Njála, 027

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 27

A little after they rode out across Thurso water, and fared till they came into Tongue. Asgrim was at home, and gave them a hearty welcome; and they were there that night. Next morning they began to talk, and then Njal raised the question of the wooing, and asked for Thorhalla for his son Helgi's hand. Asgrim answered that well, and said there were no men with whom he would be more willing to make this bargain than with them. They fell a-talking then about terms, and the end of it was that Asgrim betrothed his daughter to Helgi, and the bridal day was named. Gunnar was at that feast, and many other of the bestmen. After the feast Njal offered to foster in his house Thorhall, Asgrim's son, and he was with Njal long after. He loved Njal more than his own father. Njal taught him law, so that he became the greatest lawyer in Iceland in those days.

References


Kafli 27

Litlu síðar riðu þeir út yfir Þjórsá og fóru þar til er þeir komu í Tungu. Ásgrímur var heima og tók við þeim vel og voru þar um nóttina. En um daginn gengu þeir á tal. Þá vakti Njáll til um bónorðið og bað Þórhöllu til handa Helga syni sínum. Ásgrímur svaraði því vel og sagði eigi þá menn vera er hann væri fúsari við að kaupa en þá. Þeir töluðu þá um málið og lauk svo að Ásgrímur festi Helga dóttur sína og var kveðið á brúðlaupsstefnu. Gunnar var að veislu þessi og margir aðrir hinir bestu menn.

Eftir veisluna bauð Njáll heim til fósturs Þórhalli syni Ásgríms og var hann með Njáli lengi síðan. Hann unni meira Njáli en föður sínum. Njáll kenndi honum lög svo að hann varð mestur lögmaður á Íslandi um þeirra daga.


Tilvísanir

Links