Njála, 080

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 80

Njal took a share in bringing those who had the blood-feud after Starkad and Thorgeir to take an atonement, and a district meeting was called together, and men were chosen to make the award, and every matter was taken into account, even the attack on Gunnar, though he was an outlaw; but such a fine as was awarded, all that Mord paid; for they did not close their award against him before the other matter was already settled, and then they set off one award against the other.

Then they were all set at one again, but at the Thing there was great talk, and the end of it was, that Geir the Priest and Hogni were set at one again, and that atonement they held to ever afterwards.

Geir the Priest dwelt in the Lithe till his deathday, and he is out of the story.

Njal asked as a wife for Hogni Alfeida the daughter of Weatherlid the Skald, and she was given away to him. Their son was Ari, who sailed for Shetland, and took him a wife there; from him is come Einar the Shetlander, one of the briskest and boldest of men.

Hogni kept up his friendship with Njal, and he is now out of the story.

References


Kafli 80

Njáll átti hlut að við þá er eftirmál áttu eftir þá Starkað og Þorgeir að þeir skyldu taka sættum og var héraðsfundur til lagður og teknir menn til gerðar og voru virðir í allir hlutir, tilför við Gunnar þótt hann væri sekur. En slíkt fégjald sem gert var þá galt Mörður allt því er þeir luku eigi upp gerð á hendur honum en gert var áður um hitt málið og létu þeir það á endum standast. Voru þeir þá alsáttir.

En á þingi var umræða mikil og kom þar að þeir sættust Geir goði og Högni og hélst sú sætt með þeim síðan. Bjó Geir goði í Hlíð til dauðadags og er hann úr sögunni.

Njáll bað konu til handa Högna, Álfeiðar dóttur Veturliða skálds, og var hún honum gefin. Þeirra son var Ari er sigldi til Hjaltlands og kvongaðist þar. Frá honum er kominn Einar Hjaltlendingur, hinn vaskasti maður. Högni hélt vináttu við Njál og er hann úr sögunni.


Tilvísanir

Links

Personal tools