Njála, 028

From WikiSaga
Revision as of 09:22, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 28== '''XXX.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 28== Skip kom út í Arnarbælisós og stýrði skipinu Hallvarður hvíti, víkversk...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 28

XXX.

ENSKA

References


Kafli 28

Skip kom út í Arnarbælisós og stýrði skipinu Hallvarður hvíti, víkverskur maður. Hann fór til vistar til Hlíðarenda og var með Gunnari um veturinn og bað hann jafnan að hann skyldi fara utan. Gunnar talaði fátt um og tók á öngu ólíklega. Og um vorið fór hann til Bergþórshvols að finna Njál, hversu ráðlegt honum þætti að hann færi utan.

„Ráðlegt þykir mér það,“ segir Njáll. „Munt þú þar þykja sæmdarmaður sem þú ert.“

„Vilt þú nokkuð taka við fjárfari mínu meðan eg er í brautu því að eg vil að Kolskeggur bróðir minn fari með mér en eg vildi að þú sæir um búið meðan með móður minni.“

„Ekki skal það við nema,“ segir Njáll, „allt skal eg styðja þig um það er þú vilt.“

„Vel mun þér fara,“ segir Gunnar.

Ríður hann þá heim.

Austmaður kom að máli við Gunnar að hann mundi utan fara. Gunnar spyr ef hann hefði nokkuð siglt til annarra landa.

Hann kvaðst hafa siglt meðal allra þeirra er voru meðal Noregs og Garðaríkis „og svo hefi eg siglt til Bjarmalands.“

„Vilt þú sigla með mér í Austurveg?“ segir Gunnar.

„Það vil eg víst,“ segir hann.

Síðan réð Gunnar utanferð sína með honum. Njáll tók við öllu fjárfari Gunnars.


Tilvísanir

Links