Njála, 017

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 17

Now Glum called men to follow him, and Thiostolf got ready and went with them. So they went up South Reykiardale and then up along by Baugagil and so south to Crossfell. But some of his band he sent to the Sulafells, and they all found very many sheep. Some of them, too, went by way of Scoradale, and it came about at last that those twain, Glum and Thiostolf, were left alone together. They went south from Crossfell and found there a flock of wild sheep, and they went from the south towards the fell, and tried to drive them down; but still the sheep got away from them up on the fell. Then each began to scold the other, and Thiostolf said at last that Glum had no strength save to tumble about in Hallgerda's arms.

Then Glum said, "'A man's foes are those of his own house.' Shall I take upbraiding from thee, runaway thrall as thou art?"

Thiostolf said, "Thou shalt soon have to own that I am no thrall, for I will not yield an inch to thee."

Then Glum got angry, and cut at him with his hand-axe, but he threw his axe in the way, and the blow fell on the haft with a downward stroke and bit into it about the breadth of two fingers. Thiostolf cut at him at once with his axe, and smote him on the shoulder, and the stroke hewed asunder the shoulderbone and collarbone, and the wound bled inwards. Glum grasped at Thiostolf with his left hand so fast, that he fell; but Glum could not hold him, for death came over him. Then Thiostolf covered his body with stones, and took off his gold ring. Then he went straight to Varmalek. Hallgerda was sitting out of doors, and saw that his axe was bloody. He said, "I know not what thou wilt think of it, but I tell thee Glum is slain."

"That must be thy deed," she says.

"So it is," he says.

She laughed[1] and said, "Thou dost not stand for nothing in this sport."

"What thinkest thou is best to be done now?" he asked.

"Go to Hrut, my father's brother," she said, "and let him see about thee."

"I do not know," says Thiostolf, "whether this is good advice; but still I will take thy counsel in this matter."

So he took his horse, and rode west to Hrutstede that night. He binds his horse at the back of the house, and then goes round to the door, and gives a great knock. After that he walks round the house, north about. It happened that Hrut was awake. He sprang up at once, and put on his jerkin and pulled on his shoes. Then he took up his sword, and wrapped a cloak about his left arm, up as far as the elbow. Men woke up just as he went out; there he saw a tall stout man at the back of the house, and knew it was Thiostolf. Hrut asked him what news?

"I tell thee Glum is slain." says Thiostolf.

"Who did the deed?" says Hrut.

"I slew him," says Thiostolf.

"Why rodest thou hither?" says Hrut.

"Hallgerda sent me to thee," says Thiostolf.

"Then she has no hand in this deed," says Hrut, and drew his sword. Thiostolf saw that, and would not be behind hand, so he cuts at Hrut at once. Hrut got out of the way of the stroke by a quick turn, and at the same time struck the back of the axe so smartly with a side-long blow of his left hand, that it flew out of Thiostolf's grasp. Then Hrut made a blow with his sword in his right hand at Thiostolf's leg, just above the knee, and cut it almost off so that it hung by a little piece, and sprang in upon him at the same time, and thrust him hard back. After that he smote him on the head, and dealt him his death-blow. Thiostolf fell down on his back at full length, and then out came Hrut's men, and saw the tokens of the deed. Hrut made them take Thiostolf away, and throw stones over his body, and then he went to find Hauskuld, and told him of Glum's slaying, and also of Thiostolf's. He thought it harm that Glum was dead and gone, but thanked him for killing Thiostolf. A little while after, Thorarin Ragi's brother hears of his brother Glum's death, then he rides with eleven men behind him west to Hauskuldstede, and Hauskuld welcomed him with both hands, and he is there the night. Hauskuld sent at once for Hrut to come to him, and he went at once, and next day they spoke much of the slaying of Glum, and Thorarin said "Wilt thou make me any atonement for my brother, for I have had a great loss?"

Hauskuld answered, "I did not slay thy brother, nor did my daughter plot his death; but as soon as ever Hrut knew it he slew Thiostolf."

Then Thorarin held his peace, and thought the matter had taken a bad turn. But Hrut said, "Let us make his journey good; he has indeed had a heavy loss, and if we do that we shall be well spoken of. So let us give him gifts, and then he will be our friend ever afterwards."

So the end of it was, that those brothers gave him gifts, and he rode back south. He and Hallgerda changed homesteads in the spring, and she went south to Laugarness and he to Varmalek. And now Thorarin is out of the story.

References

  1. She laughed: „Svo virðist sem hlátur Hallgerðar hafi verið tengdur tilfinningum hennar eða einhvers konar geðshræringu. Hlátur hennar gæti gefið til kynna áfall, uppnám eða skelfingu hennar. Sérstaklega í þessi dæmi er hún að notfæra sér hláturinn á snjallan hátt til þess að koma morðingja manns síns til dauða.“ Heimir Pálsson. Hjónin á Hlíðarenda (p. 30).

Kafli 17

Glúmur kvaddi menn til ferðar með sér en Þjóstólfur bjóst og fór með Glúmi. Þeir fóru upp Reykjardal hinn syðra og svo upp hjá Baugagili og svo suður til Þverfells en suma sendi hann til Súlufjalla og fundu þeir allir offjár en sumir fóru í Skorradalsleit. Og þar kom að þeir voru tveir sér, Glúmur og Þjóstólfur. Þeir gengu suður frá Þverfelli og fundu þar sauði skjarra og eltu sunnan að fjallinu. Komust sauðirnir upp á fjallið fyrir þeim. Ámælti þá hvor þeirra öðrum og mælti Þjóstólfur við Glúm að hann hefði til engis afla nema brölta á maga Hallgerði.

