Njála, 084

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 84

Then the Vikings shot at them and the fight began, and the chapmen guard themselves well. Snowcolf sprang aboard and at Olaf, and thrust his spear through his body, but Grim thrust at Snowcolf with his spear, and so stoutly, that he fell overboard. Then Helgi turned to meet Grim, and they two drove down all the Vikings as they tried to board, and Njal's sons were ever where there was most need. Then the Vikings called out to the chapmen and bade them give up, but they said they would never yield. Just then some one looked seaward, and there they see ships coming from the south round the Ness, and they were not fewer than ten, and they row hard and steer thitherwards. Along their sides were shield on shield, but on that ship that came first stood a man by the mast, who was clad in a silken kirtle, and had a gilded helm, and his hair was both fair and thick; that man had a spear inlaid with gold in his hand.

He asked, "Who have here such an uneven game?"

Helgi tells his name, and said that against them are Gritgard and Snowcolf.

"But who are your captains?" he asks.

Helgi answered, "Bard the Black, who lives, but the other, who is dead and gone, was called Olaf."

"Are ye men from Iceland?" says he.

"Sure enough we are," Helgi answers.

He asked whose sons they were, and they told him, then he knew them and said, "Well known names have ye all, father and sons both.

"Who art thou?" asks Helgi.

"My name is Kari, and I am Solmund's son."

"Whence comest thou?" says Helgi.

"From the Southern Isles."

"Then thou art welcome," says Helgi, "if thou wilt give us a little help."

"I'll give ye all the help ye need," says Kari; "but what do ye ask?"

"To fall on them," says Helgi.

Kari says that so it shall be. So they pulled up to them, and then the battle began the second time; but when they had fought a little while, Kari springs up on Snowcolf's ship; he turns to meet him and smites at him with his sword. Kari leaps nimbly backwards over a beam that lay athwart the ship, and Snowcolf smote the beam so that both edges of the sword were hidden. Then Kari smites at him, and the sword fell on his shoulder, and the stroke was so mighty that he cleft in twain shoulder, arm, and all, and Snowcolf got his death there and then. Gritgard hurled a spear at Kari, but Kari saw it and sprang up aloft, and the spear missed him. Just then Helgi and Grim came up both to meet Kari, and Helgi springs on Gritgard and thrusts his spear through him, and that was his death blow; after that they went round the whole ship on both boards, and then men begged for mercy. So they gave them all peace, but took all their goods. After that they ran all the ships out under the islands.

References


Kafli 84

Víkingar skutu á þá og tókst orusta og verja kaupmenn sig vel. Snækólfur hleypur að Ólafi og leggur í gegnum hann með spjóti. Grímur leggur til Snækólfs spjóti og svo fast að hann féll útbyrðis. Helgi sneri þá til móts við Grím og ráku þeir ofan alla víkinga og jafnan voru þeir Njálssynir þar er mest þurfti. Víkingar kölluðu og báðu kaupmenn upp gefast. Þeir sögðu að þeir mundu aldrei upp gefast.

Í þessu varð þeim litið til hafs. Sjá þeir skip fara sunnan fyrir nesið. Voru eigi færri en tíu. Þeir róa mikinn og stefna að þangað. Er þar skjöldur við skjöld. En á því skipi er fyrst fór stóð maður við siglu. Sá var í silkitreyju og hafði gylltan hjálm en hárið bæði mikið og fagurt. Sjá maður hafði spjót gullrekið í hendi.

Hann spurði: „Hverjir eiga hér leik svo ójafnan?“

Helgi segir til sín og sagði að í móti voru þeir Grjótgarður og Snækólfur.

„En hverjir eru stýrimenn?“ sagði hann.

Helgi svaraði: „Bárður svarti er lifir en annar er látinn er Ólafur hét.“

„Eruð þið,“ segir hann, „íslenskir menn?“

„Svo er víst,“ segir hann.

Hann spurði hvers synir þeir væru. Þeir sögðu.

Þá kannaðist hann við og mælti: „Nafnfrægir eruð þér feðgar.“

„Hver ertu?“ segir Helgi.

„Kári heiti eg og er ég Sölmundarson.“

„Hvaðan komstu að?“ segir Helgi.

„Úr Suðureyjum.“

„Þá ert þú vel að kominn,“ segir Helgi, „ef þú vilt veita oss nokkuð.“

„Veita slíkt sem þér þurfið,“ segir Kári, „eða hvers beiðið þér?“

„Veita þeim atlögu,“ segir hann.

Kári sagði að svo skyldi vera.

Lögðu þeir þá að þeim og tókst þá bardagi í annað sinn. En er þeir hafa barist um hríð hleypur Kári upp á skip til Snækólfs. Hann snýr í móti honum og höggur til hans. Kári hleypur yfir slá eina er lá um þvert skipið aftur öfugur. Snækólfur hjó í slána svo að fal báða eggteinana sverðsins. Kári höggur til hans og kom sverðið á öxlina og varð högg svo mikið að hann klauf frá ofan höndina og hafði Snækólfur þegar bana. Grjótgarður skaut spjóti til Kára. Kári sá það og hljóp í loft upp en spjótið missti hans. Í því voru þeir Helgi og Grímur komnir til móts við Kára. Hleypur þá Helgi að Grjótgarði og leggur sverði í gegnum hann og varð það hans bani. Gengu þeir þá um skip öll með báðum borðum. Menn báðu sér þá griða. Gáfu þeir þá grið öllum en tóku fé allt. Eftir það leggja þeir skipin öll út undir eyjar.


Tilvísanir

Links

Personal tools