Njála, 007: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
m (moved Njála, 7 to Njála, 007)
No edit summary
Line 12: Line 12:
<references />
<references />


==Kafli 1==
==Kafli 7==


'''TITILL'''
Nú líður til þings framan. Unnur talaði við Sigmund Össurarson og spurði ef hann vildi ríða til þings með henni. Hann kveðst eigi ríða mundu ef Hrúti frænda hans þætti verr.
 
„Því kvaddi eg þig til að eg á að þér helst allra manna,“ sagði hún.
 
Hann svaraði: „Gera mun eg þér kost á því. Þú skalt ríða vestur með mér aftur og hafa engi undirmál við Hrút eða mig.“
 
Hún hét því. Síðan riðu þau til þings.
 
Mörður var á þingi, faðir hennar. Hann tók við henni allvel og bað vera í búð sinni meðan þingið væri. Hún gerði svo.
 
Mörður mælti: „Hvað segir þú mér frá Hrúti félaga þínum?“
 
Hún kvað vísu:
 
 
 
1.Víst segi eg gott frá geystum
 
geirhvessanda þessum,
 
það er sjálfráðlegt silfra
 
sundurhreyti er fundið.
 
Verð eg, því er álmur er orðinn
 
eggþings fyrir gjörningum,
 
satt er að eg ség við spotti,
 
segja margt eða þegja.
 
 
 
Mörður varð hljóður við og mælti: „Það býr þér nú í skapi, dóttir, að þú vilt að engi viti nema eg og munt þú trúa mér best til úrráða um þitt mál.“
 
Þá gengu þau á tal þar er engir menn heyrðu þeirra viðurmæli.
 
Þá mælti Mörður til dóttur sinnar: „Segðu mér nú allt það er á milli ykkar er og lát þér það ekki í augu vaxa.“
 
„Svo mun vera verða,“ segir hún og kvað vísu:
 
 
 
2.Víst hefir hringa hristir,
 
Hrútur, líkama þrútinn
 
eiturs, þá er linbeðs leitar
 
lundýgur munúð drýgja.
 
Leita eg með ýti
 
undlinna þá finna
 
yndi okkars vanda,
 
aldræður boði skjaldar.
 
 
 
Og enn kvað hún vísu:
 
 
 
3.Þó veit eg hitt, að hreytir
 
handfúrs, jökuls spannar
 
meiður, er jafnt sem aðrir
 
ýtendur boga nýtir.
 
Vildi eg við öldu
 
jókennanda þenna –
 
rjóður, lít þú orð og íðir,
 
undleggs, skilið segja.
 
 
 
„Hversu má svo vera?“ segir Mörður, „og seg enn gerr.“
 
Hún svarar: „Þegar hann kemur við mig þá er hörund hans svo mikið að hann má ekki eftirlæti hafa við mig en þó höfum við bæði breytni til þess á alla vega að við mættum njótast en það verður ekki. En þó áður við skiljum sýnir hann það af sér að hann er í æði sínu rétt sem aðrir menn.“
 
Mörður mælti: „Vel hefir þú nú gert er þú sagðir mér. Mun eg leggja ráð á með þér það er þér mun duga ef þú kannt með að fara og bregðir þú hvergi af. Nú skalt þú heim ríða fyrst af þingi og mun bóndi þinn heim kominn og taka við þér vel. Þú skalt vera við hann blíð og eftirmál og mun honum þykja góð skipan á komin. Þú skalt enga fáleika á þér sýna. En þá er vorar skalt þú kasta á þig sótt og liggja í rekkju. Hrútur mun engum getum vilja leiða um sóttarfar þitt og ámæla þér í engu, heldur mun hann biðja að allir geymi þín sem best. Síðan mun hann fara í fjörðu vestur og Sigmundur með honum og mun hann flytja allt fé sitt vestan úr fjörðum og vera í brautu lengi sumars. En þá er menn ríða til þings og þá er allir menn eru riðnir úr Dölunum, þeir er ríða ætla, þá skalt þú rísa úr rekkju og kveðja menn til ferðar með þér. En þá er þú ert albúin þá skalt þú ganga til hvílu þinnar og þeir menn með þér sem förunautar þínir eru. Þú skalt nefna votta hjá hvílu bónda þíns og segja skilið við hann lagaskilnaði svo sem framast má að alþingismáli og allsherjarlögum. Slíka vottnefnu skalt þú hafa fyrir karldyrum. Síðan ríð í braut og ríð Laxárdalsheiði og svo til Holtavörðuheiðar því að þín mun leitað til Hrútafjarðar og ríð þar til er þú kemur til mín og mun eg þá sjá fyrir málinu og skalt þú aldrei síðan koma honum í hendur.“
 
Nú ríður hún heim af þingi og var Hrútur heim kominn og fagnaði henni vel. Hún tók vel máli hans og var við hann blíð. Þeirra samfarar voru góðar þau misseri. En er voraði tók hún sótt og lagðist í rekkju. Hrútur fór í fjörðu vestur og bað henni virkta áður.
 
Nú er kemur að þingi bjó hún ferð sína í braut og fór með öllu svo sem fyrir var sagt og ríður á þing síðan. Héraðsmenn leituðu hennar og fundu hana eigi.
 
Mörður tók við dóttur sinni vel og spurði hana hversu hún hafði með farið ráðagerð hans.
 
„Hvergi hefi eg af brugðið,“ sagði hún.
 
Hún gekk til Lögbergs og sagði skilið við Hrút.
 