Glúmur mælti: „Án er illt gengi nema heiman hafi. Eg skal taka hæðiyrði af þér þar sem þú ert þræll fastur á fótum.“

Þjóstólfur mælti: „Það skalt þú eiga til að segja að eg er eigi þræll því að eg skal hvergi undan þér láta.“

Þá reiddist Glúmur og hjó til hans með handöxi en hann brá við sinni öxi og kom í fetann og beit í ofan um tvo fingur. Þjóstólfur hjó þegar í móti með öxi sinni og kom á öxlina og tók í sundur axlarbeinið og viðbeinað og blæddi inn úr sárinu. Glúmur greip til Þjóstólfs annarri hendi svo fast að hann féll við. Glúmur mátti ekki halda því að dauðinn fór á hann. Þjóstólfur huldi hræ hans með grjóti og tók af honum gullhring.

Hann gekk þar til er hann kom til Varmalækjar. Hallgerður var úti og sá að blóðug var öxin.

Hann mælti: „Eigi veit eg hversu þér mun þykja. Eg segi þér víg Glúms.“

„Þú munt því valda,“ segir hún.

„Svo er,“ segir hann.

Hún hló að[1] og mælti: „Eigi ertu engi í leikinum.“

„Hvert ráð sérðu fyrir mér nú?“ sagði hann.

„Farðu til Hrúts föðurbróður míns,“ segir hún, „og sjái hann fyrir þér.“

„Eigi veit eg,“ sagði Þjóstólfur, „hvort þetta er heilræði en þó skal eg þínum ráðum fram fara um þetta mál.“

Tók hann þá hest sinn og reið vestur á Hrútsstaði um nóttina. Hann bindur hest sinn á bak húsum, gengur síðan til dyra og lýstur á högg mikið. Eftir það gengur hann norður um húsin. Hrútur hafði vakað. Hann spratt upp skjótt og fór í treyju og kippti skóm á fætur sér, tók upp sverð sitt. Hann vafði möttli um vinstri hönd sér og upp um handlegginn. Menn vöknuðu við er hann gekk út. Hann sá mann mikinn að húsbaki og kenndi þar Þjóstólf. Hrútur spurði tíðinda.

„Eg segi þér víg Glúms,“ segir Þjóstólfur.

„Hver veldur því?“ segir Hrútur.

„Eg vó hann,“ segir Þjóstólfur.

„Hví reiðst þú hingað?“ segir Hrútur.

„Hallgerður sendi mig til þín,“ segir Þjóstólfur.

„Eigi veldur hún þessu þá,“ segir Hrútur og brá sverðinu.

Þetta sá Þjóstólfur og vildi eigi verða seinni og höggur þegar til Hrúts. Hrútur brást skjótt undan höggvinu og laust vinstri hendi utan á hlýr öxinni svo snart að öxin hraut úr hendi Þjóstólfi. Hrútur hjó með hægri hendi á fót Þjóstólfs fyrir ofan knéið svo að litlu loddi við og hljóp að honum í því og hratt honum hart. Hrútur hjó þá í höfuð Þjóstólfi og veitti honum banasár. Þjóstólfur féll á bak aftur. Þá komu út húskarlar Hrúts og sáu veg um merki. Hrútur lét færa Þjóstólf í braut og hylja hræ hans. Síðan fór Hrútur að finna Höskuld og sagði honum víg Glúms og svo Þjóstólfs. Honum þótti skaði í láti Glúms en þakkaði honum vígið Þjóstólfs.

Litlu síðar spyr Þórarinn Ragabróðir vígið Glúms bróður síns. Hann ríður við tólfta mann vestur á Höskuldsstaði. Höskuldur tók báðum höndum við honum og er hann þar um nóttina. Höskuldur sendir þegar eftir Hrúti að hann kæmi þangað. Hann fór þegar. Og um daginn eftir töluðu þeir margt um vígið Glúms.

Þórarinn mælti: „Vilt þú nokkuru bæta mér bróðurinn því að eg hefi mikils misst?“

Höskuldur svaraði: „Eigi drap eg bróður þinn og eigi réð dóttir mín honum bana en þegar Hrútur vissi þá drap hann Þjóstólf.“

Þá þagnaði Þórarinn og þótti vandast málið.

Hrútur mælti: „Gerum við góða ferð hans. Hann hefir víst mikils misst og mun það vel fyrir mælast og gefum honum gjafir og sé hann vinur okkar alla ævi síðan.“

Og fór þetta fram að þeir gáfu honum gjafir, bræður, og reið hann suður aftur.

Þau Hallgerður skiptu um bústaði um vorið og fór hún suður á Laugarnes en hann til Varmalækjar. Og er Þórarinn úr sögunni.


Tilvísanir

  1. Hún hló að: „Svo virðist sem hlátur Hallgerðar hafi verið tengdur tilfinningum hennar eða einhvers konar geðshræringu. Hlátur hennar gæti gefið til kynna áfall, uppnám eða skelfingu hennar. Sérstaklega í þessi dæmi er hún að notfæra sér hláturinn á snjallan hátt til þess að koma morðingja manns síns til dauða.“ Heimir Pálsson. Hjónin á Hlíðarenda (s. 30).

Links

Personal tools