Njála, 060

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 60

Asgrim Ellidagrim's son had a suit to follow up at the Thing against Wolf Uggis' son. It was a matter of inheritance. Asgrim took it up in such a way as was seldom his wont; for there was a bar to his suit, and the bar was this, that he had summoned five neighbours to bear witness, when he ought to have summoned nine. And now they have this as their bar.

Then Gunnar spoke and said,"I will challenge thee to single combat on the island, Wolf Uggis' son, if men are not to get their rights by law; and Njal and my friend Helgi would like that I should take some share in defending thy cause, Asgrim, if they were not here themselves."

"But," says Wolf, "this quarrel is not one between thee and me."

"Still it shall be as good as though it were," says Gunnar.

And the end of the suit was, that Wolf had to pay down all the money.

Then Asgrim said to Gunnar, "I will ask thee to come and see me this summer, and I will ever be with thee in lawsuits, and never against thee."

Gunnar rides home from the Thing, and a little while after he and Njal met. Njal besought Gunnar to be ware of himself, and said he had been told that those away under the Threecorner meant to fall on him, and bade him never go about with a small company, and always to have his weapons with him. Gunnar said so it should be, and told him that Asgrim had asked him to pay him a visit, "and I mean to go now this harvest."

"Let no men know before thou farest how long thou wilt be away," said Njal; "but, besides, I beg thee to let my sons ride with thee, and then no attack will be made on thee."

So they settled that among themselves.

Now the summer wears away till it was eight weeks to winter, and then Gunnar says to Kolskegg, "Make thee ready to ride, for we shall ride to a feast at Tongue."

"Shall we say anything about it to Njal's sons?" said Kolskegg.

"No," says Gunnar; "they shall fall into no quarrels for me."

References


Kafli 60

Ásgrímur Elliða-Grímsson hafði mál að sækja á þinginu á Úlf Uggason. Ásgrími tókst svo til sem sjaldan er vant að vörn var í máli hans. En sú var vörnin að hann hafði nefnt fimm búa þar sem hann átti níu. Nú hafa þeir þetta til varna.

Gunnar mælti: „Eg mun skora þér á hólm, Úlfur Uggason, ef menn skulu eigi fá réttu máli fram komið, og mundi það Njáll ætla og Helgi vinur minn að eg mundi hafa nokkura vörn í málinu með þér, Ásgrímur, ef þeir væru eigi við.“

„Ekki á eg þetta við þig,“ segir Úlfur.

„Fyrir hitt mun nú þó ganga,“ segir Gunnar.

Lauk svo því máli að Úlfur hlaut að greiða féið allt.

Þá mælti Ásgrímur til Gunnars: „Heim vil eg þér bjóða í sumar og jafnan skal eg með þér í málaferlum en aldrei í móti þér.“

Ríður Gunnar heim af þingi.

Litlu síðar fundust þeir Njáll. Njáll bað Gunnar vera varan um sig, kvað sér sagt að þeir undan Þríhyrningi ætluðu að fara að honum og bað hann aldrei fara með fámenni og hafa jafnan vopn sín. Gunnar kvað svo vera skyldu. Hann sagði að Ásgrímur hefði boðið honum heim „og ætla eg að fara nú í haust.“

„Láttu enga menn vita áður þú ferð hversu lengi þú ert í brautu. En eg býð þér þó að synir mínir ríði með þér.“

Réðu þeir það þá með sér.

Nú líður á sumarið til átta vikna. Þá segir Gunnar Kolskeggi: „Búðu ferð þína því að við skulum ríða til heimboðs í Tungu.“

„Skal nokkuð nú gera orð Njálssonum?“ sagði Kolskeggur.

„Ekki,“ sagði Gunnar. „Eigi skulu þeir hljóta vandræði af mér,“ segir Gunnar.Tilvísanir

Links