„Sjaldan hefi eg aðra haft að skildi fyrir mér,“ segir Úlfur og leggur fram skeiðina jafnfram skipi Hrúts og halda svo fram í sundið.

Nú sjá þeir er í sundinu eru að skip fara að þeim. Þeir segja Atla.

Hann svaraði: „Þá gefur vel til fjár að vinna.“ Síðan skipuðu þeir til á hverju skipi. „En mitt skip skal vera í miðjum skipaflotanum,“ sagði Atli.

Síðan renna fram skipin. Og þegar er hvorir ná máli annarra stóð Atli upp og mælti: „Þér farið óvarlega. Sáuð þér eigi að herskip voru í sundinu eða hvert er nafn höfðingja yðar?“

Hrútur sagði til sín.

„Hvers maður ert þú?“ segir Atli.

„Hirðmaður Haralds konungs gráfeldar.“

Atli mælti: „Lengi höfum við feðgar ekki kærir verið Noregskonungum yðrum.“

„Ógæfa þín er það,“ sagði Hrútur.

„Svo hefir borið saman fund okkarn,“ segir Atli, „að þú skalt eigi kunna frá tíðindum að segja“ og þreif upp spjót og skaut á skip Hrúts og hafði sá bana er fyrir varð.

Síðan tókst orusta með þeim og sóttist þeim seint skip þeirra Hrúts. Úlfur gekk vel fram og gerði ýmist, hjó eða lagði. Ásólfur hét stafnbúi Atla. Hann hljóp upp á skip Hrúts og varð fjögurra manna bani áður Hrútur varð var við. Sneri hann þá í móti honum. En er þeir fundust lagði Ásólfur í skjöld Hrúts og í gegnum en Hrútur hjó til Ásólfs og varð það hans banahögg.

Þetta sá Úlfur óþveginn og mælti: „Bæði er nú, Hrútur, að þú höggur stórt enda áttu mikið að launa Gunnhildi.“

„Það varir,“ segir Hrútur, „að þú mælir feigum munni.“

Nú sér Atli beran vopnastað á Úlfi og skaut spjóti í gegnum hann. Nú tekst orusta mikil. Atli hleypur upp á skip að Hrúti og ryðst um fast og snýr í móti honum Össur og lagði til hans og féll sjálfur á bak aftur því að annar maður lagði til hans. Hrútur sneri nú í móti Atla. Hann hjó þegar í skjöld Hrúts og klauf allan niður. Þá fékk Atli steinshögg á höndina og féll niður sverðið. Hrútur tók sverðið og hjó undan honum fótinn. Síðan veitti hann honum banasár. Þar tóku þeir fé mikið og höfðu með sér tvö skip, þau er best voru, og dvöldust þar litla hríð síðan, því að þeir Sóti fórust hjá og hélt hann aftur til Noregs og kom við Limgarðssíðu og gekk Sóti þar á land. Þar mætti hann Ögmundi sveini Gunnhildar. Hann kenndi hann þegar og spyr: „Hversu lengi ætlar þú hér að vera?“

„Þrjár nætur,“ segir Sóti.

„Hvert ætlar þú þá?“ sagði Ögmundur.

„Vestur til Englands,“ segir Sóti, „og koma aldregi til Noregs síðan meðan ríki Gunnhildar er í Noregi.“

Ögmundur gekk í braut og fer á fund Gunnhildar því að hún var þaðan skammt á veislu og Guðröður sonur hennar. Ögmundur sagði Gunnhildi fyrirætlan Sóta. Hún bað Guðröð taka hann af lífi.

Guðröður fór þegar og kom á óvart Sóta og lét leiða hann á land upp og festa þar upp en tók féið og færði móður sinni. Hún fékk til menn að færa féið allt til Konungahellu. Síðan fór hún og þangað.

Hrútur hélt aftur um haustið og hefir fengið offjár og fór þegar á fund konungs og hafði af honum góðar viðtökur. Hann bauð þeim að hafa af slíkt sem þau vildu en konungur tók af þriðjunginn. Gunnhildur segir Hrúti að hún hafði tekið erfðina en látið drepa Sóta. Hann þakkar henni og gaf henni allt hálft við sig.


Tilvísanir

  1. því að ekki dugir ófreistað: “The voyage, then, is a significant structural element throughout the saga. Its parallels and variants signal the stages of the over-all design, and, since that of Hrútr sets the basic pattern, it is fitting that it takes up as much space as it does.” Hieatt, Constance B. Hrútr's voyage to Norway and the structure of Njála (s. 277).

Links