Njála, 015

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 15

Thiostolf had beaten one of Hauskuld's house-carles, so he drove him away. He took his horse and weapons, and said to Hauskuld, "Now, I will go away and never come back."

"All will be glad at that," says Hauskuld.

Thiostolf rode till he came to Varmalek, and there he got a hearty welcome from Hallgerda, and not a bad one from Glum. He told Hallgerda how her father had driven him away, and begged her to give him her help and countenance. She answered him by telling him she could say nothing about his staying there before she had seen Glum about it.

"Does it go well between you?" he says.

"Yes," she says, "our love runs smooth enough."

After that she went to speak to Glum, and threw her arms round his neck and said, "Wilt thou grant me a boon which I wish to ask of thee?"

"Grant it I will," he says, "if it be right and seemly; but what is it thou wishest to ask?"

"Well," she said, "Thiostolf has been driven away from the west, and what I want thee to do is to let him stay here; but I will not take it crossly if it is not to thy mind."

Glum said, "Now that thou behavest so well, I will grant thee thy boon; but I tell thee, if he takes to any ill he shall be sent off at once."

She goes then to Thiostolf and tells him, and he answered, "Now, thou art still good, as I had hoped."

After that he was there, and kept himself down a little while, but then it was the old story, he seemed to spoil all the good he found; for he gave way to no one save to Hallgerda alone, but she never took his side in his brawls with others. Thorarin, Glum's brother, blamed him for letting him be there, and said ill luck would come of it, and all would happen as had happened before if he were there. Glum answered him well and kindly, but still kept on in his own way.

Kafli 15

Þjóstólfur hafði barið húskarl Höskulds. Rekur hann Þjóstólf í braut. Hann tók hest sinn og vopn og mælti við Höskuld: „Nú mun eg á braut fara og koma aldrei aftur.“ „Allir munu því fagna,“ segir Höskuldur. Þjóstólfur reið þar er hann kom til Varmalækjar. Hann hafði þar góðar viðtökur af Hallgerði en eigi illar af Glúmi. Hann sagði Hallgerði að faðir hennar hefði hann á braut rekið og bað hana ásjár. Hún svaraði honum því að hún kveðst honum engu mega heita um þarvist hans fyrr en hún fyndi Glúm. „Fer vel með ykkur?“ segir hann. „Vel er um ástir okkrar,“ segir hún. Síðan gekk hún til máls við Glúm og lagði hendur um háls honum og mælti: „Skalt þú veita mér bæn þá er eg mun biðja þig?“ „Veita mun eg þér ef sæmd er í,“ segir hann, „eða hvers vilt þú biðja?“ Hún mælti: „Þjóstólfur er rekinn braut vestan og vildi eg að þú leyfðir honum að vera hér. En eg vil þó eigi þvert taka ef þér er lítið um.“ Glúmur mælti: „Nú er þér fer vel þá skal eg veita þér en seg eg þér ef hann tekur nokkuð illt til að hann skal þegar á braut verða.“ Hún gengur til Þjóstólfs og segir honum. Hann svaraði: „Nú fer þér enn vel sem von var.“ Síðan var hann þar og sat á sér um hríð en þar kom að hann þótti þar öllu spilla. Hann hlífðist þá við engan mann nema við Hallgerði eina en hún veitti honum aldrei eftirmæli þá er hann átti við aðra. Þórarinn bróðir Glúms taldi á við hann er hann lét hann þar vera og kvað illa gefast mundu og fara enn sem fyrr ef hann væri þar. Glúmur svaraði vel og brá þó á sitt ráð.

Tilvísanir

Links

Personal tools