Njála, 016

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 16

Now once on a time when autumn came, it happened that men had hard work to get their flocks home, and many of Glum's wethers were missing. Then Glum said to Thiostolf, "Go thou up on the fell with my house-carles and see if ye cannot find out anything about the sheep."

"'Tis no business of mine," says Thiostolf, "to hunt up sheep, and this one thing is quite enough to hinder it. I won't walk in thy thralls' footsteps. But go thyself, and then I'll go with thee."

About this they had many words. The weather was good, and Hallgerda was sitting out of doors. Glum went up to her and said, "Now Thiostolf and I have had a quarrel, and we shall not live much longer together." And so he told her all that they had been talking about.

Then Hallgerda spoke up for Thiostolf, and they had many words about him. At last Glum gave her a blow with his hand, and said, "I will strive no longer with thee," and with that he went away.

Now she loved him much, and could not calm herself, but wept out loud. Thiostolf went up to her and said, "This is sorry sport for thee, and so it must not be often again."

"Nay," she said, "but thou shalt not avenge this, nor meddle at all whatever passes between Glum and me."

He went off with a spiteful grin.


References


Kafli 16

Það var eitthvert sinn um haust að heimtur voru illar á fé manna og var Glúmi vant margra geldinga.

Þá mælti Glúmur við Þjóstólf: „Gakk þú á fjall með húskörlum mínum og vitið ef þér finnið nokkuð af sauðum.“

„Ekki eru mér fjárleitir hentar,“ sagði Þjóstólfur, „enda er það ærið eitt til að eg vil eigi ganga í spor þrælum þínum. Og far þú sjálfur og mun eg þá fara með þér.“

Þetta varð þeim að orðum mjög.

Hallgerður sat úti og var á veður gott.

Glúmur gekk að henni og mælti: „Illt höfum við Þjóstólfur saman átt nú og munum við skamma hríð saman búa“ og sagði allt það er þeir höfðu við ræðst.

Hallgerður mælti þá eftir Þjóstólfi og varð þeim þá mjög að orðum.

Glúmur drap til hennar hendi sinni og mælti: „Ekki deili eg lengur við þig“ og gekk braut. Hún unni honum mikið og mátti eigi stilla sig og grét hástöfum.

Þjóstólfur gekk að henni og mælti: „Sárt ert þú leikin og skyldi eigi svo oft.“

„Ekki skalt þú þessa hefna og engan hlut í eiga hversu sem með okkur fer.“

Hann gekk í brott og glotti við.


Tilvísanir

Links

Personal tools