Þetta gerðu menn að nýjum tíðindum.
 
Unnur fór heim með föður sínum og kom aldrei vestur þar síðan.


ÍSLENSKA





Revision as of 09:04, 24 June 2014


Chapter X

XXX.

ENSKA

References


Kafli 7

Nú líður til þings framan. Unnur talaði við Sigmund Össurarson og spurði ef hann vildi ríða til þings með henni. Hann kveðst eigi ríða mundu ef Hrúti frænda hans þætti verr.

„Því kvaddi eg þig til að eg á að þér helst allra manna,“ sagði hún.

Hann svaraði: „Gera mun eg þér kost á því. Þú skalt ríða vestur með mér aftur og hafa engi undirmál við Hrút eða mig.“

Hún hét því. Síðan riðu þau til þings.

Mörður var á þingi, faðir hennar. Hann tók við henni allvel og bað vera í búð sinni meðan þingið væri. Hún gerði svo.

Mörður mælti: „Hvað segir þú mér frá Hrúti félaga þínum?“

Hún kvað vísu:


1.Víst segi eg gott frá geystum

geirhvessanda þessum,

það er sjálfráðlegt silfra

sundurhreyti er fundið.

Verð eg, því er álmur er orðinn

eggþings fyrir gjörningum,

satt er að eg ség við spotti,

segja margt eða þegja.


Mörður varð hljóður við og mælti: „Það býr þér nú í skapi, dóttir, að þú vilt að engi viti nema eg og munt þú trúa mér best til úrráða um þitt mál.“

Þá gengu þau á tal þar er engir menn heyrðu þeirra viðurmæli.

Þá mælti Mörður til dóttur sinnar: „Segðu mér nú allt það er á milli ykkar er og lát þér það ekki í augu vaxa.“

„Svo mun vera verða,“ segir hún og kvað vísu:


2.Víst hefir hringa hristir,

Hrútur, líkama þrútinn

eiturs, þá er linbeðs leitar

lundýgur munúð drýgja.

Leita eg með ýti

undlinna þá finna

yndi okkars vanda,

aldræður boði skjaldar.


Og enn kvað hún vísu:


3.Þó veit eg hitt, að hreytir

handfúrs, jökuls spannar

meiður, er jafnt sem aðrir

ýtendur boga nýtir.

Vildi eg við öldu

jókennanda þenna –

rjóður, lít þú orð og íðir,

undleggs, skilið segja.


„Hversu má svo vera?“ segir Mörður, „og seg enn gerr.“

Hún svarar: „Þegar hann kemur við mig þá er hörund hans svo mikið að hann má ekki eftirlæti hafa við mig en þó höfum við bæði breytni til þess á alla vega að við mættum njótast en það verður ekki. En þó áður við skiljum sýnir hann það af sér að hann er í æði sínu rétt sem aðrir menn.“

Mörður mælti: „Vel hefir þú nú gert er þú sagðir mér. Mun eg leggja ráð á með þér það er þér mun duga ef þú kannt með að fara og bregðir þú hvergi af. Nú skalt þú heim ríða fyrst af þingi og mun bóndi þinn heim kominn og taka við þér vel. Þú skalt vera við hann blíð og eftirmál og mun honum þykja góð skipan á komin. Þú skalt enga fáleika á þér sýna. En þá er vorar skalt þú kasta á þig sótt og liggja í rekkju. Hrútur mun engum getum vilja leiða um sóttarfar þitt og ámæla þér í engu, heldur mun hann biðja að allir geymi þín sem best. Síðan mun hann fara í fjörðu vestur og Sigmundur með honum og mun hann flytja allt fé sitt vestan úr fjörðum og vera í brautu lengi sumars. En þá er menn ríða til þings og þá er allir menn eru riðnir úr Dölunum, þeir er ríða ætla, þá skalt þú rísa úr rekkju og kveðja menn til ferðar með þér. En þá er þú ert albúin þá skalt þú ganga til hvílu þinnar og þeir menn með þér sem förunautar þínir eru. Þú skalt nefna votta hjá hvílu bónda þíns og segja skilið við hann lagaskilnaði svo sem framast má að alþingismáli og allsherjarlögum. Slíka vottnefnu skalt þú hafa fyrir karldyrum. Síðan ríð í braut og ríð Laxárdalsheiði og svo til Holtavörðuheiðar því að þín mun leitað til Hrútafjarðar og ríð þar til er þú kemur til mín og mun eg þá sjá fyrir málinu og skalt þú aldrei síðan koma honum í hendur.“

Nú ríður hún heim af þingi og var Hrútur heim kominn og fagnaði henni vel. Hún tók vel máli hans og var við hann blíð. Þeirra samfarar voru góðar þau misseri. En er voraði tók hún sótt og lagðist í rekkju. Hrútur fór í fjörðu vestur og bað henni virkta áður.

Nú er kemur að þingi bjó hún ferð sína í braut og fór með öllu svo sem fyrir var sagt og ríður á þing síðan. Héraðsmenn leituðu hennar og fundu hana eigi.

Mörður tók við dóttur sinni vel og spurði hana hversu hún hafði með farið ráðagerð hans.

„Hvergi hefi eg af brugðið,“ sagði hún.

Hún gekk til Lögbergs og sagði skilið við Hrút.

Þetta gerðu menn að nýjum tíðindum.

Unnur fór heim með föður sínum og kom aldrei vestur þar síðan.


Tilvísanir

Links