Njála, 076

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 76

Next autumn Mord Valgard's son sent word that Gunnar would be all alone at home, but all his people would be down in the isles to make an end of their haymaking. Then Gizur the White and Geir the Priest rode east over the rivers as soon as ever they heard that, and so east across the sands to Hof. Then they sent word to Starkad under the Threecorner, and there they all met who were to fall on Gunnar, and took counsel how they might best bring it about.

Mord said that they could not come on Gunnar unawares, unless they seized the farmer who dwelt at the next homestead, whose name was Thorkell, and made him go against his will with them to lay hands on the hound Sam, and unless he went before them to the homestead to do this.

Then they set out east for Lithend, but sent to fetch Thorkell. They seized him and bound him, and gave him two choices--one that they would slay him, or else he must lay hands on the hound; but he chooses rather to save his life, and went with them.

There was a beaten sunk road, between fences, above the farm yard at Lithend, and there they halted with their band. Master Thorkell went up to the homestead, and the tyke lay on the top of the house, and he entices the dog away with him into a deep hollow in the path. Just then the hound sees that there are men before them, and he leaps on Thorkell and tears his belly open.

Aunund of Witchwood smote the hound on the head with his axe, so that the blade sunk into the brain. The hound gave such a great howl that they thought it passing strange, and he fell down dead.

References


Kafli 76

Um haustið sendi Mörður Valgarðsson orð að Gunnar mundi vera einn heima en lið allt mundi vera niðri í Eyjum að lúka heyverkum. Riðu þeir Gissur hvíti og Geir goði austur yfir ár þegar þeir spurðu það og austur yfir sanda til Hofs. Þá sendu þeir orð Starkaði undir Þríhyrningi. Og fundust þeir þar allir er að Gunnari skyldu fara og réðu hversu að skyldi fara.

Mörður sagði að þeir mundu eigi koma á óvart Gunnari nema þeir tækju bónda af næsta bæ er Þorkell hét og létu hann fara nauðgan með sér að taka hundinn Sám og færi hann heim einn á bæinn.

Fóru þeir síðan austur til Hlíðarenda en sendu eftir Þorkatli. Þeir tóku hann höndum og gerðu honum tvo kosti, að þeir mundu drepa hann, ella skyldi hann taka hundinn. En hann kjöri heldur að leysa líf sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir norðan garðana að Hlíðarenda og námu þeir þar staðar með flokkinn. Bóndi Þorkell gekk heim á bæinn og lá rakkinn á húsum uppi og teygir hann rakkann á braut með sér í geilar nokkurar. Í því sér hundurinn að þar eru menn fyrir og hleypur á hann Þorkel upp og greip nárann. Önundur úr Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hundinum svo er allt kom í heilann. Hundurinn kvað við hátt svo að það þótti þeim með ódæmum miklum vera.


Tilvísanir

Links

Personal tools